Brady neitaði að koma af velli fyrr en Gronk hafði tryggt sér 130 milljóna bónus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 14:01 Liðsfélagarnir og vinirnir Tom Brady og Rob Gronkowski hjá Tampa Bay Buccaneers Getty/Jared C. Tilton Leikmenn í NFL-deildinni fá margir hverjir bónusgreiðslur tengdum afrekum þeirra inn á vellinum og ekki síst leikmenn sem eru að koma til baka eftir meiðsli eða að byrja aftur að spila. Einn af þeim leikmönnum sem uppskar slíkan bónus í NFL-deildinni í lokaumferðinni um helgina var innherjinn Rob Gronkowski hjá meisturum Tampa Bay Buccaneers. Gronkowski og leikstjórnandinn Tom Brady eru miklir og góðir félagar og hafa unnið marga titla saman bæði hjá Tampa Bay Buccaneers og New England Patriots. Fyrir lokaleikinn á tímabilinu á móti Carolina Panthers þá átti Gronk möguleika á tveimur bónusum sem hver um sig gaf honum fimm hundruð þúsund dollara í aðra hönd. Annar þeirra var að ná ákveðnum mörgum gripnum sendingum og hinn að ná ákveðnum mörgum jördum eftir að hafa gripið sendingu. Gronkowski vantaði sjö gripna bolta og 85 jarda í leiknum í gær. Tampa Bay byrjaði leikinn ekki alltof vel en snéri svo vörn í sókn og hafði talsverða yfirburði. Bucs lðið vann leikinn á endanum 41-17. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Þá er venjan að hvíla mikilvæga menn eins og leikstjórnendur enda sigurinn í höfn og stutt í úrslitakeppni. Brady var þó ekki á því að fara af velli áður en Gronkowski hafði tryggt sér sína bónusa. Myndavélarnar sáu Brady taka hjálminn sinn og segja við þjálfara liðsins að hann ætti enn eftir verk að vinna. Gronk endaði leikinn með sjö gripna bolta fyrir 137 jördum. Hann fékk því auka eina milljón Bandaríkjadala í bónus sem eru um 130 milljónir íslenskra króna. Það fylgir sögunni að Tom Brady setti nýtt persónulegt met í sendingum fyrir jördum en þessi mikli sigurvegari er 44 ára gamall og er enn að bæta sinn leik. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Sjá meira
Einn af þeim leikmönnum sem uppskar slíkan bónus í NFL-deildinni í lokaumferðinni um helgina var innherjinn Rob Gronkowski hjá meisturum Tampa Bay Buccaneers. Gronkowski og leikstjórnandinn Tom Brady eru miklir og góðir félagar og hafa unnið marga titla saman bæði hjá Tampa Bay Buccaneers og New England Patriots. Fyrir lokaleikinn á tímabilinu á móti Carolina Panthers þá átti Gronk möguleika á tveimur bónusum sem hver um sig gaf honum fimm hundruð þúsund dollara í aðra hönd. Annar þeirra var að ná ákveðnum mörgum gripnum sendingum og hinn að ná ákveðnum mörgum jördum eftir að hafa gripið sendingu. Gronkowski vantaði sjö gripna bolta og 85 jarda í leiknum í gær. Tampa Bay byrjaði leikinn ekki alltof vel en snéri svo vörn í sókn og hafði talsverða yfirburði. Bucs lðið vann leikinn á endanum 41-17. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Þá er venjan að hvíla mikilvæga menn eins og leikstjórnendur enda sigurinn í höfn og stutt í úrslitakeppni. Brady var þó ekki á því að fara af velli áður en Gronkowski hafði tryggt sér sína bónusa. Myndavélarnar sáu Brady taka hjálminn sinn og segja við þjálfara liðsins að hann ætti enn eftir verk að vinna. Gronk endaði leikinn með sjö gripna bolta fyrir 137 jördum. Hann fékk því auka eina milljón Bandaríkjadala í bónus sem eru um 130 milljónir íslenskra króna. Það fylgir sögunni að Tom Brady setti nýtt persónulegt met í sendingum fyrir jördum en þessi mikli sigurvegari er 44 ára gamall og er enn að bæta sinn leik. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Sjá meira