Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.
Á morgun er skipulagsdagur í grunn- og leikskólum landsins til að bregðast við ómíkrón-bylgjunni. Rætt verður við Helga Grímsson um stöðuna í skólunum og hvort foreldrar megi halda börnum sínum heima kjósi þeir að gera svo.
Í fréttatímanum verður einnig sagt frá skotárás í Kópavogi og bruna þinghússins í Höfðaborg og við hittum flakara á níræðisaldri sem brestur í söng í fiskvinnslunni þegar liggur sérstaklega vel á honum.