Unnusti leikmanns Þróttar í sumar á góða möguleika á að slá virt met í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2022 16:01 Dani Rhodes fagnar til vinstri marki með Þrótti í sumar og T.J. Watt fagnar til hærri einni leikstjórnandafellu sinni. Samsett/Hulda Margrét og AP T.J. Watt hefur átt frábært tímabil með Pittsburgh Steelers og eftir magnaða frammistöðu í sigri Steelers á Cleveland Browns á mánudagskvöldið er hann kominn í dauðafæri að eignast eitt virtasta metið í NFL-deildinni. Það vita kannski ekki allir en T.J. Watt er unnusti Dani Rhodes, bandarísku knattspyrnukonunnar sem spilaði með Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta síðasta sumar. Rhodes skoraði 4 mörk í 10 leikjum í deild og bikar en Þróttur náði þriðja sætinu í deildinni og komst alla leið í bikarúrslitaleikinn. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Áður en Dani Rhodes flaug til Íslands í sumar þá bað T.J. Watt hana að giftast sér og hún sagði já. Metið sem Watt er kominn í skotfæri við eru metið yfir flestar leikstjórnendafellur á einu tímabili. Watt náði fjórum fellum í sigrinum á Browns og er því kominn með 21,5 leikstjórnendafellur á tímabilinu. Here are all of the sacks this year registered by T.J. Watt #Steelers pic.twitter.com/Ay62w3bI2R— Steelers Depot 7 (@Steelersdepot) January 7, 2022 Metið hefur verið í eigu Michael Strahan undanfarin tuttugu ár en hann náði 22,5 fellum á 2001 tímabilinu. Það merkilega við árangur Watt er að hann er búinn að ná þessu í aðeins fjórtán leikjum. Hann missti nefnilega úr tvo leiki vegna meiðsla. Lokaleikur Watt verður á móti Baltimore Ravens um helgina, liði sem hefur gefið færi á sér á tímabilinu. Tvær fellur standa á milli Watt og að eiga metið einn. Hann segist ekki endilega ætla að elta metið en miðað við stuðið á honum í síðasta leik þá er allt eins víst að það falli. View this post on Instagram A post shared by Dani Rhodes (@dani_rhodes15) NFL Þróttur Reykjavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Það vita kannski ekki allir en T.J. Watt er unnusti Dani Rhodes, bandarísku knattspyrnukonunnar sem spilaði með Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta síðasta sumar. Rhodes skoraði 4 mörk í 10 leikjum í deild og bikar en Þróttur náði þriðja sætinu í deildinni og komst alla leið í bikarúrslitaleikinn. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Áður en Dani Rhodes flaug til Íslands í sumar þá bað T.J. Watt hana að giftast sér og hún sagði já. Metið sem Watt er kominn í skotfæri við eru metið yfir flestar leikstjórnendafellur á einu tímabili. Watt náði fjórum fellum í sigrinum á Browns og er því kominn með 21,5 leikstjórnendafellur á tímabilinu. Here are all of the sacks this year registered by T.J. Watt #Steelers pic.twitter.com/Ay62w3bI2R— Steelers Depot 7 (@Steelersdepot) January 7, 2022 Metið hefur verið í eigu Michael Strahan undanfarin tuttugu ár en hann náði 22,5 fellum á 2001 tímabilinu. Það merkilega við árangur Watt er að hann er búinn að ná þessu í aðeins fjórtán leikjum. Hann missti nefnilega úr tvo leiki vegna meiðsla. Lokaleikur Watt verður á móti Baltimore Ravens um helgina, liði sem hefur gefið færi á sér á tímabilinu. Tvær fellur standa á milli Watt og að eiga metið einn. Hann segist ekki endilega ætla að elta metið en miðað við stuðið á honum í síðasta leik þá er allt eins víst að það falli. View this post on Instagram A post shared by Dani Rhodes (@dani_rhodes15)
NFL Þróttur Reykjavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira