Varað við hættu á gróðureldum: Vonskuveður á nýársdag Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 09:15 Gert er ráð fyrir vonskuveðri víðsvegar á landinu á morgun, nýársdag. Veðurstofan Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. Einstaklega þurrt er nú á Suðurlandi og lítið þarf til að koma af stað gróðureldum. Brunavarnir Árnessýslu vilja árétta að fólk sýni ítrustu varkárni um áramótin við notkun flugelda, enda geti glóð úr flugeldum auðveldlega farið í gróður og kveikt gróðurelda. Fréttastofa greindi frá því í vikunni að gróðureldar hafi kviknað út frá flugeldum í Árnessýslu og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu slökkti gróðurelda á Seltjarnarnesi í gær. Gul viðvörun tekur gildi í öllum landshlutum landsins í fyrramálið en á Suðurlandi er gert ráð fyrir norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu. Hvassast undir Eyjafjöllum og ferðaveður varasamt. Sama staða er uppi á teningnum á Suðausturlandi en hvassast verður í Öræfum. Þar er gert ráð fyrir vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu og ferðaveður er varasamt. Á Vestfjörðum er spáð norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndum með vindhviðum sem geta náð allt að fjörutíu metrum á sekúndu. Lítið skyggni getur verið öðru hvoru í skafrenningi. Sama staða er uppi á Ströndum og Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir norðaustanhríð með vindraða á bilinu þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Hvassast er við Eyjafjörð og víða er lítið skyggni í snjókomu eða skafrenningi. Ferðaveður er varasamt. Á Austfjörðum og á Austurlandi er gert ráð fyrir norðanátt og vindur verður á bilinu 15 til 23 metrar á sekúndu. Hviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu og gert er ráð fyrir litlu skyggni. Gul viðvörun er í öllum landshlutum landsins en gert er ráð fyrir að lægja taki víðast hvar upp úr miðnætti annað kvöld.Veðurstofan Veður Áramót Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Kjörið flugeldaveður um áramótin og líklega lítil mengun Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð. 30. desember 2021 11:51 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Einstaklega þurrt er nú á Suðurlandi og lítið þarf til að koma af stað gróðureldum. Brunavarnir Árnessýslu vilja árétta að fólk sýni ítrustu varkárni um áramótin við notkun flugelda, enda geti glóð úr flugeldum auðveldlega farið í gróður og kveikt gróðurelda. Fréttastofa greindi frá því í vikunni að gróðureldar hafi kviknað út frá flugeldum í Árnessýslu og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu slökkti gróðurelda á Seltjarnarnesi í gær. Gul viðvörun tekur gildi í öllum landshlutum landsins í fyrramálið en á Suðurlandi er gert ráð fyrir norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu. Hvassast undir Eyjafjöllum og ferðaveður varasamt. Sama staða er uppi á teningnum á Suðausturlandi en hvassast verður í Öræfum. Þar er gert ráð fyrir vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu og ferðaveður er varasamt. Á Vestfjörðum er spáð norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndum með vindhviðum sem geta náð allt að fjörutíu metrum á sekúndu. Lítið skyggni getur verið öðru hvoru í skafrenningi. Sama staða er uppi á Ströndum og Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir norðaustanhríð með vindraða á bilinu þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Hvassast er við Eyjafjörð og víða er lítið skyggni í snjókomu eða skafrenningi. Ferðaveður er varasamt. Á Austfjörðum og á Austurlandi er gert ráð fyrir norðanátt og vindur verður á bilinu 15 til 23 metrar á sekúndu. Hviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu og gert er ráð fyrir litlu skyggni. Gul viðvörun er í öllum landshlutum landsins en gert er ráð fyrir að lægja taki víðast hvar upp úr miðnætti annað kvöld.Veðurstofan
Veður Áramót Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Kjörið flugeldaveður um áramótin og líklega lítil mengun Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð. 30. desember 2021 11:51 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Kjörið flugeldaveður um áramótin og líklega lítil mengun Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð. 30. desember 2021 11:51