Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. janúar 2022 16:31 Sóttvarnalæknir safnar nú blóðsýnum í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. Íslensk erfðagreining hefur nú hafist handa við að kanna raunverulega útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu en sóttvarnalæknir safnar nú blóðsýnum í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og heilbrigðisstofnanir. Niðurstöðurnar úr mótefnamælingum verða síðan nýttar af sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. Um er að ræða svipaða rannsókn og Íslensk erfðagreining framkvæmdi í apríl 2020 þar sem í ljós kom að tvöfalt fleiri hefðu smitast af veirunni þá heldur en PCR-prófin höfðu náð að greina. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að í ljósi þess hve margir eru nú að greinast smitaðir sé mjög líklegt að fleiri séu að smitast en PCR prófin ná að greina. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók undir það „Það getur breytt miklu að sjá raunverulega hverjir hafa smitast af veirunni og hverjir ekki, hvað er það stórt hlutfall. Það getur hjálpað mjög mikið við að segja okkur hvað er í vændum, við hverju gætum við búist og þar fram eftir götunum, þannig það verður mjög hjálplegt hvað varðar sóttvarnaráðstafanir og útlit okkar á faraldurinn í framhaldinu, alveg klárlega,“ sagði Þórólfur. Einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins geta einnig tekið þátt Tekið verður slembiúrtak úr einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 18 til 78 ára en ráðgert er að safna sýnum frá um eitt þúsund einstaklingum. Munu þeir einstaklingar fá boð með sms skilaboðum um að gefa blóð í Þjónustumiðstöð rannsóknarvverkefna. Þá verða einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins sem fara í blóðprufu af öðrum ástæðum einnig beðnir um að leyfa töku viðbótarsýnis sem verður sent til ÍE til mótefnamælinga. „Með því að mæla mótefni gegn bæði kjarnapróteini og broddpróteini SARS-CoV-2 veirunnar má greina hvort einstaklingur hafi smitast af veirunni, þá hefur hann bæði mótefni gegn kjarnapróteini og broddpróteini, eða hvort hann hafi verið bólusettur en ekki smitast, þá hefur hann bara mótefni gegn broddpróteininu. Mótefni gegn broddpróteininu eru talin mikilvægust fyrir vernd gegn smiti og gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID-19,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Íslensk erfðagreining mun framkvæma mótefnamælingar og vinna úr niðurstöðunum með sóttvarnalækni en blóðprufur verða ekki notaðar í aðrar rannsóknir nema að fengnu upplýstu samþykki viðkomandi einstaklings. Sóttvarnarlæknir mun síðar upplýsa hvern og einn um sína niðurstöðu mótefna gegn broddpróteininu í gegnum Heilsuveru. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Tengdar fréttir 926 greindust innanlands í gær 926 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 170 greindust á landamærum. 10. janúar 2022 10:56 „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18 Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar. 9. janúar 2022 18:26 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Íslensk erfðagreining hefur nú hafist handa við að kanna raunverulega útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu en sóttvarnalæknir safnar nú blóðsýnum í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og heilbrigðisstofnanir. Niðurstöðurnar úr mótefnamælingum verða síðan nýttar af sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. Um er að ræða svipaða rannsókn og Íslensk erfðagreining framkvæmdi í apríl 2020 þar sem í ljós kom að tvöfalt fleiri hefðu smitast af veirunni þá heldur en PCR-prófin höfðu náð að greina. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að í ljósi þess hve margir eru nú að greinast smitaðir sé mjög líklegt að fleiri séu að smitast en PCR prófin ná að greina. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók undir það „Það getur breytt miklu að sjá raunverulega hverjir hafa smitast af veirunni og hverjir ekki, hvað er það stórt hlutfall. Það getur hjálpað mjög mikið við að segja okkur hvað er í vændum, við hverju gætum við búist og þar fram eftir götunum, þannig það verður mjög hjálplegt hvað varðar sóttvarnaráðstafanir og útlit okkar á faraldurinn í framhaldinu, alveg klárlega,“ sagði Þórólfur. Einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins geta einnig tekið þátt Tekið verður slembiúrtak úr einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 18 til 78 ára en ráðgert er að safna sýnum frá um eitt þúsund einstaklingum. Munu þeir einstaklingar fá boð með sms skilaboðum um að gefa blóð í Þjónustumiðstöð rannsóknarvverkefna. Þá verða einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins sem fara í blóðprufu af öðrum ástæðum einnig beðnir um að leyfa töku viðbótarsýnis sem verður sent til ÍE til mótefnamælinga. „Með því að mæla mótefni gegn bæði kjarnapróteini og broddpróteini SARS-CoV-2 veirunnar má greina hvort einstaklingur hafi smitast af veirunni, þá hefur hann bæði mótefni gegn kjarnapróteini og broddpróteini, eða hvort hann hafi verið bólusettur en ekki smitast, þá hefur hann bara mótefni gegn broddpróteininu. Mótefni gegn broddpróteininu eru talin mikilvægust fyrir vernd gegn smiti og gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID-19,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Íslensk erfðagreining mun framkvæma mótefnamælingar og vinna úr niðurstöðunum með sóttvarnalækni en blóðprufur verða ekki notaðar í aðrar rannsóknir nema að fengnu upplýstu samþykki viðkomandi einstaklings. Sóttvarnarlæknir mun síðar upplýsa hvern og einn um sína niðurstöðu mótefna gegn broddpróteininu í gegnum Heilsuveru.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Tengdar fréttir 926 greindust innanlands í gær 926 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 170 greindust á landamærum. 10. janúar 2022 10:56 „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18 Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar. 9. janúar 2022 18:26 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
926 greindust innanlands í gær 926 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 170 greindust á landamærum. 10. janúar 2022 10:56
„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18
Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar. 9. janúar 2022 18:26