„Ég held að þetta geti orðið hörð barátta“ Snorri Másson skrifar 10. janúar 2022 11:59 Dagur B. Eggertsson vill verða borgarstjóri þriðja kjörtímabilið í röð. Vísir/Egill Dagur B. Eggertsson hefur setið lengur í borgarstjórn en nokkur annar sem situr þar nú. Hann hefur verið borgarfulltrúi í 20 ár og þar af átta ár borgarstjóri, og nú segist hann ekki geta hætt við hálfklárað verk. Varstu efins? „Ég hef alltaf gefið mér tíma til að velta því fyrir mér fyrir hverjar kosningar hvort ég eigi að halda áfram. Því mér finnst stjórnmálaþátttaka í eðli sínu vera tímabundið verkefni. Þannig að ég fór í gegnum þetta alveg frá grunni og ef ég hefði ekki skynjað ríkan stuðning eða þá efasemdir um að það væri þörf á minni reynslu og þeirri framtíðarsýn og ástríðu sem ég hef fyrir þessu, hefði ég ekki hikað við að láta gott heita. En ég ætla að taka slaginn,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hér má sjá viðtalið við borgarstjóra í heild: Meirihlutasamstarfið á kjörtímabilinu með Pírötum, Vinstri grænum og Viðreisn hafi gengið vel og fái það umboð til að sitja áfram sér Dagur fyrir sér að endurtaka leikinn. „Ég held að þetta geti orðið hörð barátta en ég býst við að hún verði líka stutt og snörp. Það er stutt frá Alþingiskosningum og kannski erum við að fara að sjá borgarstjórnarslag sem verður kannski fyrst og fremst eftir páska og fram á vor. En í mínum huga er kosningabarátta alltaf skemmtileg og spennandi.“ Eyþór Arnalds hyggst ekki halda áfram fyrir Sjálfstæðisflokk en Hildur Björnsdóttir sækist eftir því að verða oddviti. „Ég hef ákveðið að blanda mér ekkert í innanbúðarátök í Sjálfstæðisflokknum. Það er hins vegar ljóst að þetta verður sjöundi nýi oddvitinn sem ekki hefur farið í tvennar kosningar hjá sjálfstæðisflokknum nú í vor. Það verður bara að koma í ljós hver það verður. Mín ákvörðun snýst alla vega engan veginn um það, heldur framtíð borgarinnar,“ segir Dagur. Aðspurður segir Dagur heilsuna góða, en hann greindist með fylgigigt fyrir nokkrum árum. „Já, sem betur fer með hjálp læknavísindanna, þá er ég á mínum lyfjum. Það hefur gengið vel undanfarin ár. Þannig að það er bara hugur í mér. Fullur af orku,“ segir Dagur. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Varstu efins? „Ég hef alltaf gefið mér tíma til að velta því fyrir mér fyrir hverjar kosningar hvort ég eigi að halda áfram. Því mér finnst stjórnmálaþátttaka í eðli sínu vera tímabundið verkefni. Þannig að ég fór í gegnum þetta alveg frá grunni og ef ég hefði ekki skynjað ríkan stuðning eða þá efasemdir um að það væri þörf á minni reynslu og þeirri framtíðarsýn og ástríðu sem ég hef fyrir þessu, hefði ég ekki hikað við að láta gott heita. En ég ætla að taka slaginn,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hér má sjá viðtalið við borgarstjóra í heild: Meirihlutasamstarfið á kjörtímabilinu með Pírötum, Vinstri grænum og Viðreisn hafi gengið vel og fái það umboð til að sitja áfram sér Dagur fyrir sér að endurtaka leikinn. „Ég held að þetta geti orðið hörð barátta en ég býst við að hún verði líka stutt og snörp. Það er stutt frá Alþingiskosningum og kannski erum við að fara að sjá borgarstjórnarslag sem verður kannski fyrst og fremst eftir páska og fram á vor. En í mínum huga er kosningabarátta alltaf skemmtileg og spennandi.“ Eyþór Arnalds hyggst ekki halda áfram fyrir Sjálfstæðisflokk en Hildur Björnsdóttir sækist eftir því að verða oddviti. „Ég hef ákveðið að blanda mér ekkert í innanbúðarátök í Sjálfstæðisflokknum. Það er hins vegar ljóst að þetta verður sjöundi nýi oddvitinn sem ekki hefur farið í tvennar kosningar hjá sjálfstæðisflokknum nú í vor. Það verður bara að koma í ljós hver það verður. Mín ákvörðun snýst alla vega engan veginn um það, heldur framtíð borgarinnar,“ segir Dagur. Aðspurður segir Dagur heilsuna góða, en hann greindist með fylgigigt fyrir nokkrum árum. „Já, sem betur fer með hjálp læknavísindanna, þá er ég á mínum lyfjum. Það hefur gengið vel undanfarin ár. Þannig að það er bara hugur í mér. Fullur af orku,“ segir Dagur.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18