Þrír efstu á óskalista Arnars Þórs eru Íslendingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2022 13:01 Arnar Þór Viðarsson er í leit að aðstoðarmanni. vísir/vilhelm Þrír efstu á óskalista Arnars Þórs Viðarssonar yfir næsta aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru Íslendingar. Þeir eru allir í starfi sem stendur. Arnar leitar að aðstoðarmanni eftir að Eiður Smári Guðjohnsen hætti í síðasta mánuði. Davíð Snorri Jónasson og Ólafur Ingi Skúlason, þjálfarar U-21 og U-19 ára landsliða karla, verða Arnari til aðstoðar í vináttulandsleikjunum gegn Úganda og Suður-Kóreu í þessari viku. Í samtali við Vísi í síðustu viku sagði Arnar að gengið yrði frá ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara skömmu eftir leikina. Á blaðamannafundi í dag var Arnar spurður út í stöðuna á ráðningarferli nýs aðstoðarþjálfara. „Þrír efstu á blaði eru Íslendingar. Mér finnst best fyrir íslenska landsliðið og KSÍ að vera með íslenskan aðstoðarþjálfara, helst aðila sem er búsettur á Íslandi. Ég er ekki hundrað prósent af tímanum á Íslandi þó ég sé mikið þar. Mér og mínum yfirmönnum hefur fundist réttast að fara þá leið. Strax eftir leikina förum við í það að reyna að klára þau mál,“ sagði Arnar. Undanfarinn áratug eða svo hefur aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins verið í fullu starfi og engin breyting verður þar á núna að sögn Arnars. Hann hefur nokkuð fastmótaðar hugmyndir um hvernig mann hann vill fá í starfið. „Það sem ég vil er að vinna með fólki sem ég get treyst. Mann sem þekkir ekki bara íslenska knattspyrnu heldur einnig umhverfið, hefur reynslu í landsliðsumhverfi. Ef það er aðili með mikla reynslu og eldri gæti það verið plús en aldurinn er samt ekki svo mikilvægur,“ sagði Arnar. Ísland mætir Úganda á miðvikudaginn og Suður-Kóreu á laugardaginn. Leikirnir verða báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport. KSÍ Þjóðadeild UEFA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Arnar leitar að aðstoðarmanni eftir að Eiður Smári Guðjohnsen hætti í síðasta mánuði. Davíð Snorri Jónasson og Ólafur Ingi Skúlason, þjálfarar U-21 og U-19 ára landsliða karla, verða Arnari til aðstoðar í vináttulandsleikjunum gegn Úganda og Suður-Kóreu í þessari viku. Í samtali við Vísi í síðustu viku sagði Arnar að gengið yrði frá ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara skömmu eftir leikina. Á blaðamannafundi í dag var Arnar spurður út í stöðuna á ráðningarferli nýs aðstoðarþjálfara. „Þrír efstu á blaði eru Íslendingar. Mér finnst best fyrir íslenska landsliðið og KSÍ að vera með íslenskan aðstoðarþjálfara, helst aðila sem er búsettur á Íslandi. Ég er ekki hundrað prósent af tímanum á Íslandi þó ég sé mikið þar. Mér og mínum yfirmönnum hefur fundist réttast að fara þá leið. Strax eftir leikina förum við í það að reyna að klára þau mál,“ sagði Arnar. Undanfarinn áratug eða svo hefur aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins verið í fullu starfi og engin breyting verður þar á núna að sögn Arnars. Hann hefur nokkuð fastmótaðar hugmyndir um hvernig mann hann vill fá í starfið. „Það sem ég vil er að vinna með fólki sem ég get treyst. Mann sem þekkir ekki bara íslenska knattspyrnu heldur einnig umhverfið, hefur reynslu í landsliðsumhverfi. Ef það er aðili með mikla reynslu og eldri gæti það verið plús en aldurinn er samt ekki svo mikilvægur,“ sagði Arnar. Ísland mætir Úganda á miðvikudaginn og Suður-Kóreu á laugardaginn. Leikirnir verða báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport.
KSÍ Þjóðadeild UEFA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira