„Þurfum að vera mjög á varðbergi næstu dagana“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. janúar 2022 19:23 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að landsmenn þurfi nú að taka því rólega eftir hátíðarhasarinn. Vísir/Vilhelm Metfjöldi greindist með kórónuveiruna á landamærunum í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið. Samkvæmt bráðabirgðartölum frá almannavörnum greindust 949 smitaðir innanlands í gær auk þess sem 127 greindust smitaðir á landamærunum, sem er metfjöldi. Á Landspítala eru 23 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid. Sjö eru nú á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Þá lést kona á níræðisaldri vegna Covid á Landspítala í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstu dögum. „Það var bara svo sem eins og við höfum talað um, það sem við mátti búast en það sem auðvitað stendur aðeins upp úr hjá manni í dag er þetta andlát og maður vottar bara ættingjum viðkomandi innilega samúð,“ segir Víðir. Hann reiknar með því að tölur yfir fjölda smitaða muni vera á reiki næstu daga. Fleiri munu væntanlega fara í sýnatöku á morgun og mánudag. „Ég held að við komum til með að sjá svipað og við sáum eftir jólin, þar sem að seinni hlutinn í síðustu viku að þá voru það jólaboðin sem voru svona algengustu tengipunktarnir. Ég held að það verði bara mjög svipað núna, það verði áramótaboðin sem að verði helstu tengipunktarnir í smitum þegar líður aðeins á vikuna og við verðum að sjá bara hvernig það fer,“ segir Víðir. Þurfum að vera á varðbergi næstu daga Hann á ekki von á að fjöldi þeirra sem veikist alvarlega og þurfi að leggjast inn fjölgi jafn hratt og smituðum en engu að síður virðist spálíkan Landspítala um innlagnir að einhverju leiti vera að ganga eftir. Svartsýnustu spár gera ráð fyrir að 60 verði inniliggjandi og 15 á gjörgæslu 10. janúar ef ekki tekst að hemja útbreiðslu veirunnar. „Covid-göngudeildin er að gera alveg ótrúlega flotta hluti í þessu og kemur í veg fyrir mikið af innlögnum,“ segir Víðir. „En innlögnum er heldur að fjölga og við þurfum að vera mjög á varðbergi næstu dagana.“ Til að koma í veg fyrir að svartsýnustu spár gangi eftir á spítalanum þurfi allir að vera á varðbergi til að lágmarka smit. „Ég held að núna eftir þennan hátíðarhasar, jólin og áramótin og svona, þá þurfum við bara að slaka á núna og taka því rólega. Kannski þurfum við ekki nema bara viku eða tíu daga til að keyra þetta svolítið niður og við getum öll lagt okkar af mörkum í því, það er það sem við getum öll gert,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áramót Landspítalinn Tengdar fréttir Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 á Landspítalanum í gær. 38 dauðsföll hafa nú verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins. 1. janúar 2022 11:37 Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. 31. desember 2021 12:12 Einangrun stytt í sjö daga Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 30. desember 2021 18:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðartölum frá almannavörnum greindust 949 smitaðir innanlands í gær auk þess sem 127 greindust smitaðir á landamærunum, sem er metfjöldi. Á Landspítala eru 23 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid. Sjö eru nú á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Þá lést kona á níræðisaldri vegna Covid á Landspítala í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstu dögum. „Það var bara svo sem eins og við höfum talað um, það sem við mátti búast en það sem auðvitað stendur aðeins upp úr hjá manni í dag er þetta andlát og maður vottar bara ættingjum viðkomandi innilega samúð,“ segir Víðir. Hann reiknar með því að tölur yfir fjölda smitaða muni vera á reiki næstu daga. Fleiri munu væntanlega fara í sýnatöku á morgun og mánudag. „Ég held að við komum til með að sjá svipað og við sáum eftir jólin, þar sem að seinni hlutinn í síðustu viku að þá voru það jólaboðin sem voru svona algengustu tengipunktarnir. Ég held að það verði bara mjög svipað núna, það verði áramótaboðin sem að verði helstu tengipunktarnir í smitum þegar líður aðeins á vikuna og við verðum að sjá bara hvernig það fer,“ segir Víðir. Þurfum að vera á varðbergi næstu daga Hann á ekki von á að fjöldi þeirra sem veikist alvarlega og þurfi að leggjast inn fjölgi jafn hratt og smituðum en engu að síður virðist spálíkan Landspítala um innlagnir að einhverju leiti vera að ganga eftir. Svartsýnustu spár gera ráð fyrir að 60 verði inniliggjandi og 15 á gjörgæslu 10. janúar ef ekki tekst að hemja útbreiðslu veirunnar. „Covid-göngudeildin er að gera alveg ótrúlega flotta hluti í þessu og kemur í veg fyrir mikið af innlögnum,“ segir Víðir. „En innlögnum er heldur að fjölga og við þurfum að vera mjög á varðbergi næstu dagana.“ Til að koma í veg fyrir að svartsýnustu spár gangi eftir á spítalanum þurfi allir að vera á varðbergi til að lágmarka smit. „Ég held að núna eftir þennan hátíðarhasar, jólin og áramótin og svona, þá þurfum við bara að slaka á núna og taka því rólega. Kannski þurfum við ekki nema bara viku eða tíu daga til að keyra þetta svolítið niður og við getum öll lagt okkar af mörkum í því, það er það sem við getum öll gert,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áramót Landspítalinn Tengdar fréttir Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 á Landspítalanum í gær. 38 dauðsföll hafa nú verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins. 1. janúar 2022 11:37 Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. 31. desember 2021 12:12 Einangrun stytt í sjö daga Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 30. desember 2021 18:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 á Landspítalanum í gær. 38 dauðsföll hafa nú verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins. 1. janúar 2022 11:37
Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. 31. desember 2021 12:12
Einangrun stytt í sjö daga Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 30. desember 2021 18:01