Sannfærður um að smitaðir finnist í kennslustofunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. janúar 2022 13:36 Jón Pétur Zimsen er skólastjóri í Melaskóla. Skólastjóri Melaskóla segir starfsfólk skólanna mjög útsett fyrir því að smitast af kórónuveirunni og geta lítið varið sig. Þrátt fyrir að stefnt sé að óbreyttu skólastarfi á morgun þá geti staðan breyst hratt. Starfsdagur er í öllum grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í dag og er dagurinn nýttur til að undirbúa skólahald sem hefst aftur eftir jólafrí á morgun. Aldrei hafa jafn margir verið með kórónuveiruna og nú og kemur það til með að hafa áhrif á skólastarfið. Jón Péturs Zimsen skólastjóri í Melaskóla segir langflesta starfsmenn sína hafa mætt til vinnu í dag. „Við erum ótrúlega heppin með það hvað eru fáir þarna í einangrun og sóttkví hjá okkur. Þannig það mættu flestir og menn eru mjög brattir að mæta til vinnu.“ Jón Pétur segir starfsfólk skólanna mjög útsett fyrir því að smitast af kórónuveirunni sér í lagi það starfólk sem sem starfar með yngstu börnunum. „Þetta er kannski sú stétt í landinu sem er útsetnust fyrir smiti og getur lítið varið sig. Af því að aðrar stéttir eru þá með einhverjar varnir hvort sem það eru búningar eins og heilbrigðisstarfsmenn geta þá verið í eða menn eru að eiga við fullorðið fólk og þar sem menn geta verið með einhverskonar fjarlægðartakmarkanir.“ Hann telur að hægt verði að halda úti skólastarfi með eðlilegum hætti í sínum skóla á morgun en það geti þó breyst hratt. „Staða getur breyst náttúrulega alveg ofboðslega hratt um leið og skólarnir fara af stað, þá held ég, ég held að ef þú myndir hringja í mig eftir viku þá myndi ég segja þér að það vantaði helming nemenda og 30% starfsmanna eru komnir í einangrun eða sóttkví en eins og staðan er núna þá held ég að dagurinn á morgun verði bara fínn og fólk hlakkar til að takast á við þetta. Meira að segja þeir sem eru hérna að kenna yngstu börnunum hafa í raun sýnt mikið æðruleysi. Það er meira en að segja að vita það að það er fullt af einkennalausu smiti út í samfélaginu núna. Samfélagssmit er mjög mikið og það er nánast öruggt að inni í kennslustofum þar sem fólk er þannig séð óvarið eru smitaðir einstaklingar sem að smita. En fólk er heyrist mér mjög tilbúið í það að ganga til verks og sinna þessum þarna krökkum sem eru framtíð landsins. “ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Elstu bekkir í Laugarnesskóla verða heima Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. bekk og upp í 6. bekk, hefur ákveðið að nemendur í elstu tveimur árgöngunum mæti ekki í skólann þessa vikuna. Endurskoða á stöðuna í lok viku. Ástæðan er forföll kennara vegna kórónuveirufaraldursins. Yngri krakkar fá forgang í skólann. 3. janúar 2022 12:54 Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2. janúar 2022 22:30 Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Lokað í grunn- og leikskólum á mánudaginn Lokað verður í grunn- og leikskólum í Reykjavík á mánudaginn, þann 3. janúar, vegna „skipulagsdags“. Almannavarnir gera einnig ráð fyrir að loka þurfi deildum á leikskólum eða fella niður kennslu í einstökum árgöngum grunnskóla um skemmri eða lengri tíma á næsta ári vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar. 30. desember 2021 18:01 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Starfsdagur er í öllum grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í dag og er dagurinn nýttur til að undirbúa skólahald sem hefst aftur eftir jólafrí á morgun. Aldrei hafa jafn margir verið með kórónuveiruna og nú og kemur það til með að hafa áhrif á skólastarfið. Jón Péturs Zimsen skólastjóri í Melaskóla segir langflesta starfsmenn sína hafa mætt til vinnu í dag. „Við erum ótrúlega heppin með það hvað eru fáir þarna í einangrun og sóttkví hjá okkur. Þannig það mættu flestir og menn eru mjög brattir að mæta til vinnu.“ Jón Pétur segir starfsfólk skólanna mjög útsett fyrir því að smitast af kórónuveirunni sér í lagi það starfólk sem sem starfar með yngstu börnunum. „Þetta er kannski sú stétt í landinu sem er útsetnust fyrir smiti og getur lítið varið sig. Af því að aðrar stéttir eru þá með einhverjar varnir hvort sem það eru búningar eins og heilbrigðisstarfsmenn geta þá verið í eða menn eru að eiga við fullorðið fólk og þar sem menn geta verið með einhverskonar fjarlægðartakmarkanir.“ Hann telur að hægt verði að halda úti skólastarfi með eðlilegum hætti í sínum skóla á morgun en það geti þó breyst hratt. „Staða getur breyst náttúrulega alveg ofboðslega hratt um leið og skólarnir fara af stað, þá held ég, ég held að ef þú myndir hringja í mig eftir viku þá myndi ég segja þér að það vantaði helming nemenda og 30% starfsmanna eru komnir í einangrun eða sóttkví en eins og staðan er núna þá held ég að dagurinn á morgun verði bara fínn og fólk hlakkar til að takast á við þetta. Meira að segja þeir sem eru hérna að kenna yngstu börnunum hafa í raun sýnt mikið æðruleysi. Það er meira en að segja að vita það að það er fullt af einkennalausu smiti út í samfélaginu núna. Samfélagssmit er mjög mikið og það er nánast öruggt að inni í kennslustofum þar sem fólk er þannig séð óvarið eru smitaðir einstaklingar sem að smita. En fólk er heyrist mér mjög tilbúið í það að ganga til verks og sinna þessum þarna krökkum sem eru framtíð landsins. “
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Elstu bekkir í Laugarnesskóla verða heima Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. bekk og upp í 6. bekk, hefur ákveðið að nemendur í elstu tveimur árgöngunum mæti ekki í skólann þessa vikuna. Endurskoða á stöðuna í lok viku. Ástæðan er forföll kennara vegna kórónuveirufaraldursins. Yngri krakkar fá forgang í skólann. 3. janúar 2022 12:54 Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2. janúar 2022 22:30 Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Lokað í grunn- og leikskólum á mánudaginn Lokað verður í grunn- og leikskólum í Reykjavík á mánudaginn, þann 3. janúar, vegna „skipulagsdags“. Almannavarnir gera einnig ráð fyrir að loka þurfi deildum á leikskólum eða fella niður kennslu í einstökum árgöngum grunnskóla um skemmri eða lengri tíma á næsta ári vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar. 30. desember 2021 18:01 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Elstu bekkir í Laugarnesskóla verða heima Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. bekk og upp í 6. bekk, hefur ákveðið að nemendur í elstu tveimur árgöngunum mæti ekki í skólann þessa vikuna. Endurskoða á stöðuna í lok viku. Ástæðan er forföll kennara vegna kórónuveirufaraldursins. Yngri krakkar fá forgang í skólann. 3. janúar 2022 12:54
Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2. janúar 2022 22:30
Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31
Lokað í grunn- og leikskólum á mánudaginn Lokað verður í grunn- og leikskólum í Reykjavík á mánudaginn, þann 3. janúar, vegna „skipulagsdags“. Almannavarnir gera einnig ráð fyrir að loka þurfi deildum á leikskólum eða fella niður kennslu í einstökum árgöngum grunnskóla um skemmri eða lengri tíma á næsta ári vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar. 30. desember 2021 18:01