Sigursteinn telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mála Hreggviðs Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2022 12:38 Sigursteinn Másson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem að í yfirlýsingum fyrirtækis Hreggviðs hafi nafn síns félags verið notað en ekki fullt nafn viðkomandi félags sem sé villandi og og skaðlegt. Sigursteinn Másson kvikmyndagerðarmaður með meiru telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mála sem snúa að Hreggviði Jónssyni. Þetta er vegna sama nafns á tveimur óskildum fyrirtækjum: Veritas ehf og Veritas Capital en hér er um tvennt ólíkt að ræða. Sigursteinn sendi frá sér yfirlýsingu í nafni Veritas ehf nú um hádegisbil þar sem segir að allir helstu fjölmiðlar landsins hafi fjallað um það, föstudaginn 6. janúar og dagana á eftir; „að Hreggviður Jónsson stjórnarformaður Veritas hefði ákveðið að segja af sér stjórnarformennsku og segja sig sömuleiðis úr stjórnum fyrirtækja tengdum Veritas. Ástæðan var sögð ásökun um kynferðisbrot sem kom fram í hlaðvarpsþætti og áður á samfélagsmiðlum. Í tilkynningu hans sagðist hann stíga til hliðar úr stjórn Veritas og tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi,“ segir í yfirlýsingu Sigursteins. Sigursteinn kominn með lögmann í málið En hér stendur hnífur í kúnni því fyrirtæki sem nefnt er Veritas í yfirlýsingunni, og síðan margsinnis í fjölmiðlum, var stofnað árið 2002 og heitir réttu nafni Veritas Capital. „Veritas ehf var stofnað snemma árs 1996, sex árum áður en Veritas Capital, og var fyrsta verkefni Veritas að framleiða heimildaþættina Aðför að lögum, um hin svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmál sem frumsýndir voru í Ríkissjónvarpinu vorið 1997. Bæði í fréttaflutningi sem og í yfirlýsingum aðila hefur nafn míns félags verið notað en ekki fullt nafn viðkomandi félags sem er villandi og er það tilefni þessarar yfirlýsingar,“ segir í yfirlýsingunni. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir þetta vissulega einstakt mál, hann man ekki eftir sambærilegum málum í svipinn en nú sé verið að meta það tjón sem Sigursteinn telur sig hafa orðið fyrir vegna þessa nafnabrengls.Vísir/Vilhelm Sigursteinn hefur fengið lögmann til að reka þetta mál en það er Sævar Þór Jónsson lögmann. Hann segir þetta skrítna stöðu fyrir Sigurstein að vera í. „Þetta snýr að því að hann er í samningaviðræðum um ákveðin verkefni en í þær hafa komið babb í bát eftir þennan fréttaflutning. Það er ekki nægjanleg aðgreining á þessum fyrirtækjum,“ segir Sævar. Verið að meta tjónið Fyrir jól hófust samingaviðræður milli þessara fyrirtækja að Veritas Capital myndi leysa nafnið til sín en vegna þessarar tengingar hefur komið upp ruglingur milli þessara fyrirtækja, því oftast er bara talað um Veritas, að sögn Sævars. „Sem er allt annað félag. Og sérstaklega í tengslum við þennan fréttaflutning varðandi þetta mál þá hefur það valdið slíkum ruglingi varðandi samningaviðræður varðandi frekari verkefni. Skiljanlegt að hann vilji losna frá nafninu og um það snúast þessar samingaviðræður. Hann telur sig hafa orðið fyrir tjóni og það er verið að meta það,“ segir Sævar Þór. Höfundarréttur Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Sigursteinn sendi frá sér yfirlýsingu í nafni Veritas ehf nú um hádegisbil þar sem segir að allir helstu fjölmiðlar landsins hafi fjallað um það, föstudaginn 6. janúar og dagana á eftir; „að Hreggviður Jónsson stjórnarformaður Veritas hefði ákveðið að segja af sér stjórnarformennsku og segja sig sömuleiðis úr stjórnum fyrirtækja tengdum Veritas. Ástæðan var sögð ásökun um kynferðisbrot sem kom fram í hlaðvarpsþætti og áður á samfélagsmiðlum. Í tilkynningu hans sagðist hann stíga til hliðar úr stjórn Veritas og tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi,“ segir í yfirlýsingu Sigursteins. Sigursteinn kominn með lögmann í málið En hér stendur hnífur í kúnni því fyrirtæki sem nefnt er Veritas í yfirlýsingunni, og síðan margsinnis í fjölmiðlum, var stofnað árið 2002 og heitir réttu nafni Veritas Capital. „Veritas ehf var stofnað snemma árs 1996, sex árum áður en Veritas Capital, og var fyrsta verkefni Veritas að framleiða heimildaþættina Aðför að lögum, um hin svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmál sem frumsýndir voru í Ríkissjónvarpinu vorið 1997. Bæði í fréttaflutningi sem og í yfirlýsingum aðila hefur nafn míns félags verið notað en ekki fullt nafn viðkomandi félags sem er villandi og er það tilefni þessarar yfirlýsingar,“ segir í yfirlýsingunni. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir þetta vissulega einstakt mál, hann man ekki eftir sambærilegum málum í svipinn en nú sé verið að meta það tjón sem Sigursteinn telur sig hafa orðið fyrir vegna þessa nafnabrengls.Vísir/Vilhelm Sigursteinn hefur fengið lögmann til að reka þetta mál en það er Sævar Þór Jónsson lögmann. Hann segir þetta skrítna stöðu fyrir Sigurstein að vera í. „Þetta snýr að því að hann er í samningaviðræðum um ákveðin verkefni en í þær hafa komið babb í bát eftir þennan fréttaflutning. Það er ekki nægjanleg aðgreining á þessum fyrirtækjum,“ segir Sævar. Verið að meta tjónið Fyrir jól hófust samingaviðræður milli þessara fyrirtækja að Veritas Capital myndi leysa nafnið til sín en vegna þessarar tengingar hefur komið upp ruglingur milli þessara fyrirtækja, því oftast er bara talað um Veritas, að sögn Sævars. „Sem er allt annað félag. Og sérstaklega í tengslum við þennan fréttaflutning varðandi þetta mál þá hefur það valdið slíkum ruglingi varðandi samningaviðræður varðandi frekari verkefni. Skiljanlegt að hann vilji losna frá nafninu og um það snúast þessar samingaviðræður. Hann telur sig hafa orðið fyrir tjóni og það er verið að meta það,“ segir Sævar Þór.
Höfundarréttur Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent