Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 19:03 Sindri Þór til vinstri og Ingólfur, Ingó Veðurguð, til hægri. Samsett/Vísir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. Ingólfur krefst þess að fimm ummæli Sindra verði dæmd dauð og ómerk og vill þar að auki þrjár milljónir króna í miskabætur. Þá krefst hann þess einnig að Sindra verði gert að birta forsendur og niðurstöðu dóms í málinu á Twitter-síðu sinni og Facebook svæði sínu, ekki síðar en fjórtán dögum frá dómsuppkvaðningu, að viðlögðum 30.000 króna dagsektum. Ummælin beinast öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Sex einstaklingar hafa nú fengið kröfubréf frá Ingólfi og verður fyrsta málið, mál Sindra, tekið fyrir þann 18. janúar næstkomandi. „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Ummælin voru flest birt á Twitter-síðu Sindra Þórs en einhver voru skrifuð í athugasemdakerfi Vísis og síðar endurbirt á Twitter. Lögmaður Ingólfs segir að ummælin séu brot klárt brot á hegningarlögum enda séu þau ærumeiðandi. Í stefnu Ingólfs segir að ekkert bendi til þess að Ingólfur hafi framið refsiverð brot enda sé hann með hreinan sakaferil. Þá hafi ekkert barn eða foreldri barns sakað hann um brot gegn barni. Í stefnunni segir að Sindri hafi gefið Ingólfi að sök að hafa stundað refsiverða háttsemi; það er að segja, gerst sekur um samræði við börn. Samkvæmt því sé um staðhæfingu um tiltekna staðreynd að ræða, ekki almennan gildisdóm eða beinlínis skoðun. Þá segir að Sindri hafi einnig gerst sekur um brot gegn friðhelgi einkalífs Ingólfs, meðal annars með því að hafa birt myndband af tónlistarmanninum. Segist ekki hafa sakað Ingó um refsiverðan verknað Greinargerð lögmanns Sindra er mjög ítarleg og hefst á samantekt á þjóðfélagsumræðu um stöðu kynferðisbrota á Íslandi. Þá eru tekin saman ýmis handahófskennd ummæli úr þjóðfélagsumræðunni um samfarir við börn á aldrinum 15 til 18 ára og meðal annars bent á nýlegt mál þjóðþekkts leikara. Þar að auki rekur Sindri tugi sagna þolenda víðsvegar af samfélagsmiðlum af meintum brotum tónlistarmannsins. Hvað ummælin fimm sem slík varðar, ber Sindri í megindráttum fyrir sig að hann hafi ekki fullyrt að Ingólfur hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hann hafi þar af leiðandi ekki sakað tónlistarmanninn um refsiverðan verknað, og væri því ekki um staðhæfingu um staðreynd að ræða. Ummælin hafi þar að auki verið sett fram í góðri trú um sannleiksgildi frásagnanna. Þá ber Sindri einnig fyrir sig að eins og á stendur í þessu tiltekna máli, vegi tjáningarfrelsið þyngra á metunum en friðhelgi einkalífs tónlistarmannsins, meðal annars með vísan til þjóðfélagsumræðu. Vísir hefur áður greint frá því að Sindri hyggist mæta stefnu Ingólfs af hörku en tónlistarmaðurinn hefur lítið verið í sviðsljósinu síðan ásakanirnar komu fram. Dómsmál Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Fyrsta meiðyrðamál Ingólfs á dagskrá dómstóla Fyrsta meiðyrðamálið, sem Ingólfur Þórarinsson hefur höfðað vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar næstkomandi. 5. janúar 2022 11:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Ingólfur krefst þess að fimm ummæli Sindra verði dæmd dauð og ómerk og vill þar að auki þrjár milljónir króna í miskabætur. Þá krefst hann þess einnig að Sindra verði gert að birta forsendur og niðurstöðu dóms í málinu á Twitter-síðu sinni og Facebook svæði sínu, ekki síðar en fjórtán dögum frá dómsuppkvaðningu, að viðlögðum 30.000 króna dagsektum. Ummælin beinast öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Sex einstaklingar hafa nú fengið kröfubréf frá Ingólfi og verður fyrsta málið, mál Sindra, tekið fyrir þann 18. janúar næstkomandi. „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Ummælin voru flest birt á Twitter-síðu Sindra Þórs en einhver voru skrifuð í athugasemdakerfi Vísis og síðar endurbirt á Twitter. Lögmaður Ingólfs segir að ummælin séu brot klárt brot á hegningarlögum enda séu þau ærumeiðandi. Í stefnu Ingólfs segir að ekkert bendi til þess að Ingólfur hafi framið refsiverð brot enda sé hann með hreinan sakaferil. Þá hafi ekkert barn eða foreldri barns sakað hann um brot gegn barni. Í stefnunni segir að Sindri hafi gefið Ingólfi að sök að hafa stundað refsiverða háttsemi; það er að segja, gerst sekur um samræði við börn. Samkvæmt því sé um staðhæfingu um tiltekna staðreynd að ræða, ekki almennan gildisdóm eða beinlínis skoðun. Þá segir að Sindri hafi einnig gerst sekur um brot gegn friðhelgi einkalífs Ingólfs, meðal annars með því að hafa birt myndband af tónlistarmanninum. Segist ekki hafa sakað Ingó um refsiverðan verknað Greinargerð lögmanns Sindra er mjög ítarleg og hefst á samantekt á þjóðfélagsumræðu um stöðu kynferðisbrota á Íslandi. Þá eru tekin saman ýmis handahófskennd ummæli úr þjóðfélagsumræðunni um samfarir við börn á aldrinum 15 til 18 ára og meðal annars bent á nýlegt mál þjóðþekkts leikara. Þar að auki rekur Sindri tugi sagna þolenda víðsvegar af samfélagsmiðlum af meintum brotum tónlistarmannsins. Hvað ummælin fimm sem slík varðar, ber Sindri í megindráttum fyrir sig að hann hafi ekki fullyrt að Ingólfur hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hann hafi þar af leiðandi ekki sakað tónlistarmanninn um refsiverðan verknað, og væri því ekki um staðhæfingu um staðreynd að ræða. Ummælin hafi þar að auki verið sett fram í góðri trú um sannleiksgildi frásagnanna. Þá ber Sindri einnig fyrir sig að eins og á stendur í þessu tiltekna máli, vegi tjáningarfrelsið þyngra á metunum en friðhelgi einkalífs tónlistarmannsins, meðal annars með vísan til þjóðfélagsumræðu. Vísir hefur áður greint frá því að Sindri hyggist mæta stefnu Ingólfs af hörku en tónlistarmaðurinn hefur lítið verið í sviðsljósinu síðan ásakanirnar komu fram.
„Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“
Dómsmál Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Fyrsta meiðyrðamál Ingólfs á dagskrá dómstóla Fyrsta meiðyrðamálið, sem Ingólfur Þórarinsson hefur höfðað vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar næstkomandi. 5. janúar 2022 11:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42
Fyrsta meiðyrðamál Ingólfs á dagskrá dómstóla Fyrsta meiðyrðamálið, sem Ingólfur Þórarinsson hefur höfðað vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar næstkomandi. 5. janúar 2022 11:47