Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Snorri Másson skrifar 6. janúar 2022 14:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Erlu Bolladóttur. Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir: „Það er mín einlæga von að þessum málum verði hægt að ljúka, þannig að við getum kvatt þessi mál sem samfélag.“ „Kjarni málsins er auðvitað sá að það skiptir máli að þessum málum verði lokið. Eftir að Hæstiréttur kvað upp sinn dóm á sínum tíma réðumst við í að eiga samtöl við þau sem heyrðu undir þann dóm, bjóða bætur, þær voru greiddar, en um leið var því haldið opnu að þessir aðilar gætu höfðað mál fyrir dómstólum. Þeir dómar liggja nú fyrir, þó ekki allir, það eru fleiri dómar á leiðinni. En ég lít svo á að þessi dómsorð sem féllu hér fyrir jól og eins þessi dómur marki ákveðin tímamót, en hins vegar er þetta mál annars eðlis þar sem þarna liggur ekki fyrir sýknudómur eins og í hinum málunum,“ segir Katrín. Fagnaði sigrinum í héraði vel Héraðsdómur Reykjavíkur felldi á dögunum úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Stjórnvöld una því mati héraðsdóms. Erla Bolladóttir, ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum á sínum tíma, kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal. Hún á langa baráttu að baki. Rætt var við Erlu þegar niðurstaðan í héraði lá fyrir á þriðjudag. Erla var dæmd í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa í samráði við þá Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marínó Ciesielski sakað fjóra menn, sem kenndir eru við skemmtistaðinn Klúbbinn, ranglega í málinu. Þeir sátu í kjölfarið í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga. Öll mál nema Erlu fóru aftur fyrir dómstóla 2017 Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í málunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla nema mál Erlu. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Hún ákvað í kjölfarið að höfða einkamál gegn ríkinu til að fara fram á ógildingu þessarar ákvörðunar endurupptökunefndarinnar. Hún hefur nú haft erindi sem erfiði og getur sótt málið í framhaldinu. Ragnar ræddi niðurstöðuna í héraði á þriðjudag og skoraði á ríkisstjórnina að semja um sátt við Erlu. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Tengdar fréttir Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir: „Það er mín einlæga von að þessum málum verði hægt að ljúka, þannig að við getum kvatt þessi mál sem samfélag.“ „Kjarni málsins er auðvitað sá að það skiptir máli að þessum málum verði lokið. Eftir að Hæstiréttur kvað upp sinn dóm á sínum tíma réðumst við í að eiga samtöl við þau sem heyrðu undir þann dóm, bjóða bætur, þær voru greiddar, en um leið var því haldið opnu að þessir aðilar gætu höfðað mál fyrir dómstólum. Þeir dómar liggja nú fyrir, þó ekki allir, það eru fleiri dómar á leiðinni. En ég lít svo á að þessi dómsorð sem féllu hér fyrir jól og eins þessi dómur marki ákveðin tímamót, en hins vegar er þetta mál annars eðlis þar sem þarna liggur ekki fyrir sýknudómur eins og í hinum málunum,“ segir Katrín. Fagnaði sigrinum í héraði vel Héraðsdómur Reykjavíkur felldi á dögunum úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Stjórnvöld una því mati héraðsdóms. Erla Bolladóttir, ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum á sínum tíma, kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal. Hún á langa baráttu að baki. Rætt var við Erlu þegar niðurstaðan í héraði lá fyrir á þriðjudag. Erla var dæmd í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa í samráði við þá Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marínó Ciesielski sakað fjóra menn, sem kenndir eru við skemmtistaðinn Klúbbinn, ranglega í málinu. Þeir sátu í kjölfarið í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga. Öll mál nema Erlu fóru aftur fyrir dómstóla 2017 Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í málunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla nema mál Erlu. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Hún ákvað í kjölfarið að höfða einkamál gegn ríkinu til að fara fram á ógildingu þessarar ákvörðunar endurupptökunefndarinnar. Hún hefur nú haft erindi sem erfiði og getur sótt málið í framhaldinu. Ragnar ræddi niðurstöðuna í héraði á þriðjudag og skoraði á ríkisstjórnina að semja um sátt við Erlu.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Tengdar fréttir Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22