Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 21:51 Djokovic er fastur á flugvellinum í Ástralíu. EPA-EFE/IAN LANGSDON Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. Djokovic sagði stoltur frá því nýverið að hann hefði fengið undanþágu til að taka þátt á Opna ástralska en forráðamenn mótsins höfðu sett þá reglu að allir keppendur þyrftu að vera bólusettir. Djokovic er óbólusettur en virtist hafa tryggt sér áðurnefnda undanþágu. Vefur breska ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að Djokovic sé lentur í Ástralíu en fái ekki að fara inn í landið þar sem vegabréfsáritun hans stenst ekki skoðun. Honum verður flogið úr landi á morgun, fimmtudag, en lögfræðingar hans leita nú leiða til að tryggja þess að hann fái inngöngu í landið og geti tekið þátt í mótinu. Samkvæmt frétt BBC hafði teymið hans Djokovic ekki beðið um vegabréfsáritun sem veitir undanþágu þar sem hann er óbólusettur. Áströlsk yfirvöld segja að Djokovic hafi ekki sýnt nægjanleg sönnungargögn til að fá inngöngu í landið. Forsætisráðherra Ástralíu hefur tjáð sig um málið. Hann segir að reglur séu reglur. Mr Djokovic s visa has been cancelled. Rules are rules, especially when it comes to our borders. No one is above these rules. Our strong border policies have been critical to Australia having one of the lowest death rates in the world from COVID, we are continuing to be vigilant.— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) January 5, 2022 Djokovic hefur unnið 20 risatitla á ferlinum, þar af Opna ástralska níu sinnum. Hann hefur unnið mótið undanfarin þrjú ár en gæti nú farið svo að hann fái ekki tækifæri til að verja titilinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Tennis Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Djokovic sagði stoltur frá því nýverið að hann hefði fengið undanþágu til að taka þátt á Opna ástralska en forráðamenn mótsins höfðu sett þá reglu að allir keppendur þyrftu að vera bólusettir. Djokovic er óbólusettur en virtist hafa tryggt sér áðurnefnda undanþágu. Vefur breska ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að Djokovic sé lentur í Ástralíu en fái ekki að fara inn í landið þar sem vegabréfsáritun hans stenst ekki skoðun. Honum verður flogið úr landi á morgun, fimmtudag, en lögfræðingar hans leita nú leiða til að tryggja þess að hann fái inngöngu í landið og geti tekið þátt í mótinu. Samkvæmt frétt BBC hafði teymið hans Djokovic ekki beðið um vegabréfsáritun sem veitir undanþágu þar sem hann er óbólusettur. Áströlsk yfirvöld segja að Djokovic hafi ekki sýnt nægjanleg sönnungargögn til að fá inngöngu í landið. Forsætisráðherra Ástralíu hefur tjáð sig um málið. Hann segir að reglur séu reglur. Mr Djokovic s visa has been cancelled. Rules are rules, especially when it comes to our borders. No one is above these rules. Our strong border policies have been critical to Australia having one of the lowest death rates in the world from COVID, we are continuing to be vigilant.— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) January 5, 2022 Djokovic hefur unnið 20 risatitla á ferlinum, þar af Opna ástralska níu sinnum. Hann hefur unnið mótið undanfarin þrjú ár en gæti nú farið svo að hann fái ekki tækifæri til að verja titilinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tennis Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira