Strákur fæddur sex mánuðum fyrir hrun skoraði fyrir úrvalsdeildarlið Leiknis R. Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 10:30 Leiknismenn byrja undirbúningstímabilið á því að gefa kornungum leikmanni tækifæri og hann nýtt það vel. Vísir/Hulda Margrét Leiknismenn unnu góðan sigur á HK í Fótbolta.net mótinu um helgina en það var kannski einn markaskorari liðsins sem vakti mesta athygli á þessum leik. Sá heitir Karan Gurung og skoraði fjórða og síðasta mark Leiksins átta mínútum fyrir leikslok eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Daníel Finns Matthíasson hafði skorað tvívegis í þessum 4-0 sigri en fyrsta markið var sjálfsmark markvarðar HK. Það hefði þótt sögulegt bara að senda Karan Gurung inn á völlinn, hvað þá að hann skildi síðan skora mark. Karan Gurung er nefnilega fæddur 21. mars 2008 eða aðeins sex mánuðum fyrir Bankahrunið á Íslandi. Hann heldur því ekki upp á fjórtán ára afmælið sitt fyrr en eftir rúma tvo mánuði. Strákur fæddur árið 2008 á skotskónum fyrir Leikni https://t.co/5Vtro3GbJ4— Fótbolti.net (@Fotboltinet) January 9, 2022 Þetta var auðvitað æfingamót en það verður fróðlegt að sjá hvort þessi efnilegi fótboltamaður fái að spila alvöru leiki á þessu tímabili. Leiknisliðið spilar í úrvalsdeildinni sem hét áður Pepsi Max deildin en mun væntanlega fá nýtt nafn á næstu mánuðum. Metið yfir yngsta leikmann efstu deildar karla frá upphafi á Eyjamaðurinn Eyþór Orri Ómarsson sem var bara 14 ára, 10 mánaða og 26 daga þegar hann kom fyrst við sögu hjá ÍBV í júnímánuði 2018. Leiknismenn eiga sjötta yngsta leikmanninn en Sævar Atli Magnússon var 15 ára, 3 mánaða og 17 daga í sínum fyrsta leik með Leikni í úrvalsdeildinni í október 2015. Sá yngsti til að skora mark í efstu deild er Eiður Smári Guðjohnsen sem var bara 15 ára, 8 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði fyrir Valsmenn í maímánuði 1994. Karan Gurung verður bara 14 ára og 30 daga þegar Leiknismenn spila sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni á komandi sumri sem verður á móti KA á útivelli í apríl. Til þess að slá aldursmet Eyþór Orra þá þarf Karan Gurung „bara“ að spila sinn fyrsta leik í efstu á næsta tímabili og á því munu Leiknismenn spila 27 leiki. Leiknir Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Sá heitir Karan Gurung og skoraði fjórða og síðasta mark Leiksins átta mínútum fyrir leikslok eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Daníel Finns Matthíasson hafði skorað tvívegis í þessum 4-0 sigri en fyrsta markið var sjálfsmark markvarðar HK. Það hefði þótt sögulegt bara að senda Karan Gurung inn á völlinn, hvað þá að hann skildi síðan skora mark. Karan Gurung er nefnilega fæddur 21. mars 2008 eða aðeins sex mánuðum fyrir Bankahrunið á Íslandi. Hann heldur því ekki upp á fjórtán ára afmælið sitt fyrr en eftir rúma tvo mánuði. Strákur fæddur árið 2008 á skotskónum fyrir Leikni https://t.co/5Vtro3GbJ4— Fótbolti.net (@Fotboltinet) January 9, 2022 Þetta var auðvitað æfingamót en það verður fróðlegt að sjá hvort þessi efnilegi fótboltamaður fái að spila alvöru leiki á þessu tímabili. Leiknisliðið spilar í úrvalsdeildinni sem hét áður Pepsi Max deildin en mun væntanlega fá nýtt nafn á næstu mánuðum. Metið yfir yngsta leikmann efstu deildar karla frá upphafi á Eyjamaðurinn Eyþór Orri Ómarsson sem var bara 14 ára, 10 mánaða og 26 daga þegar hann kom fyrst við sögu hjá ÍBV í júnímánuði 2018. Leiknismenn eiga sjötta yngsta leikmanninn en Sævar Atli Magnússon var 15 ára, 3 mánaða og 17 daga í sínum fyrsta leik með Leikni í úrvalsdeildinni í október 2015. Sá yngsti til að skora mark í efstu deild er Eiður Smári Guðjohnsen sem var bara 15 ára, 8 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði fyrir Valsmenn í maímánuði 1994. Karan Gurung verður bara 14 ára og 30 daga þegar Leiknismenn spila sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni á komandi sumri sem verður á móti KA á útivelli í apríl. Til þess að slá aldursmet Eyþór Orra þá þarf Karan Gurung „bara“ að spila sinn fyrsta leik í efstu á næsta tímabili og á því munu Leiknismenn spila 27 leiki.
Leiknir Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira