„Það eru engin mannréttindi að vera í stjórnum fyrirtækja“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2022 16:07 Bryndís Haraldsdóttir, Andrés Ingi Jónsson og Bára Huld Beck. Bylgjan Bryndís Haraldsdóttir og Andrés Ingi Jónsson alþingismenn auk Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, voru í viðtali á Sprengisandi í morgun. Rætt var um afsagnir eða tímabundið leyfi nokkurra manna sem áttu sér stað í liðinni viku í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot. Bára segist hafa rannsakað málið síðan í október á síðasta ári en þá kom fyrst fram. Skjáskotum var deilt á samfélagsmiðlum en Bára segir að samfélagið virðist ekki hafa aðhafst neitt í kjölfarið. Hún hafi sent fyrirspurnir á þau fyrirtæki sem mennirnir tengjast en fátt hafi verið um svör. „Þau ætluðu í raun að bíða þetta af sér. Ef þetta færi í fjölmiðla ætluðu þau að bregðast við, ef þetta færi ekki í fjölmiðla ætluðu þau ekki að bregðast við,“ segir Bára og bætir við að þögnin hafi verið ærandi. Fyrirtækin hafi loks svarað en engin afstaða tekin til málanna með beinum hætti. Ekki mannréttindi að fá að spila fyrir landsliðið Bryndís Haraldsdóttir er sammála Báru og segir að eitthvað þurfi að breytast. Samfélagið verði að hlusta á þolendur og telur að málin séu vonandi að þróast í rétta átt og segir „svolítið stórt atriði“ að viðskiptalífið sé að bregðast við. Það þurfi að axla ábyrgð og nefnir endurskoðun heiðurslauna listamanna sem dæmi. „Það eru engin mannréttindi að vera í stjórnun fyrirtækja eða fá að spila fyrir landsliðið, eða vera heiðraður af Alþingi sem listamaður. Það eru ekki mannréttindi þannig að þú þarft að sýna fram á eitthvað meira en bara afrek þín á einhverju sviði þegar þú færð slíka sæmd,“ segir Bryndís. Hefðu átt að bregðast strax við Andrés Ingi alþingismaður segir ólíðandi að verið sé að setja þá kröfur á þolendur að þolendur verði að greina frá kynferðisofbeldi. Það hefði átt að duga þegar sagan kom fram í haust, það eigi ekki að setja þá kröfu á þolendur að þurfa að greina frá í sérstöku viðtali svo að samfélagið bregðist loks við. Frásögnin lá lengi fyrir og til dæmis fyrirtækin, sem mennirnir starfa eða störfuðu frá, hefðu átt að bregðast við strax þegar fregnir bárust af ásökununum. „Og Ísey ákvað að bara sjá hvort þetta yrði nokkuð að veseni og ef þetta yrði að veseni þá voru þau bara með aðgerðaráætlun til að hlutleysa þá áhættu. Og svo eru Festi, þetta er fyrirtæki sem stýrir fyrirtækjum sem eru öll að rebranda sig sem samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Það þarf ekki formlega kæru þegar þú ert að tala um brot á einhverjum siðareglum. Fyrirtæki sem er að þykjast vera í einhverri forystu þar eiga bara að gera betur,“ segir Andrés Ingi. Málaflokkurinn erfiður Þau eru sammála því að málaflokkurinn sé erfiður og mikilvægt að róttækar samfélagsbreytingar þurfi til. Þrátt fyrir að ótækt sé að gera þá kröfu á þolendur að greina opinberlega frá hræðilegu ofbeldi hafi aðstaðan í einhverjum tilfellum snúist við. Völdin eru þá hjá þolendum í stað þöggunarinnar sem áður ríkti. Samfélagsmiðlar séu þó tvíeggja sverð enda geti verið gríðarleg dómharka í garð þolenda. Eins góðir og þeir geti verið að veita þolendum röddd til að segja frá sinni reynslu er líka fólk sem dæmir þolendur alveg gríðarlega. „Til dæmis mátti sjá einhver leiðindakomment, út af því að hún var að halda við giftan mann, allt í einu var það orðinn rosa fókuspunktur í kommentakerfum. Sem kemur þessum málum bara ekkert við. Það er allt önnur umræða. Það getur verið mjög erfitt fyrir þolendur að sitja undir þessu,“ segir Bára. „Þetta eru ekki ómissandi menn“ Bára segist ekki skilja umræðuna um útilokunarmenningu eða slaufunarmenningu enda virðast margir meintir ofbeldismenn auðveldlega afturkvæmt. Það sé stundum einfaldlega eins og verið sé að tala um „strámann.“ „Ef þú ert eigandi eða stjórnandi í fyrirtæki þar sem einn af gaurunum í pottapartýinu er einhver millistjórnandi, þá hefurðu fulla ástæðu til að efast um dómgreind hans til að stýra fyrirtækinu. Það er alveg hægt að selja skyr til útlanda án þess að einhver maður sem er að áreita konur í heitapotti sé þar við stýrið. Þetta eru ekki ómissandi menn,“ segir Andrés Ingi. Hér er aðeins stiklað á stóru en viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Sprengisandur MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Bára segist hafa rannsakað málið síðan í október á síðasta ári en þá kom fyrst fram. Skjáskotum var deilt á samfélagsmiðlum en Bára segir að samfélagið virðist ekki hafa aðhafst neitt í kjölfarið. Hún hafi sent fyrirspurnir á þau fyrirtæki sem mennirnir tengjast en fátt hafi verið um svör. „Þau ætluðu í raun að bíða þetta af sér. Ef þetta færi í fjölmiðla ætluðu þau að bregðast við, ef þetta færi ekki í fjölmiðla ætluðu þau ekki að bregðast við,“ segir Bára og bætir við að þögnin hafi verið ærandi. Fyrirtækin hafi loks svarað en engin afstaða tekin til málanna með beinum hætti. Ekki mannréttindi að fá að spila fyrir landsliðið Bryndís Haraldsdóttir er sammála Báru og segir að eitthvað þurfi að breytast. Samfélagið verði að hlusta á þolendur og telur að málin séu vonandi að þróast í rétta átt og segir „svolítið stórt atriði“ að viðskiptalífið sé að bregðast við. Það þurfi að axla ábyrgð og nefnir endurskoðun heiðurslauna listamanna sem dæmi. „Það eru engin mannréttindi að vera í stjórnun fyrirtækja eða fá að spila fyrir landsliðið, eða vera heiðraður af Alþingi sem listamaður. Það eru ekki mannréttindi þannig að þú þarft að sýna fram á eitthvað meira en bara afrek þín á einhverju sviði þegar þú færð slíka sæmd,“ segir Bryndís. Hefðu átt að bregðast strax við Andrés Ingi alþingismaður segir ólíðandi að verið sé að setja þá kröfur á þolendur að þolendur verði að greina frá kynferðisofbeldi. Það hefði átt að duga þegar sagan kom fram í haust, það eigi ekki að setja þá kröfu á þolendur að þurfa að greina frá í sérstöku viðtali svo að samfélagið bregðist loks við. Frásögnin lá lengi fyrir og til dæmis fyrirtækin, sem mennirnir starfa eða störfuðu frá, hefðu átt að bregðast við strax þegar fregnir bárust af ásökununum. „Og Ísey ákvað að bara sjá hvort þetta yrði nokkuð að veseni og ef þetta yrði að veseni þá voru þau bara með aðgerðaráætlun til að hlutleysa þá áhættu. Og svo eru Festi, þetta er fyrirtæki sem stýrir fyrirtækjum sem eru öll að rebranda sig sem samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Það þarf ekki formlega kæru þegar þú ert að tala um brot á einhverjum siðareglum. Fyrirtæki sem er að þykjast vera í einhverri forystu þar eiga bara að gera betur,“ segir Andrés Ingi. Málaflokkurinn erfiður Þau eru sammála því að málaflokkurinn sé erfiður og mikilvægt að róttækar samfélagsbreytingar þurfi til. Þrátt fyrir að ótækt sé að gera þá kröfu á þolendur að greina opinberlega frá hræðilegu ofbeldi hafi aðstaðan í einhverjum tilfellum snúist við. Völdin eru þá hjá þolendum í stað þöggunarinnar sem áður ríkti. Samfélagsmiðlar séu þó tvíeggja sverð enda geti verið gríðarleg dómharka í garð þolenda. Eins góðir og þeir geti verið að veita þolendum röddd til að segja frá sinni reynslu er líka fólk sem dæmir þolendur alveg gríðarlega. „Til dæmis mátti sjá einhver leiðindakomment, út af því að hún var að halda við giftan mann, allt í einu var það orðinn rosa fókuspunktur í kommentakerfum. Sem kemur þessum málum bara ekkert við. Það er allt önnur umræða. Það getur verið mjög erfitt fyrir þolendur að sitja undir þessu,“ segir Bára. „Þetta eru ekki ómissandi menn“ Bára segist ekki skilja umræðuna um útilokunarmenningu eða slaufunarmenningu enda virðast margir meintir ofbeldismenn auðveldlega afturkvæmt. Það sé stundum einfaldlega eins og verið sé að tala um „strámann.“ „Ef þú ert eigandi eða stjórnandi í fyrirtæki þar sem einn af gaurunum í pottapartýinu er einhver millistjórnandi, þá hefurðu fulla ástæðu til að efast um dómgreind hans til að stýra fyrirtækinu. Það er alveg hægt að selja skyr til útlanda án þess að einhver maður sem er að áreita konur í heitapotti sé þar við stýrið. Þetta eru ekki ómissandi menn,“ segir Andrés Ingi. Hér er aðeins stiklað á stóru en viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Sprengisandur MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira