Skólastjórnendur upplifi bréf Arnars Þórs sem hótun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2022 20:15 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. vísir/helena Skólastjórnendur upplifa kröfu varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að þeir verði kallaðir til ábyrgðar vegna bólusetninga barna, sem hótun, að sögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Um sé að ræða hræðsluáróður sem ekki eigi að taka mark á. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómari sem nú er í forsvari fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi, sendi skólastjórnendum bréf í vikunni þar sem hann gagnrýnir bólusetningar barna. Hann segir í bréfinu að starfsfólk skóla megi ekki taka þátt í að börn séu gerð að ógn og að ekki megi firra sig ábyrgð með vísan til fákunnáttu. Bólusetningar stríði gegn siðareglum kennara og viðtakendur beðnir um að undirrita bréfið með vísan til faglegrar og siðferðislegrar ábyrgðar sinnar í þessu samhengi, líkt og það er orðað í bréfinu. Ómaklegt að beina þessu að stjórnendum „Ég veit að margir stjórnendur upplifa þetta sem hótun til sín og ég hefði talið öllu nær að beina sjónum að þeim sem bera ábyrgð og taka þessar ákvarðanir,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Það séu heilbrigðisyfirvöld, heilsugæsla og sveitarstjórnir sem ákveði hvort og hvar bólusetningar barna fari fram en ekki skólastjórnendur eða starfsfólk skólanna. Þarna sé að ákveðnu leyti um hræðsluáróður að ræða. „Mér finnst þetta ómaklega gert að beina spjótum að okkar ágætu stjórnendum sem svo sannarlega hafa staðið i ströngu núna á öllu Covid-tímabilinu og þurfa að fá þessa sendingu til viðbótar,“ segir Helgi. Skólastarfsmenn beri ekki ábyrgðina Arnar Þór segir í bréfi sínu að bóluefnin séu ekki fullrannsökuð og að börn eigi að njóta vafans. Helgi segir að engar ákvarðanir séu teknar nema með öll gögn til hliðsjónar. „Þungamiðjan í hinni vísindalegu aðferð er efinn. Og menn stökkva ekki af stað fyrr en búið að rannsaka og rannsaka aftur. Þórólfur hefur verið sérstaklega varkár með þetta, varkár í yfirlýsingum þangað til hann er búinn að safna niðurstöðum rannsóknar víða að og þar til hann tekur ákvörðun og kemur með sínar tillögur. Það má ekki gleyma því að það eru vísindin þarna að baki,“ segir Helgi. Sérðu einhverja ástæðu til að bregðast við þessu? „Mín áskorun til stjórnenda er bara að munið að það eru sveitarstjórnirnar sem bera ábyrgð á þessu og heilbrigðisyfirvöld, ekki þið,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Veltu upp ábyrgð kennara á bólusetningu barna í löngu bréfi Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. 8. janúar 2022 13:17 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómari sem nú er í forsvari fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi, sendi skólastjórnendum bréf í vikunni þar sem hann gagnrýnir bólusetningar barna. Hann segir í bréfinu að starfsfólk skóla megi ekki taka þátt í að börn séu gerð að ógn og að ekki megi firra sig ábyrgð með vísan til fákunnáttu. Bólusetningar stríði gegn siðareglum kennara og viðtakendur beðnir um að undirrita bréfið með vísan til faglegrar og siðferðislegrar ábyrgðar sinnar í þessu samhengi, líkt og það er orðað í bréfinu. Ómaklegt að beina þessu að stjórnendum „Ég veit að margir stjórnendur upplifa þetta sem hótun til sín og ég hefði talið öllu nær að beina sjónum að þeim sem bera ábyrgð og taka þessar ákvarðanir,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Það séu heilbrigðisyfirvöld, heilsugæsla og sveitarstjórnir sem ákveði hvort og hvar bólusetningar barna fari fram en ekki skólastjórnendur eða starfsfólk skólanna. Þarna sé að ákveðnu leyti um hræðsluáróður að ræða. „Mér finnst þetta ómaklega gert að beina spjótum að okkar ágætu stjórnendum sem svo sannarlega hafa staðið i ströngu núna á öllu Covid-tímabilinu og þurfa að fá þessa sendingu til viðbótar,“ segir Helgi. Skólastarfsmenn beri ekki ábyrgðina Arnar Þór segir í bréfi sínu að bóluefnin séu ekki fullrannsökuð og að börn eigi að njóta vafans. Helgi segir að engar ákvarðanir séu teknar nema með öll gögn til hliðsjónar. „Þungamiðjan í hinni vísindalegu aðferð er efinn. Og menn stökkva ekki af stað fyrr en búið að rannsaka og rannsaka aftur. Þórólfur hefur verið sérstaklega varkár með þetta, varkár í yfirlýsingum þangað til hann er búinn að safna niðurstöðum rannsóknar víða að og þar til hann tekur ákvörðun og kemur með sínar tillögur. Það má ekki gleyma því að það eru vísindin þarna að baki,“ segir Helgi. Sérðu einhverja ástæðu til að bregðast við þessu? „Mín áskorun til stjórnenda er bara að munið að það eru sveitarstjórnirnar sem bera ábyrgð á þessu og heilbrigðisyfirvöld, ekki þið,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Veltu upp ábyrgð kennara á bólusetningu barna í löngu bréfi Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. 8. janúar 2022 13:17 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Veltu upp ábyrgð kennara á bólusetningu barna í löngu bréfi Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. 8. janúar 2022 13:17