Krummi og Hermann biðja Sölva líka um að birta ekki viðtölin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. desember 2021 23:05 Sölvi Tryggvason til vinstri, Krummi í Mínus í miðjunni og Hermann Hreiðarsson lengst til hægri. Vísir/Instagram Hermann Hreiðarsson knattspyrnukappi og Krummi í Mínus hafa óskað eftir því að viðtal sem Sölvi Tryggvason tók við þá fyrr á árinu verði ekki birt. Fréttastofa greindi frá því fyrr í kvöld að Bogi Ágústsson sjónvarpsmaður hefði óskað eftir því sama. Sölvi hyggst fara með hlaðvarp sitt í loftið að nýju innan skamms, en hann dró sig úr sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. Í kjölfar ásakananna, sem fram komu í maí á þessu ári, dró Sölvi sig alfarið í hlé og tók alla fyrri þætti hlaðvarps síns úr birtingu. Ekki látnir vita Hermann Hreiðarsson segir í samtali við fréttastofu að hann hafi óskað eftir því að viðtalið við hann yrði ekki birt. Hann segist hafa heyrt af því í fréttum í gær að til stæði að birta viðtalið, en hafi að öðru leyti ekki verið látinn vita. Viðtalið væri þar að auki gamalt og tekið upp í vor, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram. Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, tekur í sama streng og Hermann. Hann hefur einnig óskað eftir því að viðtal Sölva við sig verði ekki birt og furðaði sig á því að ekki hafa ekki verið látinn vita af því að til stæði að birta viðtalið. „Þetta var bara tekið upp einhvern tímann í byrjun árs,“ segir Krummi og kveðst hafa sent skilaboð á Sölva fyrr í dag. Krummi kom hálfpartinn af fjöllum í samtali við fréttastofu. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hafi óskað eftir því að sambærilegt viðtal Sölva yrði ekki birt. Viðmælendurnir þrír vilja lítið tjá sig efnislega um málið en segja að forsendur hafi eðli málsins samkvæmt breyst frá því að viðtölin voru tekin upp. Viðtölin hafi þar að auki verið gömul en eins og fyrr segir voru þau öll tekin upp í vor, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram í sviðsljósið. Eins og fréttastofa greindi frá í gær er Hannes Hólmsteinn Gissurarson líklega meðal væntanlegra gesta Sölva. Ekki náðist í Hannes við vinnslu fréttarinnar. Mál Sölva Tryggvasonar Samfélagsmiðlar MeToo Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Sölvi Tryggva snýr aftur með hlaðvarp sitt Sölvi Tryggvason, sem rak um skeið langvinsælasta hlaðvarp landsins, mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á nýju ári. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 29. desember 2021 16:32 Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu: Edda Falak, Sölvi Tryggva, hraðpróf og AirFryer Stafræna auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman óformlegan lista yfir það sem Íslendingar hafa leitað mest að á leitarvélinni Google á árinu sem er að líða. 30. desember 2021 20:14 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira
Sölvi hyggst fara með hlaðvarp sitt í loftið að nýju innan skamms, en hann dró sig úr sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. Í kjölfar ásakananna, sem fram komu í maí á þessu ári, dró Sölvi sig alfarið í hlé og tók alla fyrri þætti hlaðvarps síns úr birtingu. Ekki látnir vita Hermann Hreiðarsson segir í samtali við fréttastofu að hann hafi óskað eftir því að viðtalið við hann yrði ekki birt. Hann segist hafa heyrt af því í fréttum í gær að til stæði að birta viðtalið, en hafi að öðru leyti ekki verið látinn vita. Viðtalið væri þar að auki gamalt og tekið upp í vor, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram. Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, tekur í sama streng og Hermann. Hann hefur einnig óskað eftir því að viðtal Sölva við sig verði ekki birt og furðaði sig á því að ekki hafa ekki verið látinn vita af því að til stæði að birta viðtalið. „Þetta var bara tekið upp einhvern tímann í byrjun árs,“ segir Krummi og kveðst hafa sent skilaboð á Sölva fyrr í dag. Krummi kom hálfpartinn af fjöllum í samtali við fréttastofu. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hafi óskað eftir því að sambærilegt viðtal Sölva yrði ekki birt. Viðmælendurnir þrír vilja lítið tjá sig efnislega um málið en segja að forsendur hafi eðli málsins samkvæmt breyst frá því að viðtölin voru tekin upp. Viðtölin hafi þar að auki verið gömul en eins og fyrr segir voru þau öll tekin upp í vor, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram í sviðsljósið. Eins og fréttastofa greindi frá í gær er Hannes Hólmsteinn Gissurarson líklega meðal væntanlegra gesta Sölva. Ekki náðist í Hannes við vinnslu fréttarinnar.
Mál Sölva Tryggvasonar Samfélagsmiðlar MeToo Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Sölvi Tryggva snýr aftur með hlaðvarp sitt Sölvi Tryggvason, sem rak um skeið langvinsælasta hlaðvarp landsins, mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á nýju ári. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 29. desember 2021 16:32 Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu: Edda Falak, Sölvi Tryggva, hraðpróf og AirFryer Stafræna auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman óformlegan lista yfir það sem Íslendingar hafa leitað mest að á leitarvélinni Google á árinu sem er að líða. 30. desember 2021 20:14 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira
Sölvi Tryggva snýr aftur með hlaðvarp sitt Sölvi Tryggvason, sem rak um skeið langvinsælasta hlaðvarp landsins, mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á nýju ári. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 29. desember 2021 16:32
Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu: Edda Falak, Sölvi Tryggva, hraðpróf og AirFryer Stafræna auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman óformlegan lista yfir það sem Íslendingar hafa leitað mest að á leitarvélinni Google á árinu sem er að líða. 30. desember 2021 20:14