Starfsmenn ráðuneytisins ekki með 0,5 prómill í blóðinu alla daga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. janúar 2022 19:00 Fjalar segir starfsmenn ráðuneytisins hafa orðið mjög hissa þegar þeir sáu að dómsmálaráðuneytið hefði keypt áfengi fyrir 28 milljónir í fyrra. Hið rétta er að sú upphæð eigi við kaup allra undirstofnana ráðuneytisins á áfengi og tóbaki. vísir/sigurjón Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem selt er áfram til fanga skýrir þá háu upphæð sem greint var frá í gær að hefði farið frá dómsmálaráðuneytinu í kaup á áfengi og tóbak á síðasta ári. Tæpar 25 milljónir fóru í kaup á tóbaki fyrir fangelsin en tóbaksnotkun fanga fer minnkandi milli ára. Dómsmálaráðuneytið sjálft keypti áfengi fyrir 163 þúsund krónur á síðasta ári. Eins og greint var frá í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær er erfitt að greina nákvæmar upphæðir ríkisstofnana á áfengiskaupum þar sem þau eru oftar en ekki falin inni í reikningum sem hluti af heildarkostnaði eftir ráðstefnur, boð og fleira. Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um áfengiskaup ráðuneyta kom fram í því svari að ráðuneytin bókuðu kaup sín á vörum eftir mismunandi bókhaldslyklum. Einn þeirra kallast áfengi og tóbak. Aðeins tvö ráðuneyti höfðu bókað kaup undir þeim lykli í fyrra; dómsmálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í svarinu kom fram að dómsmálaráðuneytið hefði keypt vörur undir þeim vöruflokki fyrir 28 milljónir en mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir 7 milljónir. Kaup undirstofnana þessara ráðuneyta eru inni í þessum tölum. Ekki í Druk-tilraun Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem er selt í verslunum fangelsanna skýrir þarna háa tölu dómsmálaráðuneytisins en tæpar 25 milljónir fóru í tóbakskaup fangelsanna í fyrra „Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins urðu mjög hissa þegar þeir sáu þessa tölu, að við værum að kaupa áfengi fyrir 28 milljónir á einu ári. Þetta eru rúmlega 100 þúsund krónur á hvern virkan vinnudag sem að væru svona sirka tíu vodkaflöskur held ég miðað við lauslega verðkönnun í ríkinu,“ segir Fjalar Sigurðarson upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Það sé að sjálfsögðu ekki staðan. „Við erum ekki að gera einhverja Thomas Vinterberg tilraun að vera með 0,5 prómill í blóðinu alla daga. Þannig að 28 milljónir voru alveg út úr kortinu,“ segir Fjalar og vísar þar til kvikmyndar Vinterbergs sem kom út í fyrra með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Hún segir frá tilraun nokkurra vina til að halda sér hæfilega fullum alla daga. „Þannig að 28 milljónirnar voru ekki áfengiskaup fyrir dómsmálaráðuneytið heldur sígarettur á Litla Hrauni, að mestu leytinu til,“ segir Fjalar. Áfengi og tóbak Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fangelsismál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Eins og greint var frá í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær er erfitt að greina nákvæmar upphæðir ríkisstofnana á áfengiskaupum þar sem þau eru oftar en ekki falin inni í reikningum sem hluti af heildarkostnaði eftir ráðstefnur, boð og fleira. Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um áfengiskaup ráðuneyta kom fram í því svari að ráðuneytin bókuðu kaup sín á vörum eftir mismunandi bókhaldslyklum. Einn þeirra kallast áfengi og tóbak. Aðeins tvö ráðuneyti höfðu bókað kaup undir þeim lykli í fyrra; dómsmálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í svarinu kom fram að dómsmálaráðuneytið hefði keypt vörur undir þeim vöruflokki fyrir 28 milljónir en mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir 7 milljónir. Kaup undirstofnana þessara ráðuneyta eru inni í þessum tölum. Ekki í Druk-tilraun Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem er selt í verslunum fangelsanna skýrir þarna háa tölu dómsmálaráðuneytisins en tæpar 25 milljónir fóru í tóbakskaup fangelsanna í fyrra „Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins urðu mjög hissa þegar þeir sáu þessa tölu, að við værum að kaupa áfengi fyrir 28 milljónir á einu ári. Þetta eru rúmlega 100 þúsund krónur á hvern virkan vinnudag sem að væru svona sirka tíu vodkaflöskur held ég miðað við lauslega verðkönnun í ríkinu,“ segir Fjalar Sigurðarson upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Það sé að sjálfsögðu ekki staðan. „Við erum ekki að gera einhverja Thomas Vinterberg tilraun að vera með 0,5 prómill í blóðinu alla daga. Þannig að 28 milljónir voru alveg út úr kortinu,“ segir Fjalar og vísar þar til kvikmyndar Vinterbergs sem kom út í fyrra með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Hún segir frá tilraun nokkurra vina til að halda sér hæfilega fullum alla daga. „Þannig að 28 milljónirnar voru ekki áfengiskaup fyrir dómsmálaráðuneytið heldur sígarettur á Litla Hrauni, að mestu leytinu til,“ segir Fjalar.
Áfengi og tóbak Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fangelsismál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira