Fyrrverandi Britney á skilorði vegna ofsókna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2022 17:52 Jason Alexander hefur verið dæmur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir ofsóknir. Vísir/Getty Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður poppstjörnunnar Britney Spears, hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofsóknir. Síðasta hálfa ár hefur verið mjög gott fyrir poppstjörnuna, sem losnaði úr heljargreipum föður síns í nóvember síðastliðnum en hann hafði þá farið með forræði yfir henni í tæp fjórtán ár. Annað virðist þó uppi á teningnum hjá Jason Alexander, fyrrverandi eiginmanni Britney. Glöggt Hollywood-áhugafólk man eflaust að Britney og Alexander voru í sambandi árið 2004 og giftu sig í Las Vegas eftir nokkurra mánaða samband. Hjónabandið varði þó ekki lengi en það var ógilt 55 klukkustundum síðar. Alexander hefur haldið því fram að teymið á bak við Britney hafi neytt þau til að skilja og komið í veg fyrir að þau gætu átt í samskiptum eftir sambandsslitin. Síðastliðið ár hefur greinilega reynst Alexander erfitt. Í janúar í fyrra var hann tekinn fyrir ölvunarakstur og fundust fíkniefni þar að auki í fórum hans. Þá var hann handtekinn fyrir að fara inn á öryggissvæði á flugvellinum í Nashville í ágúst. Nú hefur hann verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofsóknir. Samkvæmt lögregluembættinu í Franklin var hann handtekinn 30. desember og fluttur í fangelsið í Williamson héraði í Tennessee. Kim Helper, saksóknari í Williamson, segir í samtali við slúðurblaðið TMZ að hann hafi játað að hafa ofsótt konu en óvíst er hvernig þau þekkjast, ef þau gera það yfir höfuð. Alexander hefur komist að samkomulagi við saksóknara um refsingu. Hann má engin samskipti hafa við konuna og verður hann látinn gangast undir geðrænt mat og fíkniefnapróf af handahófi. Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Tengdar fréttir Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjórtán ár Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. 17. nóvember 2021 09:01 Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13 Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Síðasta hálfa ár hefur verið mjög gott fyrir poppstjörnuna, sem losnaði úr heljargreipum föður síns í nóvember síðastliðnum en hann hafði þá farið með forræði yfir henni í tæp fjórtán ár. Annað virðist þó uppi á teningnum hjá Jason Alexander, fyrrverandi eiginmanni Britney. Glöggt Hollywood-áhugafólk man eflaust að Britney og Alexander voru í sambandi árið 2004 og giftu sig í Las Vegas eftir nokkurra mánaða samband. Hjónabandið varði þó ekki lengi en það var ógilt 55 klukkustundum síðar. Alexander hefur haldið því fram að teymið á bak við Britney hafi neytt þau til að skilja og komið í veg fyrir að þau gætu átt í samskiptum eftir sambandsslitin. Síðastliðið ár hefur greinilega reynst Alexander erfitt. Í janúar í fyrra var hann tekinn fyrir ölvunarakstur og fundust fíkniefni þar að auki í fórum hans. Þá var hann handtekinn fyrir að fara inn á öryggissvæði á flugvellinum í Nashville í ágúst. Nú hefur hann verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofsóknir. Samkvæmt lögregluembættinu í Franklin var hann handtekinn 30. desember og fluttur í fangelsið í Williamson héraði í Tennessee. Kim Helper, saksóknari í Williamson, segir í samtali við slúðurblaðið TMZ að hann hafi játað að hafa ofsótt konu en óvíst er hvernig þau þekkjast, ef þau gera það yfir höfuð. Alexander hefur komist að samkomulagi við saksóknara um refsingu. Hann má engin samskipti hafa við konuna og verður hann látinn gangast undir geðrænt mat og fíkniefnapróf af handahófi.
Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Tengdar fréttir Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjórtán ár Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. 17. nóvember 2021 09:01 Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13 Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjórtán ár Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. 17. nóvember 2021 09:01
Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13
Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22