Sóttvarnareglubrjótar og heimilisátök á Suðurlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2022 12:38 Það var af nógum verkefnum að taka í umferðinni á Suðurlandi síðustu viku. Vísir/Vilhelm Tvö mál komu upp í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi þar sem aðilar sem áttu að vera í einangrun vegna Covid-19 eru grunaðir um að hafa virt þá skyldu að vettugi. Málin eru bæði komin á borð ákærusviðs. Þá eru til rannsóknar tvö mál er varða ágreining milli skyldra eða tengdra aðila. Annað varðar „minniháttar“ líkamsárás milli feðga en bæði mál virðast snerta börn undir lögaldri þar sem unnið er með barnaverndaryfirvöldum. Í tilkynningu lögreglunnar um verkefni vikunnar segir að tveir einstaklingar hafi verið handteknir á Selfossi um helgina grunaðir um að standa að dreifingu fíkniefna. Leitað var í bifreið þeirra og á heimili annars og fannst nokkuð af fíkniefnum og fjármunum. Annar játaði að um væri að ræða afrakstur fíkniefnasölu. Tólf umferðarslys voru tilkynnt lögreglu og þrjú slys þar sem fólk féll og slasaðist. Einn ökumaður var kærður fyrir að flytja beltagröfu sem var breiðari en heimilt er í almennri umferð á palli bifreiðar, án þess að hafa aflað sér undanþágu. Annar ökumaður var sektaður um 40 þúsund krónur fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar. Nítján voru kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu. Einn sem grunaður var um akstur undir áhrifum reyndi að koma sér undan sök með því að færa sig í aftursæti bifreiðar sinnar en hann játaði þegar runnið var af honum. Annar missti stjórn á bifreið sinni í Hveradalabrekku og lenti utan í vegriði. Þá velti ökumaður bifreið á Suðurlandsvegi skammt frá Landvegamótum en sá er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna eða lyfja. Árborg Lögreglumál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þá eru til rannsóknar tvö mál er varða ágreining milli skyldra eða tengdra aðila. Annað varðar „minniháttar“ líkamsárás milli feðga en bæði mál virðast snerta börn undir lögaldri þar sem unnið er með barnaverndaryfirvöldum. Í tilkynningu lögreglunnar um verkefni vikunnar segir að tveir einstaklingar hafi verið handteknir á Selfossi um helgina grunaðir um að standa að dreifingu fíkniefna. Leitað var í bifreið þeirra og á heimili annars og fannst nokkuð af fíkniefnum og fjármunum. Annar játaði að um væri að ræða afrakstur fíkniefnasölu. Tólf umferðarslys voru tilkynnt lögreglu og þrjú slys þar sem fólk féll og slasaðist. Einn ökumaður var kærður fyrir að flytja beltagröfu sem var breiðari en heimilt er í almennri umferð á palli bifreiðar, án þess að hafa aflað sér undanþágu. Annar ökumaður var sektaður um 40 þúsund krónur fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar. Nítján voru kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu. Einn sem grunaður var um akstur undir áhrifum reyndi að koma sér undan sök með því að færa sig í aftursæti bifreiðar sinnar en hann játaði þegar runnið var af honum. Annar missti stjórn á bifreið sinni í Hveradalabrekku og lenti utan í vegriði. Þá velti ökumaður bifreið á Suðurlandsvegi skammt frá Landvegamótum en sá er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna eða lyfja.
Árborg Lögreglumál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira