Þolendur kynferðisofbeldis þurfi sams konar vernd og uppljóstrarar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2022 12:54 Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri samtakanna Transparency International. Vísir Stjórn Íslandsdeildar samtakanna Transparency International óskar eftir sams konar vernd fyrir þolendur kynferðisofbeldis og við á um uppljóstrara, eftir að fimm þjóðþekktir menn stigu til hliðar í vikunni í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot. Hún var hröð atburðarásin í liðinni viku þegar mennirnir ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir hinnar 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu um fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við þann fimmta. Vítalía sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur sem Edda Falak stjórnar fyrr í vikunni. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, segir að samfélagsleg staða gerenda í kynferðisbrotamálum, eins og samfélagstengingar og áhrifanet, hafi áhrif á líðan brotaþola og getu til að leita réttar síns. „Það er mjög þekkt í spillingarfræðum og baráttu gegn spillingu að vald og ásýnd valds hefur auðvitað mjög mikil áhrif. Í þessum málum, og kannski sérstaklega þessu máli, þá segir Vítalía í viðtalinu og talar um hvernig völd og tengsl og netið í kringum þessa menn hefur haft áhrif á hennar baráttu,“ segir Atli. Brotin eðlisólík en árásirnar þær sömu Atli Þór segir að þrátt fyrir að brotin séu eðlisólík séu árásirnar sem uppljóstrar verði fyrir að mörgu leyti keimlíkar þeim sem þolendur kynferðisofbeldis verða fyrir: „Uppljóstrarar þurfa sérstaka vernd gagnvart þessum árásum og tilraunum til að grafa undan þeim og annað slíkt þá leiðir það einfaldlega af sér að brotaþolar í þessum málaflokki þurfa þessa vernd.“ Einn þeirra manna sem hafa verið til umræðu í tengslum við málið er Logi Bergmann fjölmiðlamaður. Logi birti færslu á Facebook í kjölfar ásakananna og sagðist saklaus, en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks. Fjölmargir „líkuðu við færsluna,“ meðal annars Áslaug Arna vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Það er rosalega auðvelta að segja: Læk getur þýtt hitt og þetta en það vita það allir sem starfa í fjölmiðlum eða í stjórnmálum að svona yfirlýsingar á netinu um svona mál, og þá sérstaklega þegar fólk er að berjast fyrir sinni hlið, eru liðsöfnun,“ segir Atli og bætir við að það sé ekki eðlilegt að fólk í áhrifastöðum læki við sams konar færslur eins og þar var gert. Kerfisbundið vantraust á meðferð kynferðisbrota Atli segir kerfisbundið vantraust á meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu og að óraunhæfar kröfur séu reglulega settar á þolendur í slíkum málum. „Samlíkingar við dómstóla götunnar og yfirlætisfullir frasar um sakleysi uns sekt sé sönnuð,“ séu einfaldlega ekki þau viðbrögð sem nú þarf. „Raunin er sú að fæst þessi mál ná til dómstóla, það er erfitt að kæra og það er oft skilningsleysi á því hvers eðlis þessi brot eru. Þegar fólk upplifir það, þá leitar það næstu leiða. Ef við viljum að þessi mál fari fyrir dómstóla en séu ekki leyst á samfélagsmiðlum, þá þurfum við auðvitað að sjá til þess að kerfið sé sanngjarnt,“ segir Atli Þór MeToo Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Hún var hröð atburðarásin í liðinni viku þegar mennirnir ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir hinnar 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu um fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við þann fimmta. Vítalía sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur sem Edda Falak stjórnar fyrr í vikunni. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, segir að samfélagsleg staða gerenda í kynferðisbrotamálum, eins og samfélagstengingar og áhrifanet, hafi áhrif á líðan brotaþola og getu til að leita réttar síns. „Það er mjög þekkt í spillingarfræðum og baráttu gegn spillingu að vald og ásýnd valds hefur auðvitað mjög mikil áhrif. Í þessum málum, og kannski sérstaklega þessu máli, þá segir Vítalía í viðtalinu og talar um hvernig völd og tengsl og netið í kringum þessa menn hefur haft áhrif á hennar baráttu,“ segir Atli. Brotin eðlisólík en árásirnar þær sömu Atli Þór segir að þrátt fyrir að brotin séu eðlisólík séu árásirnar sem uppljóstrar verði fyrir að mörgu leyti keimlíkar þeim sem þolendur kynferðisofbeldis verða fyrir: „Uppljóstrarar þurfa sérstaka vernd gagnvart þessum árásum og tilraunum til að grafa undan þeim og annað slíkt þá leiðir það einfaldlega af sér að brotaþolar í þessum málaflokki þurfa þessa vernd.“ Einn þeirra manna sem hafa verið til umræðu í tengslum við málið er Logi Bergmann fjölmiðlamaður. Logi birti færslu á Facebook í kjölfar ásakananna og sagðist saklaus, en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks. Fjölmargir „líkuðu við færsluna,“ meðal annars Áslaug Arna vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Það er rosalega auðvelta að segja: Læk getur þýtt hitt og þetta en það vita það allir sem starfa í fjölmiðlum eða í stjórnmálum að svona yfirlýsingar á netinu um svona mál, og þá sérstaklega þegar fólk er að berjast fyrir sinni hlið, eru liðsöfnun,“ segir Atli og bætir við að það sé ekki eðlilegt að fólk í áhrifastöðum læki við sams konar færslur eins og þar var gert. Kerfisbundið vantraust á meðferð kynferðisbrota Atli segir kerfisbundið vantraust á meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu og að óraunhæfar kröfur séu reglulega settar á þolendur í slíkum málum. „Samlíkingar við dómstóla götunnar og yfirlætisfullir frasar um sakleysi uns sekt sé sönnuð,“ séu einfaldlega ekki þau viðbrögð sem nú þarf. „Raunin er sú að fæst þessi mál ná til dómstóla, það er erfitt að kæra og það er oft skilningsleysi á því hvers eðlis þessi brot eru. Þegar fólk upplifir það, þá leitar það næstu leiða. Ef við viljum að þessi mál fari fyrir dómstóla en séu ekki leyst á samfélagsmiðlum, þá þurfum við auðvitað að sjá til þess að kerfið sé sanngjarnt,“ segir Atli Þór
MeToo Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29
Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06
Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47
Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23
Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10