Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2022 11:51 Vindmyllurnar voru tvær í rekstri í Þykkvabæ. Önnur brann 2017 og hin nú um áramótin. Vísir/Arnar Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, segir nauðsynlegt að fella mylluna til að koma í veg fyrir að hún valdi skaða. Vindmyllan var í eigu fyrirtækisins Biokraft sem gangsetti tvær vindmyllur í Þykkvabæ sumarið 2014. Þær höfðu áður staðið í Þýskalandi. Önnur vindmyllan brann í eldsvoða í júlí 2017 og hefur verið ónothæf síðan. Biokraft varð gjaldþrota árið 2019 og eru vindmyllurnar í eigu Háblæs í dag. Beina útsendingu má sjá að neðan en hún er aðgengileg á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Lesa má nýjustu vendingar í vaktinni hér neðst í fréttinni. Um heljarinnar mannvirki er að ræða. Sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna að þyngd. „Spaðarnir á henni snúast og engin leið til að stoppa það. Það er ekki þorandi að fara upp í turninn því þar er allt brunnið. Hún gæti í miklu roki farið að snúast af miklu afli og hugsanlega brotnað. Þess vegna ætlum við að fella mylluna af öryggisástæðum,“ segir Ásgeir. Allt í turni myllunnar sé ónýtt. „Mastrið er í sjálfu sér heilt en við verðum að tryggja að ekki verði frekari skaði eða tjón af. Hún fari að snúast á yfirsnúningi og hugsanlega brotna af henni hlutir sem gæti haft slæmar afleiðingar. Því verður hún felld til að forðast skaða eða tjón.“ Sprengjusveit gæslunnar sér um framkvæmd sprengingarinnar. Varðandi öryggi á svæðinu segir Ásgeir lögreglu standa þá vakt. Ásgeir segir vinnu hafa staðið yfir varðandi endurbyggingu á vindmyllunum eftir að kviknaði í þeirri fyrri. Nú hafi sú síðari brunnið. Þessar tvær hverfi en væntanlega komi aðrar í staðinn. „Já, það er ætlunin. Það voru áform um að endurnýja þessar myllur. Þau eru óbreytt varðandi aðra þeirra. Svo brennur hin á nýársdag. Það eru áform um að endurnýja hana.“ Tíminn verði að leiða í ljós nákvæmlega hvað verði en mikil tækifæri séu á nýtingu vinds á Íslandi til raforkuframleiðslu til að uppfylla þörf markaðarins fyrir rafmagnsnotkun.
Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, segir nauðsynlegt að fella mylluna til að koma í veg fyrir að hún valdi skaða. Vindmyllan var í eigu fyrirtækisins Biokraft sem gangsetti tvær vindmyllur í Þykkvabæ sumarið 2014. Þær höfðu áður staðið í Þýskalandi. Önnur vindmyllan brann í eldsvoða í júlí 2017 og hefur verið ónothæf síðan. Biokraft varð gjaldþrota árið 2019 og eru vindmyllurnar í eigu Háblæs í dag. Beina útsendingu má sjá að neðan en hún er aðgengileg á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Lesa má nýjustu vendingar í vaktinni hér neðst í fréttinni. Um heljarinnar mannvirki er að ræða. Sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna að þyngd. „Spaðarnir á henni snúast og engin leið til að stoppa það. Það er ekki þorandi að fara upp í turninn því þar er allt brunnið. Hún gæti í miklu roki farið að snúast af miklu afli og hugsanlega brotnað. Þess vegna ætlum við að fella mylluna af öryggisástæðum,“ segir Ásgeir. Allt í turni myllunnar sé ónýtt. „Mastrið er í sjálfu sér heilt en við verðum að tryggja að ekki verði frekari skaði eða tjón af. Hún fari að snúast á yfirsnúningi og hugsanlega brotna af henni hlutir sem gæti haft slæmar afleiðingar. Því verður hún felld til að forðast skaða eða tjón.“ Sprengjusveit gæslunnar sér um framkvæmd sprengingarinnar. Varðandi öryggi á svæðinu segir Ásgeir lögreglu standa þá vakt. Ásgeir segir vinnu hafa staðið yfir varðandi endurbyggingu á vindmyllunum eftir að kviknaði í þeirri fyrri. Nú hafi sú síðari brunnið. Þessar tvær hverfi en væntanlega komi aðrar í staðinn. „Já, það er ætlunin. Það voru áform um að endurnýja þessar myllur. Þau eru óbreytt varðandi aðra þeirra. Svo brennur hin á nýársdag. Það eru áform um að endurnýja hana.“ Tíminn verði að leiða í ljós nákvæmlega hvað verði en mikil tækifæri séu á nýtingu vinds á Íslandi til raforkuframleiðslu til að uppfylla þörf markaðarins fyrir rafmagnsnotkun.
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Vindorka Tengdar fréttir Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05 Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05
Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. 23. október 2017 06:00