Tuchel treystir því að Rüdiger skrifi undir nýjan samning Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. janúar 2022 10:00 Samningur Antonio Rüdiger við Chelsea rennur út í sumar. Mike Hewitt/Getty Images Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, virðist vera handviss um það að varnarmaður liðsins, Antonio Rüdiger, muni skrifa undir nýjan samning við félagið. Framtíð varnarmannsins hefur verið í lausu lofti síðustu mánuði og um tíð virtist það bara tímaspursmál hvenær Þjóðverjinn yrði kynntur sem nýr leikmaður Real Madrid á Spáni. Samningur hans við Chelsea rennur út í sumar og nú þegar félagsskiptaglugginn opnaði á fyrsta degi ársins mátti Rüdiger byrja viðræður við önnur félög. Rüdiger hefur verið lykilmaður í varnarleik Chelsea á tímabilinu, en þjálfari liðsins virðist telja það ólíklegt að hann sé á förum. „Málið er í góðum höndum af því að ég treysti klúbbnum 100 prósent og ber einnig traust til leikmanns míns, þannig að þetta er ekkert vandamál fyrir mig,“ sagði Tuchel. „Hann er náungi sem þarf að treysta þér, hann þarf að finna fyrir tengingu og trausti og hann vill finna það í mínútunum sem hann fær.“ „Ég held að Rüdiger sé ekki náungi sem þarf að spjalla oft við yfir kaffibolla eða sem þarf að hlúa sérstaklega að. Hann er algjör fagmaður og hann hefur sannað það. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og enn hefur ekkert breyst - viðræðurnar standa yfir.“ Rüdiger á að baki 49 leiki fyrir þýska landsliðið, en síðan hann gekk til liðs við Chelsea árið 2017 hefur hann unnið FA bikarinn tvisvar, Evrópudeildina og Meistaradeildina. 🗣 "If I take him for a lot of coffees maybe that pushes him out." 🤣Thomas Tuchel says keeping Antonio Rudiger will be based on trust and he says the contract talks are in good hands pic.twitter.com/7sp5axvwn9— Football Daily (@footballdaily) January 7, 2022 Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Sjá meira
Framtíð varnarmannsins hefur verið í lausu lofti síðustu mánuði og um tíð virtist það bara tímaspursmál hvenær Þjóðverjinn yrði kynntur sem nýr leikmaður Real Madrid á Spáni. Samningur hans við Chelsea rennur út í sumar og nú þegar félagsskiptaglugginn opnaði á fyrsta degi ársins mátti Rüdiger byrja viðræður við önnur félög. Rüdiger hefur verið lykilmaður í varnarleik Chelsea á tímabilinu, en þjálfari liðsins virðist telja það ólíklegt að hann sé á förum. „Málið er í góðum höndum af því að ég treysti klúbbnum 100 prósent og ber einnig traust til leikmanns míns, þannig að þetta er ekkert vandamál fyrir mig,“ sagði Tuchel. „Hann er náungi sem þarf að treysta þér, hann þarf að finna fyrir tengingu og trausti og hann vill finna það í mínútunum sem hann fær.“ „Ég held að Rüdiger sé ekki náungi sem þarf að spjalla oft við yfir kaffibolla eða sem þarf að hlúa sérstaklega að. Hann er algjör fagmaður og hann hefur sannað það. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og enn hefur ekkert breyst - viðræðurnar standa yfir.“ Rüdiger á að baki 49 leiki fyrir þýska landsliðið, en síðan hann gekk til liðs við Chelsea árið 2017 hefur hann unnið FA bikarinn tvisvar, Evrópudeildina og Meistaradeildina. 🗣 "If I take him for a lot of coffees maybe that pushes him out." 🤣Thomas Tuchel says keeping Antonio Rudiger will be based on trust and he says the contract talks are in good hands pic.twitter.com/7sp5axvwn9— Football Daily (@footballdaily) January 7, 2022
Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Sjá meira