Enn versnar veðrið: Fleiri gular viðvaranir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2022 12:08 Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Veðurstofan Allt þangað til í morgun var útlit fyrir að lægð sem gengur yfir landið í kvöld myndi eingöngu láta til sín taka á suðvesturhorninu og Suðurlandi en nú er ljóst að fleiri landshlutar eru undir. Gular viðvaranir taka flestar gildi upp úr klukkan 21 eða síðar og eru í flestum landshlutum landsins. Vindur verður víðast hvar á bilinu 15-30 metrar á sekúndu og getur farið upp í 40 metra á sekúndu í hviðum. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir veðrið fljótt fara versnandi þegar kvölda tekur. „Það er vaxandi vindur núna í dag og þykknar upp, það verður kominn stormur eða rok hérna suðvestan til í kvöld með rigningu. Mjög hvasst undir Eyjafjöllunum og austur í Mýrdal, þar getur vindurinn farið upp í 28 metra á sekúndu. Svo færist veðrið smám saman norður yfir landið í nótt. „Það má segja að nýja árið hafi byrjað með látum“ Það fer einnig að hvessa fyrir norðan og austan og svo gengur á með talsverðri rigningu og slyddu á Suðausturlandi og Austfjörðum og líklegt að það verði snjókoma eða hríð á fjallavegum á Austfjörðum. Veðrið gengur síðan niður í fyrramálið,“ segir Þorsteinn. Gera má ráð fyrir að einhverjir muni koma til með að eiga erfitt með svefn veðrið nær hámarki upp úr miðnætti suðvestanlands. Veðrið færist svo norður yfir land og nær hámarki þar milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Veðurfræðingur varar fólk við að vera á ferðinni. „Árið hefur byrjað með miklum lægðagangi og alls konar hvassviðri, stormur og rok. Þetta virðist vera svolítið bara í kortunum núna á næstunni og þetta er bara enn ein lægðin sem kemur núna í kvöld. Það má segja að nýja árið hafi byrjað með látum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir: Ekkert lát á vonskuveðri Gular viðvaranir taka gildi víðsvegar á landinu í dag en búist er við suðaustanstormi í nokkrum landshlutum. 9. janúar 2022 08:26 „Þetta er mjög öflug lægð“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið. 6. janúar 2022 00:01 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Gular viðvaranir taka flestar gildi upp úr klukkan 21 eða síðar og eru í flestum landshlutum landsins. Vindur verður víðast hvar á bilinu 15-30 metrar á sekúndu og getur farið upp í 40 metra á sekúndu í hviðum. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir veðrið fljótt fara versnandi þegar kvölda tekur. „Það er vaxandi vindur núna í dag og þykknar upp, það verður kominn stormur eða rok hérna suðvestan til í kvöld með rigningu. Mjög hvasst undir Eyjafjöllunum og austur í Mýrdal, þar getur vindurinn farið upp í 28 metra á sekúndu. Svo færist veðrið smám saman norður yfir landið í nótt. „Það má segja að nýja árið hafi byrjað með látum“ Það fer einnig að hvessa fyrir norðan og austan og svo gengur á með talsverðri rigningu og slyddu á Suðausturlandi og Austfjörðum og líklegt að það verði snjókoma eða hríð á fjallavegum á Austfjörðum. Veðrið gengur síðan niður í fyrramálið,“ segir Þorsteinn. Gera má ráð fyrir að einhverjir muni koma til með að eiga erfitt með svefn veðrið nær hámarki upp úr miðnætti suðvestanlands. Veðrið færist svo norður yfir land og nær hámarki þar milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Veðurfræðingur varar fólk við að vera á ferðinni. „Árið hefur byrjað með miklum lægðagangi og alls konar hvassviðri, stormur og rok. Þetta virðist vera svolítið bara í kortunum núna á næstunni og þetta er bara enn ein lægðin sem kemur núna í kvöld. Það má segja að nýja árið hafi byrjað með látum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir: Ekkert lát á vonskuveðri Gular viðvaranir taka gildi víðsvegar á landinu í dag en búist er við suðaustanstormi í nokkrum landshlutum. 9. janúar 2022 08:26 „Þetta er mjög öflug lægð“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið. 6. janúar 2022 00:01 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Gular viðvaranir: Ekkert lát á vonskuveðri Gular viðvaranir taka gildi víðsvegar á landinu í dag en búist er við suðaustanstormi í nokkrum landshlutum. 9. janúar 2022 08:26
„Þetta er mjög öflug lægð“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið. 6. janúar 2022 00:01