Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Snorri Másson skrifar 6. janúar 2022 14:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Erlu Bolladóttur. Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir: „Það er mín einlæga von að þessum málum verði hægt að ljúka, þannig að við getum kvatt þessi mál sem samfélag.“ „Kjarni málsins er auðvitað sá að það skiptir máli að þessum málum verði lokið. Eftir að Hæstiréttur kvað upp sinn dóm á sínum tíma réðumst við í að eiga samtöl við þau sem heyrðu undir þann dóm, bjóða bætur, þær voru greiddar, en um leið var því haldið opnu að þessir aðilar gætu höfðað mál fyrir dómstólum. Þeir dómar liggja nú fyrir, þó ekki allir, það eru fleiri dómar á leiðinni. En ég lít svo á að þessi dómsorð sem féllu hér fyrir jól og eins þessi dómur marki ákveðin tímamót, en hins vegar er þetta mál annars eðlis þar sem þarna liggur ekki fyrir sýknudómur eins og í hinum málunum,“ segir Katrín. Fagnaði sigrinum í héraði vel Héraðsdómur Reykjavíkur felldi á dögunum úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Stjórnvöld una því mati héraðsdóms. Erla Bolladóttir, ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum á sínum tíma, kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal. Hún á langa baráttu að baki. Rætt var við Erlu þegar niðurstaðan í héraði lá fyrir á þriðjudag. Erla var dæmd í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa í samráði við þá Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marínó Ciesielski sakað fjóra menn, sem kenndir eru við skemmtistaðinn Klúbbinn, ranglega í málinu. Þeir sátu í kjölfarið í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga. Öll mál nema Erlu fóru aftur fyrir dómstóla 2017 Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í málunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla nema mál Erlu. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Hún ákvað í kjölfarið að höfða einkamál gegn ríkinu til að fara fram á ógildingu þessarar ákvörðunar endurupptökunefndarinnar. Hún hefur nú haft erindi sem erfiði og getur sótt málið í framhaldinu. Ragnar ræddi niðurstöðuna í héraði á þriðjudag og skoraði á ríkisstjórnina að semja um sátt við Erlu. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Tengdar fréttir Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir: „Það er mín einlæga von að þessum málum verði hægt að ljúka, þannig að við getum kvatt þessi mál sem samfélag.“ „Kjarni málsins er auðvitað sá að það skiptir máli að þessum málum verði lokið. Eftir að Hæstiréttur kvað upp sinn dóm á sínum tíma réðumst við í að eiga samtöl við þau sem heyrðu undir þann dóm, bjóða bætur, þær voru greiddar, en um leið var því haldið opnu að þessir aðilar gætu höfðað mál fyrir dómstólum. Þeir dómar liggja nú fyrir, þó ekki allir, það eru fleiri dómar á leiðinni. En ég lít svo á að þessi dómsorð sem féllu hér fyrir jól og eins þessi dómur marki ákveðin tímamót, en hins vegar er þetta mál annars eðlis þar sem þarna liggur ekki fyrir sýknudómur eins og í hinum málunum,“ segir Katrín. Fagnaði sigrinum í héraði vel Héraðsdómur Reykjavíkur felldi á dögunum úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Stjórnvöld una því mati héraðsdóms. Erla Bolladóttir, ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum á sínum tíma, kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal. Hún á langa baráttu að baki. Rætt var við Erlu þegar niðurstaðan í héraði lá fyrir á þriðjudag. Erla var dæmd í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa í samráði við þá Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marínó Ciesielski sakað fjóra menn, sem kenndir eru við skemmtistaðinn Klúbbinn, ranglega í málinu. Þeir sátu í kjölfarið í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga. Öll mál nema Erlu fóru aftur fyrir dómstóla 2017 Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í málunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla nema mál Erlu. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Hún ákvað í kjölfarið að höfða einkamál gegn ríkinu til að fara fram á ógildingu þessarar ákvörðunar endurupptökunefndarinnar. Hún hefur nú haft erindi sem erfiði og getur sótt málið í framhaldinu. Ragnar ræddi niðurstöðuna í héraði á þriðjudag og skoraði á ríkisstjórnina að semja um sátt við Erlu.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Tengdar fréttir Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22