Kláraði viðskiptin fyrir utan eftir að hann æsti sig vegna grímuskyldu Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2022 19:01 Málið var leyst á staðnum og fékk maðurinn sínar vörur. Vísir/Vilhelm Óskað var eftir aðstoð lögreglu í ónefndri verslun í Reykjavík í dag þegar viðskiptavinur neitaði að bera andlitsgrímu inn í verslunarhúsnæðinu. Maðurinn sinnti ekki tilmælum starfsmanna og stóð fyrir utan verslunina þegar lögregla kom á staðinn. „Þetta var maður af erlendu bergi brotinn sem gat framvísað vottorði frá sínu heimalandi um að út af hans líkamsástandi þá sé hann undanþegin grímuskyldu,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Starfsfólk verslunarinnar aðstoðaði svo manninn við að klára viðskiptin á meðan hann beið utandyra. „Þetta var bara leyst og flott hjá starfsfólkinu að klára málið. Það er afskaplega sjaldgæft að fólk sé með svona vottorð og fæstir hafa séð hvernig þau líta út. Þegar menn framvísa einhverju sem menn hafa aldrei séð þá eru þeir kannski ekki alveg með það á hreinu hvað á að gera.“ Fyrirtæki þurfi ekki að veita undantekningu Ásgeir segir að þó einstaklingur geti framvísað gildum skjölum um undanþágu frá grímuskyldu þá sé það undir versluninni komið hvort þeir fái að koma þangað inn. „Þeir eru alveg með forræðið á því hvaða reglur gilda þar innandyra. Ef það væri grímuskylda á almannafæri þá gætir þú framvísað svona vottorði en ef það eru reglur fyrirtækisins sem segja að það sé grímuskylda án undantekninga þá bara er það svoleiðis.“ Ásgeir segir það afar sjaldgæft að aðilar óski eftir aðstoð lögreglu við að framfylgja grímuskyldu. „Það var einhver æsingur þarna aðeins í byrjun en þegar það var búið að vinda ofan af þessu þá skildu menn bara sáttir og það voru engir eftirmálar. Verslunin fékk viðskiptin, kúnninn fékk vörurnar og það var engin kæra svo þetta var bara eins og best verður á kosið,“ segir Ásgeir Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
„Þetta var maður af erlendu bergi brotinn sem gat framvísað vottorði frá sínu heimalandi um að út af hans líkamsástandi þá sé hann undanþegin grímuskyldu,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Starfsfólk verslunarinnar aðstoðaði svo manninn við að klára viðskiptin á meðan hann beið utandyra. „Þetta var bara leyst og flott hjá starfsfólkinu að klára málið. Það er afskaplega sjaldgæft að fólk sé með svona vottorð og fæstir hafa séð hvernig þau líta út. Þegar menn framvísa einhverju sem menn hafa aldrei séð þá eru þeir kannski ekki alveg með það á hreinu hvað á að gera.“ Fyrirtæki þurfi ekki að veita undantekningu Ásgeir segir að þó einstaklingur geti framvísað gildum skjölum um undanþágu frá grímuskyldu þá sé það undir versluninni komið hvort þeir fái að koma þangað inn. „Þeir eru alveg með forræðið á því hvaða reglur gilda þar innandyra. Ef það væri grímuskylda á almannafæri þá gætir þú framvísað svona vottorði en ef það eru reglur fyrirtækisins sem segja að það sé grímuskylda án undantekninga þá bara er það svoleiðis.“ Ásgeir segir það afar sjaldgæft að aðilar óski eftir aðstoð lögreglu við að framfylgja grímuskyldu. „Það var einhver æsingur þarna aðeins í byrjun en þegar það var búið að vinda ofan af þessu þá skildu menn bara sáttir og það voru engir eftirmálar. Verslunin fékk viðskiptin, kúnninn fékk vörurnar og það var engin kæra svo þetta var bara eins og best verður á kosið,“ segir Ásgeir Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira