Aðgerðastjórn virkjuð og um 70 útköllum sinnt vegna foktjóns Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2022 06:31 Eins og stendur er aðeins í gildi gul veðurviðvörun fyrir miðhálendið. Vísir/Vilhelm Aðgerðastjórn var virkjuð um klukkan 22.45 í gærkvöldi vegna foktilkynninga en þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær um yfirvofandi veðurofsa fóru viðbragðsaðilar í fjölda útkalla. Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir sinntu um 70 verkefnum frá þeim tíma og til klukkan 4 í morgun. Útköll voru meðal annars vegna þakplata, klæðninga og vinnupalla sem voru að fjúka. Einnig vegna kerra og hjólhýsa, partýtjalds sem var komið í næsta garð og svo framvegis, segir í tilkynningu frá lögreglu. Um klukkan 3.30 í nótt barst lögreglu einnig tilkynning um mann sem lá á gangstétt í póstnúmerinu 105. Reyndist hann hafa fokið í rokinu og kvartaði um verk í annarri hendinni. Var hann fluttur á Landspítala. Lögregla sinnti einnig útköllum vegna manna í annarlegu ástandi í sitthvoru hverfinu. Um ítrekaðar kvartanir var að ræða vegna beggja manna en annar þeirra hafði ógnað fólki á meðan hinn var að valda ónæði. Báðir voru vistaðir í fangageymslu. Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðborginni. Þar hafði maður verið kýldur í andlitið og laminn í höfuðið með síma. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi en árásarþoli fluttur á Landspítala þar sem saumuð voru sex spor í höfuð hans. Náðir þú myndum eða myndböndum af óveðrinu? Endilega sendu okkur myndir eða myndbönd á tölvupóstfangið ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Veður Björgunarsveitir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir sinntu um 70 verkefnum frá þeim tíma og til klukkan 4 í morgun. Útköll voru meðal annars vegna þakplata, klæðninga og vinnupalla sem voru að fjúka. Einnig vegna kerra og hjólhýsa, partýtjalds sem var komið í næsta garð og svo framvegis, segir í tilkynningu frá lögreglu. Um klukkan 3.30 í nótt barst lögreglu einnig tilkynning um mann sem lá á gangstétt í póstnúmerinu 105. Reyndist hann hafa fokið í rokinu og kvartaði um verk í annarri hendinni. Var hann fluttur á Landspítala. Lögregla sinnti einnig útköllum vegna manna í annarlegu ástandi í sitthvoru hverfinu. Um ítrekaðar kvartanir var að ræða vegna beggja manna en annar þeirra hafði ógnað fólki á meðan hinn var að valda ónæði. Báðir voru vistaðir í fangageymslu. Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðborginni. Þar hafði maður verið kýldur í andlitið og laminn í höfuðið með síma. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi en árásarþoli fluttur á Landspítala þar sem saumuð voru sex spor í höfuð hans. Náðir þú myndum eða myndböndum af óveðrinu? Endilega sendu okkur myndir eða myndbönd á tölvupóstfangið ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Veður Björgunarsveitir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira