Gátu ekki beðið lengur og keyptu nýbyggingu Fiskmarkaðsins Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2022 13:45 Húsnæðið er sagt henta vel undir starfsemina. Arctic Fish Arctic Oddi ehf., dótturfélag laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish ehf. á Vestfjörðum, hefur keypt nýbyggingu Fiskmarkaðs Bolungarvíkur að Brimbrjótsgötu í Bolungarvík. Hyggst félagið koma upp laxasláturhúsi í byggingunni. Samningurinn var undirritaður á gamlársdag. Að sögn Arctic Fish hefur takmörkuð sláturgeta gert það að verkum að ekki hafi tekist að anna allri eftirspurn eftir slátrun á eldislaxi stóran hluta þessa árs. „Með aukinni framleiðslu er fyrirséð að þetta verði staðan þar til að sláturgeta á Vestfjörðum hefur verið aukin. Með það í huga þarf félagið að tryggja sér aukið aðgengi að slátrun eins fljótt og auðið er,“ segir í tilkynningu. Að sögn bæjaryfirvalda í Bolungarvík hefur Fiskmarkaðurinn í staðinn fengið aðra lóð undir nýtt hús sem fyrirhugað er að reisa. Lóðin var í eigu mjólkurvinnslunnar Örnu sem samdi um að bærinn fengi lóðina en léti í staðinn stækka lóð Örnu neðan við Íshúsið með landfyllingu. Einnig var undirritaður samningur til sjö ára milli Arctic Sea Farm ehf. og Bolungarvíkurkaupstaðar um aflagjöld af eldislaxi. View this post on Instagram A post shared by Bolungarvík (@bolungarvik) Skoðað að byggja eitt stórt sláturhús fyrir fyrirtækin Sláturmál Arctic Fish hafa verið í skoðun um nokkurt skeið. Hefur þar verið horft til þess að nýta stærðarhagkvæmni þess að byggja eitt stórt sláturhús fyrir stærsta hluta þeirrar framleiðslu sem kemur frá Vestfjörðum. Að sögn Arctic Fish hafa margir staðir komið til greina sem og samstarf við önnur eldisfyrirtæki. Sú skoðun hafi þó dregist og byggingartími slíkrar framkvæmdar um tvö ár. Á sama tíma stækki eldi fyrirtækisins hratt á meðan núverandi sláturgeta sé takmörkuð. „Með því að kaupa umrætt húsnæði sem hentar vel fyrir þessa starfsemi og er nánast tilbúið er mögulegt á tiltölulega stuttum tíma að koma upp sláturhúsi sem annar þeirri framleiðslu sem framundan er. Þrátt fyrir að ákvörðun um fjárfestingu í sláturhúsi liggi ekki fyrir vill félagið tryggja sér húsnæðið með það að markmiði að koma þar upp sláturhúsi sem annar framleiðslu fyrirtækisins,“ segir Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, í tilkynningu. Bolungarvík Fiskeldi Fiskur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Samningurinn var undirritaður á gamlársdag. Að sögn Arctic Fish hefur takmörkuð sláturgeta gert það að verkum að ekki hafi tekist að anna allri eftirspurn eftir slátrun á eldislaxi stóran hluta þessa árs. „Með aukinni framleiðslu er fyrirséð að þetta verði staðan þar til að sláturgeta á Vestfjörðum hefur verið aukin. Með það í huga þarf félagið að tryggja sér aukið aðgengi að slátrun eins fljótt og auðið er,“ segir í tilkynningu. Að sögn bæjaryfirvalda í Bolungarvík hefur Fiskmarkaðurinn í staðinn fengið aðra lóð undir nýtt hús sem fyrirhugað er að reisa. Lóðin var í eigu mjólkurvinnslunnar Örnu sem samdi um að bærinn fengi lóðina en léti í staðinn stækka lóð Örnu neðan við Íshúsið með landfyllingu. Einnig var undirritaður samningur til sjö ára milli Arctic Sea Farm ehf. og Bolungarvíkurkaupstaðar um aflagjöld af eldislaxi. View this post on Instagram A post shared by Bolungarvík (@bolungarvik) Skoðað að byggja eitt stórt sláturhús fyrir fyrirtækin Sláturmál Arctic Fish hafa verið í skoðun um nokkurt skeið. Hefur þar verið horft til þess að nýta stærðarhagkvæmni þess að byggja eitt stórt sláturhús fyrir stærsta hluta þeirrar framleiðslu sem kemur frá Vestfjörðum. Að sögn Arctic Fish hafa margir staðir komið til greina sem og samstarf við önnur eldisfyrirtæki. Sú skoðun hafi þó dregist og byggingartími slíkrar framkvæmdar um tvö ár. Á sama tíma stækki eldi fyrirtækisins hratt á meðan núverandi sláturgeta sé takmörkuð. „Með því að kaupa umrætt húsnæði sem hentar vel fyrir þessa starfsemi og er nánast tilbúið er mögulegt á tiltölulega stuttum tíma að koma upp sláturhúsi sem annar þeirri framleiðslu sem framundan er. Þrátt fyrir að ákvörðun um fjárfestingu í sláturhúsi liggi ekki fyrir vill félagið tryggja sér húsnæðið með það að markmiði að koma þar upp sláturhúsi sem annar framleiðslu fyrirtækisins,“ segir Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, í tilkynningu.
Bolungarvík Fiskeldi Fiskur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira