Stefnir í spennandi formannsslag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. janúar 2022 14:25 Bæði sækjast eftir því að verða næsti formaður Eflingar. vísir/vilhelm Allt stefnir í æsispennandi formannsslag innan Eflingar á næstu vikum. Tveir stjórnarmenn stéttarfélagsins hafa gefið kost á sér til formennsku en þeir hafa verið sitt hvoru megin línunnar í deilum sem komu upp innan félagsins í haust þegar fyrrverandi formaður þess sagði af sér. Við fráhvarf Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr Eflingu tók þáverandi varaformaður félagsins við formennsku, hún Agnieszka Ewa Ziółkowska, en nú er komið að því að velja nýjan formann. Það kemur í hlut uppstillinganefndar að stilla upp nýrri stjórn og gera tillögu að formanni hennar. Síðan er það núverandi stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar að samþykkja listann. Eftir það geta félagsmenn boðið fram aðra lista. Þau Guðmundur Baldursson stjórnarmaður og Ólöf Helga Adolfsdóttir varaformaður Eflingar hafa bæði gefið kost á sér í hlutverk formanns fyrir lista uppstillinganefndarinnar og útiloka ekki sérframboð ef þau verða ekki valin þar. Helsta áherslumál Guðmundar er að lægja öldur innan félagsins eftir stormasamt haustið. „Það verður náttúrulega að taka á þessu. Á öllu þessu uppþoti sem búið er að vera. Það verður náttúrulega að fá einhverja endanlega lausn á þessu bara svo að félagið geti starfað eðlilega og allir sáttir,“ segir Guðmundur. Hann kveðst einnig vilja virkja betur þær stéttir innan félagsins sem hafi nánast legið í dvala síðustu ár og tekið lítinn þátt í félagsstarfinu. Þar eru þau Ólöf sammála og vill hún færa stéttarfélagið aftur til fyrra horfs; gera það að virkara félagi þar sem félagsmenn taka virkan þátt, mæti reglulega í húsnæði þess og fari jafnvel einhverjir saman í skipulegar ferðir. „Mínar hugmyndir snúast um að sjá til þess að Samtök atvinnulífsins komist ekki upp með að rífa niður réttindi launafólks,“ segir Ólöf. Kjarasamningar verða auðvitað lausir í ár og stefnir allt í harðar samningaviðræður. Og því er eðlilegt að spyrja hvort frambjóðendurnir séu góðir samningamenn? „Jah, ég er nú svo sem ekki eitthvað verri en einhver annar en ég er heldur ekki bestur í því, maður getur verið alveg heiðarlegur hvað það varðar,“ svarar Guðmundur. Hann kveðst þó klár í að taka slaginn og það er Ólöf líka. „Við verðum bara með mjög ákveðna kröfugerð sem að kemur beint frá félagsmönnum og ég tel mig og Agniezku vera bara mjög góðar til þess að vinna það saman,“ segir Ólöf en Agniezka hefur sóst eftir því að verða aftur varaformaður félagsins og þá með Ólöfu sem formann. Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. 4. janúar 2022 22:50 Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Við fráhvarf Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr Eflingu tók þáverandi varaformaður félagsins við formennsku, hún Agnieszka Ewa Ziółkowska, en nú er komið að því að velja nýjan formann. Það kemur í hlut uppstillinganefndar að stilla upp nýrri stjórn og gera tillögu að formanni hennar. Síðan er það núverandi stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar að samþykkja listann. Eftir það geta félagsmenn boðið fram aðra lista. Þau Guðmundur Baldursson stjórnarmaður og Ólöf Helga Adolfsdóttir varaformaður Eflingar hafa bæði gefið kost á sér í hlutverk formanns fyrir lista uppstillinganefndarinnar og útiloka ekki sérframboð ef þau verða ekki valin þar. Helsta áherslumál Guðmundar er að lægja öldur innan félagsins eftir stormasamt haustið. „Það verður náttúrulega að taka á þessu. Á öllu þessu uppþoti sem búið er að vera. Það verður náttúrulega að fá einhverja endanlega lausn á þessu bara svo að félagið geti starfað eðlilega og allir sáttir,“ segir Guðmundur. Hann kveðst einnig vilja virkja betur þær stéttir innan félagsins sem hafi nánast legið í dvala síðustu ár og tekið lítinn þátt í félagsstarfinu. Þar eru þau Ólöf sammála og vill hún færa stéttarfélagið aftur til fyrra horfs; gera það að virkara félagi þar sem félagsmenn taka virkan þátt, mæti reglulega í húsnæði þess og fari jafnvel einhverjir saman í skipulegar ferðir. „Mínar hugmyndir snúast um að sjá til þess að Samtök atvinnulífsins komist ekki upp með að rífa niður réttindi launafólks,“ segir Ólöf. Kjarasamningar verða auðvitað lausir í ár og stefnir allt í harðar samningaviðræður. Og því er eðlilegt að spyrja hvort frambjóðendurnir séu góðir samningamenn? „Jah, ég er nú svo sem ekki eitthvað verri en einhver annar en ég er heldur ekki bestur í því, maður getur verið alveg heiðarlegur hvað það varðar,“ svarar Guðmundur. Hann kveðst þó klár í að taka slaginn og það er Ólöf líka. „Við verðum bara með mjög ákveðna kröfugerð sem að kemur beint frá félagsmönnum og ég tel mig og Agniezku vera bara mjög góðar til þess að vinna það saman,“ segir Ólöf en Agniezka hefur sóst eftir því að verða aftur varaformaður félagsins og þá með Ólöfu sem formann.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. 4. janúar 2022 22:50 Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. 4. janúar 2022 22:50
Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01