Lélegasta lið NFL kom í veg fyir að Colts færi í úrslitakeppnina: Þessi lið mætast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 08:31 Josh Jacobs og félagar í Las Vegas Raiders liðinu tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í síðasta leik deildarkeppninnar í nótt. AP/David Becker Það var mjög mikil dramatík á lokadegi deildarkeppni NFL-deildarinnar og úrslitin réðust ekki fyrr en tveimur sekúndum fyrir lok framlengingar í síðasta leiknum. Þrjú sæti í úrslitakeppninni voru laus fyrir lokadaginn en eins og voru lið að berjast um sæti inn í úrslitakeppnina. Síðustu þrjú liðin til að fá að keppa um titilinn í ár voru Las Vegas Raiders, Pittsburgh Steelers og San Francisco 49ers. Meistararnir í Tampa Bay Buccaneers gátu líka verið sáttir með gang mála því stórsigur þeirra á Carolina Panthers og önnur úrslit þýddu að þeir enduðu í öðru sæti í Þjóðardeildinni. Los Angeles Rams og Arizona Cardinals töpuðu bæði sínum leikjum. Las Vegas Raiders tryggði sér og Pittsburgh Steelers síðustu tvö sætin í úrslitakeppni Ameríkudeildarinnar með því að vinna Los Angeles Chargers 35-32 í lokaleik dagsins. Hefðu Raiders og Chargers gert jafntefli í þessum leik þá hefðu bæði liðin komist áfram á kostnað Steelers. CHRIS BOSWELL FOR THE WIN IN OVERTIME! #HereWeGo pic.twitter.com/07xZL67eiK— NFL (@NFL) January 9, 2022 Pittsburgh Steelers gerði sitt með 16-13 sigri á Baltimore Ravens í öðrum framlengdum leik en leikmenn Steelers þurftu síðan að fylgjast spenntir með fyrir framan skjáinn eftir því að leikur Raiders og Chargers endaði ekki með jafntefli. DANIEL CARLSON FOR THE WIN.What a way to end the 2021 season! #LACvsLV #RaiderNation pic.twitter.com/LpERrW7WQ6— NFL (@NFL) January 10, 2022 Los Angeles Chargers náði að tryggja sér framlengingu rétt fyrir lok venjulegs leiktíma og bæði lið skoruðu vallarmark í framlengingunni þar til að Raiders fór upp völlinn í lokin og setti upp vallarmarkið þar sem Daniel Carlson skoraði af 47 jarda færi. San Francisco 49ers vann 27-24 sigur á Los Angeles Rams í framlengingu eftir að hafa lent 17-0 undir og það á útivelli. 49ers varð að vinna leikinn til að komast í úrslitakeppnina en Rams hafði tryggt sér sitt sæti. Eftir vallarmark San Francisco í framlengingu endaði leikurinn á því að Matthew Stafford, leikstjórnandi Rams, kastaði boltanum frá sér. GAME. @49ers are going to the #NFLPlayoffs! pic.twitter.com/ieq1C9zC3N— NFL (@NFL) January 10, 2022 Óvæntustu úrslit dagsins voru þó án efa sigur Jacksonville Jaguars á Indianapolis Colts. Jaguars hefur verið í tómu tjóni allt tímabilið og er með versta árangurinn í deildinni. Það bjuggust því allir við sigri Colts sem þurfti að vinna leikinn til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Annað kom á daginn því Jaguars yfirspilaði lið Colts og vann 26-11 sigur. Leikmönnum Indianapolis Colts tókst því að klúðra hlutunum sem gaf öðrum liðum tækifæri á að komast í úrslitakeppnina. Þetta tap mun örugglega fara í sögubækurnar sem eitt mesta klúður allra tíma á lokadegi tímabilsins. Jaguars vann þennan leik og hefði með því átt að missa fyrsta valréttinn í nýliðavalinu en heldur honum þar sem Detroit Lions vann topplið Green Bay Packers 37-30 á sama tíma. Sá leikur skipti engu mál fyrir Packers liðið sem var búið að tryggja sér efsta sætið í Þjóðardeildinni. Efsta liðið í hvorri deild situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Tennessee Titans var efst í Ameríkudeildinni. Hér fyrir neðan má sjá hvernig fyrsta umferð úrslitakeppninnar lítur út um komandi helgi. Hún hefst með leik Cincinnati Bengals og Las Vegas Raiders á laugardaginn en fyrsta umferðin klárast núna í fyrsta sinn á mánudagskvöldi. The 2021 #NFLPlayoffs are set! pic.twitter.com/Bv3d34ALBL— NFL (@NFL) January 10, 2022 Úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2022: Þjóðardeildin Sunnudagur 16. janúar Klukkan 18.00 Tampa Bay Buccaneers (2) - Philadelphia Eagles (7) Sunnudagur 16. janúar - Klukkan 21.30 Dallas Cowboys (3) - San Francisco 49ers (6) Mánudagur 17. janúar - Klukkan 01.15 (eftir miðnætti) Los Angeles Rams (4) - Arizona Cardinals (5) Ameríkudeildin Laugardagur 15. janúar - Klukkan 21.30 Cincinnati Bengals (4) - Las Vegas Raiders (5) Laugardagur 15. janúar - Klukkan 01.15 (eftir miðnætti) Buffalo Bills (3) - New England Patriots (6) Sunnudagur 16. janúar - Klukkan 01.15 (eftir miðnætti) Kansas City Chiefs (2) - Pittsburgh Steelers (7) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þrjú sæti í úrslitakeppninni voru laus fyrir lokadaginn en eins og voru lið að berjast um sæti inn í úrslitakeppnina. Síðustu þrjú liðin til að fá að keppa um titilinn í ár voru Las Vegas Raiders, Pittsburgh Steelers og San Francisco 49ers. Meistararnir í Tampa Bay Buccaneers gátu líka verið sáttir með gang mála því stórsigur þeirra á Carolina Panthers og önnur úrslit þýddu að þeir enduðu í öðru sæti í Þjóðardeildinni. Los Angeles Rams og Arizona Cardinals töpuðu bæði sínum leikjum. Las Vegas Raiders tryggði sér og Pittsburgh Steelers síðustu tvö sætin í úrslitakeppni Ameríkudeildarinnar með því að vinna Los Angeles Chargers 35-32 í lokaleik dagsins. Hefðu Raiders og Chargers gert jafntefli í þessum leik þá hefðu bæði liðin komist áfram á kostnað Steelers. CHRIS BOSWELL FOR THE WIN IN OVERTIME! #HereWeGo pic.twitter.com/07xZL67eiK— NFL (@NFL) January 9, 2022 Pittsburgh Steelers gerði sitt með 16-13 sigri á Baltimore Ravens í öðrum framlengdum leik en leikmenn Steelers þurftu síðan að fylgjast spenntir með fyrir framan skjáinn eftir því að leikur Raiders og Chargers endaði ekki með jafntefli. DANIEL CARLSON FOR THE WIN.What a way to end the 2021 season! #LACvsLV #RaiderNation pic.twitter.com/LpERrW7WQ6— NFL (@NFL) January 10, 2022 Los Angeles Chargers náði að tryggja sér framlengingu rétt fyrir lok venjulegs leiktíma og bæði lið skoruðu vallarmark í framlengingunni þar til að Raiders fór upp völlinn í lokin og setti upp vallarmarkið þar sem Daniel Carlson skoraði af 47 jarda færi. San Francisco 49ers vann 27-24 sigur á Los Angeles Rams í framlengingu eftir að hafa lent 17-0 undir og það á útivelli. 49ers varð að vinna leikinn til að komast í úrslitakeppnina en Rams hafði tryggt sér sitt sæti. Eftir vallarmark San Francisco í framlengingu endaði leikurinn á því að Matthew Stafford, leikstjórnandi Rams, kastaði boltanum frá sér. GAME. @49ers are going to the #NFLPlayoffs! pic.twitter.com/ieq1C9zC3N— NFL (@NFL) January 10, 2022 Óvæntustu úrslit dagsins voru þó án efa sigur Jacksonville Jaguars á Indianapolis Colts. Jaguars hefur verið í tómu tjóni allt tímabilið og er með versta árangurinn í deildinni. Það bjuggust því allir við sigri Colts sem þurfti að vinna leikinn til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Annað kom á daginn því Jaguars yfirspilaði lið Colts og vann 26-11 sigur. Leikmönnum Indianapolis Colts tókst því að klúðra hlutunum sem gaf öðrum liðum tækifæri á að komast í úrslitakeppnina. Þetta tap mun örugglega fara í sögubækurnar sem eitt mesta klúður allra tíma á lokadegi tímabilsins. Jaguars vann þennan leik og hefði með því átt að missa fyrsta valréttinn í nýliðavalinu en heldur honum þar sem Detroit Lions vann topplið Green Bay Packers 37-30 á sama tíma. Sá leikur skipti engu mál fyrir Packers liðið sem var búið að tryggja sér efsta sætið í Þjóðardeildinni. Efsta liðið í hvorri deild situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Tennessee Titans var efst í Ameríkudeildinni. Hér fyrir neðan má sjá hvernig fyrsta umferð úrslitakeppninnar lítur út um komandi helgi. Hún hefst með leik Cincinnati Bengals og Las Vegas Raiders á laugardaginn en fyrsta umferðin klárast núna í fyrsta sinn á mánudagskvöldi. The 2021 #NFLPlayoffs are set! pic.twitter.com/Bv3d34ALBL— NFL (@NFL) January 10, 2022 Úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2022: Þjóðardeildin Sunnudagur 16. janúar Klukkan 18.00 Tampa Bay Buccaneers (2) - Philadelphia Eagles (7) Sunnudagur 16. janúar - Klukkan 21.30 Dallas Cowboys (3) - San Francisco 49ers (6) Mánudagur 17. janúar - Klukkan 01.15 (eftir miðnætti) Los Angeles Rams (4) - Arizona Cardinals (5) Ameríkudeildin Laugardagur 15. janúar - Klukkan 21.30 Cincinnati Bengals (4) - Las Vegas Raiders (5) Laugardagur 15. janúar - Klukkan 01.15 (eftir miðnætti) Buffalo Bills (3) - New England Patriots (6) Sunnudagur 16. janúar - Klukkan 01.15 (eftir miðnætti) Kansas City Chiefs (2) - Pittsburgh Steelers (7) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
Úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2022: Þjóðardeildin Sunnudagur 16. janúar Klukkan 18.00 Tampa Bay Buccaneers (2) - Philadelphia Eagles (7) Sunnudagur 16. janúar - Klukkan 21.30 Dallas Cowboys (3) - San Francisco 49ers (6) Mánudagur 17. janúar - Klukkan 01.15 (eftir miðnætti) Los Angeles Rams (4) - Arizona Cardinals (5) Ameríkudeildin Laugardagur 15. janúar - Klukkan 21.30 Cincinnati Bengals (4) - Las Vegas Raiders (5) Laugardagur 15. janúar - Klukkan 01.15 (eftir miðnætti) Buffalo Bills (3) - New England Patriots (6) Sunnudagur 16. janúar - Klukkan 01.15 (eftir miðnætti) Kansas City Chiefs (2) - Pittsburgh Steelers (7)
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð