Steig í ógáti á bremsu svo flugvélin hafnaði á hvolfi við Blönduósflugvöll Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2022 13:01 Grassvæðið sem mennirnir notuðu til lendinganna er um 250 metra langt og hafði flugmaðurinn notað um 100 metra til lendingar þegar flugvélin steyptist á hvolf. RNSA Flugmaður í aftursæti heimasmíðaðrar flugvélar steig í ógáti og of harkalega á bremsu sem varð til þess að vélin steyptist yfir sig og hafnaði á hvolfi við æfingar á grasi utan flugbrautar á Blönduósflugvelli 4. maí síðastliðinn. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt í gær. Tveir menn voru í vélinni og sluppu þeir báðir ómeiddir og komust sjálfir út vélinni. Flugvélin er stélhjólsvél af gerðinni Piper PA-12 Replica, og flokkuð heimasmíði. Er vélin smíðuð þannig að mögulegt sé að stjórna henni úr fram- og aftursæti. „Fótstig fyrir hemla úr aftursæti er fyrir aftan fótstig fyrir hliðarstýri þannig að auðvelt er að stíga á bæði fótstigin samtímis, sé ekki höfð á því sérstök aðgát,“ segir í skýslunni. Í skýrslunni segir að hliðarvindur hafi verið á flugvellinum þennan dag og flugmaðurinn ákveðið að lenda á grassvæði við hliðina á flugbrautinni, en vélin er á stórum dekkjum sem ætluð eru til slíkra lendinga. „Flugmaðurinn og farþeginn lentu nokkrum sinnum og skiptust á að vera við stjórn flugvélarinnar. […] Flugmaðurinn var vanur að fljúga flugvélinni úr framsæti en var að þessu sinni í aftursæti hennar. Örin sýnir stefnu lendingarinnar.RNSA Í lokalendingunni, eftir um það bil 100 metra lendingabrun, var flugmaðurinn að beita hliðarstýrum en steig í ógáti og einnig fremur fast á hemlana um leið og hann var að stíga á fótstig fyrir hliðarstýri með þeim afleiðingum að flugvélin steyptist yfir sig og hafnaði á hvolfi.“ Hafi samræmi í afstöðu milli fótstiga og hemla Er það niðurstaða rannsóknar nefndarinnar að hemlar úr aftursæti séu þannig staðsettir að auðvelt sé að stíga á þá í ógáti þegar verið sé að beita hliðarstýri. „Við rannsóknina kom fram að hemlum hafði verið beitt í ógáti úr aftursæti, og of harkalega, með þeim afleiðingum að flugvélin hafnaði á hvolfi.“ Beinir rannsóknarnefnd samgönguslysa því til flugvélasmiða í heimasmíði að hafa samræmi í afstöðu milli fótstiga og hemla í fram- og aftursæti ef kostur er. Blönduós Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt í gær. Tveir menn voru í vélinni og sluppu þeir báðir ómeiddir og komust sjálfir út vélinni. Flugvélin er stélhjólsvél af gerðinni Piper PA-12 Replica, og flokkuð heimasmíði. Er vélin smíðuð þannig að mögulegt sé að stjórna henni úr fram- og aftursæti. „Fótstig fyrir hemla úr aftursæti er fyrir aftan fótstig fyrir hliðarstýri þannig að auðvelt er að stíga á bæði fótstigin samtímis, sé ekki höfð á því sérstök aðgát,“ segir í skýslunni. Í skýrslunni segir að hliðarvindur hafi verið á flugvellinum þennan dag og flugmaðurinn ákveðið að lenda á grassvæði við hliðina á flugbrautinni, en vélin er á stórum dekkjum sem ætluð eru til slíkra lendinga. „Flugmaðurinn og farþeginn lentu nokkrum sinnum og skiptust á að vera við stjórn flugvélarinnar. […] Flugmaðurinn var vanur að fljúga flugvélinni úr framsæti en var að þessu sinni í aftursæti hennar. Örin sýnir stefnu lendingarinnar.RNSA Í lokalendingunni, eftir um það bil 100 metra lendingabrun, var flugmaðurinn að beita hliðarstýrum en steig í ógáti og einnig fremur fast á hemlana um leið og hann var að stíga á fótstig fyrir hliðarstýri með þeim afleiðingum að flugvélin steyptist yfir sig og hafnaði á hvolfi.“ Hafi samræmi í afstöðu milli fótstiga og hemla Er það niðurstaða rannsóknar nefndarinnar að hemlar úr aftursæti séu þannig staðsettir að auðvelt sé að stíga á þá í ógáti þegar verið sé að beita hliðarstýri. „Við rannsóknina kom fram að hemlum hafði verið beitt í ógáti úr aftursæti, og of harkalega, með þeim afleiðingum að flugvélin hafnaði á hvolfi.“ Beinir rannsóknarnefnd samgönguslysa því til flugvélasmiða í heimasmíði að hafa samræmi í afstöðu milli fótstiga og hemla í fram- og aftursæti ef kostur er.
Blönduós Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira