Segir að Barcelona geti náð Haaland í sumar þrátt fyrir miklar skuldir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2022 17:30 Erling Braut Haaland er enn bara 21 árs gamall og á því mörg frábær ár eftir á ferli sínum. EPA-EFE/Stian Lysberg Óhætt er að segja að tvennum sögum fari af Barcelona þessa dagana. Spænska félagið er stórskuldugt og í miklum vandræðum innan sem utan vallar en engu að síður er félagið með í baráttunni um einn feitasta bitann á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Guillem Balague, einn helsti sérfræðingur breska ríkisútvarpsins í spænska fótboltanum, segir að Barcelona geti fundið peninga til að kaupa norska framherjann Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund. Barcelona skuldar meira en milljarð evra og þrátt fyrir að hafa keypt Ferran Torres frá Manchester City fyrir 46,3 milljónir punda á dögunum þá hefur félaginu enn ekki tekist að skrá hann inn vegna fjárhagsvandræða sinni. Despite Barcelona's debt, Borussia Dortmund's striker Erling Braut Haaland could join the side in the summer In full #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 7, 2022 Hvernig á Barcelona þá að geta keypt Haaland eða einhverja aðra af þeim leikmönnum sem þarf til að koma Barcelona liðinu aftur í hóp þeirra bestu í heimi? Samningur Erling Braut Haaland við Dortmund er þannig að félög geta keypt hann upp fyrir 75 milljónir evra í sumar en að sama skapi heimtar umboðsmaður hans ofurlaun, fyrir fram greiðslu og engin smá þjónustulaun fyrir sjálfan sig. Joan Laporta, forseti Barcelona, lofaði stuðningsmönnum félagsins og öðrum um það Barcelona gæti nú farið að berjast um bestu knattspyrnumenn heims á ný. Þeir eru fáir meira spennandi en hinn 21 árs gamli Erling Braut Haaland sem hefur raðað inn mörkum hvar sem hann hefur spilað þar af hefur hann skoraði 23 mörk í 19 leikjum í Meistaradeildinni og er kominn með 13 mörk í 11 leikjum í þýsku deildinni á þessari leiktíð. Guillem Balague hjá BBC segir að Laporta sé ekki að ljúga um það að Barcelona geti barist um Haaland í sumar. „Barcelona þarf að losna við það að borga nokkra háa launaseðla og losa sig við stóra leikmenn en þetta er möguleiki og þeir trúa því að það sé hægt. Laporta er að selja vongóða framtíð,“ sagði Guillem Balague á BBC Radio 5 Live. Barcelona er að ganga frá láni frá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs um 1,5 miljarða evra sem eiga að fara í að endurbyggja Nývang og umhverfi hans en þeir skulda bankanum þegar 595 milljónir evra. Eitthvað af peningnum fer í að borga upp 1,3 milljarða evra skuld félagsins. „Hvernig fara þeir að þessu? Jú þeir losa sig við fullt af leikmönnum. Philippe Coutinho, Samuel Umtiti, Sergino Dest, Clement Lenglet, Frenkie de Jong, Martin Braithwaite, Oscar Mingueza og Luuk de Jong eru allir til sölu og um leið og þeir selja þá er möguleiki á að kaupa aðra í staðinn. Þetta er flókið en ekki ómögulegt,“ sagði Balague. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Sjá meira
Guillem Balague, einn helsti sérfræðingur breska ríkisútvarpsins í spænska fótboltanum, segir að Barcelona geti fundið peninga til að kaupa norska framherjann Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund. Barcelona skuldar meira en milljarð evra og þrátt fyrir að hafa keypt Ferran Torres frá Manchester City fyrir 46,3 milljónir punda á dögunum þá hefur félaginu enn ekki tekist að skrá hann inn vegna fjárhagsvandræða sinni. Despite Barcelona's debt, Borussia Dortmund's striker Erling Braut Haaland could join the side in the summer In full #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 7, 2022 Hvernig á Barcelona þá að geta keypt Haaland eða einhverja aðra af þeim leikmönnum sem þarf til að koma Barcelona liðinu aftur í hóp þeirra bestu í heimi? Samningur Erling Braut Haaland við Dortmund er þannig að félög geta keypt hann upp fyrir 75 milljónir evra í sumar en að sama skapi heimtar umboðsmaður hans ofurlaun, fyrir fram greiðslu og engin smá þjónustulaun fyrir sjálfan sig. Joan Laporta, forseti Barcelona, lofaði stuðningsmönnum félagsins og öðrum um það Barcelona gæti nú farið að berjast um bestu knattspyrnumenn heims á ný. Þeir eru fáir meira spennandi en hinn 21 árs gamli Erling Braut Haaland sem hefur raðað inn mörkum hvar sem hann hefur spilað þar af hefur hann skoraði 23 mörk í 19 leikjum í Meistaradeildinni og er kominn með 13 mörk í 11 leikjum í þýsku deildinni á þessari leiktíð. Guillem Balague hjá BBC segir að Laporta sé ekki að ljúga um það að Barcelona geti barist um Haaland í sumar. „Barcelona þarf að losna við það að borga nokkra háa launaseðla og losa sig við stóra leikmenn en þetta er möguleiki og þeir trúa því að það sé hægt. Laporta er að selja vongóða framtíð,“ sagði Guillem Balague á BBC Radio 5 Live. Barcelona er að ganga frá láni frá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs um 1,5 miljarða evra sem eiga að fara í að endurbyggja Nývang og umhverfi hans en þeir skulda bankanum þegar 595 milljónir evra. Eitthvað af peningnum fer í að borga upp 1,3 milljarða evra skuld félagsins. „Hvernig fara þeir að þessu? Jú þeir losa sig við fullt af leikmönnum. Philippe Coutinho, Samuel Umtiti, Sergino Dest, Clement Lenglet, Frenkie de Jong, Martin Braithwaite, Oscar Mingueza og Luuk de Jong eru allir til sölu og um leið og þeir selja þá er möguleiki á að kaupa aðra í staðinn. Þetta er flókið en ekki ómögulegt,“ sagði Balague.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Sjá meira