Vilja láta rannsaka frestunina á undanúrslitaleik Liverpool og Arsenal Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. janúar 2022 07:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, greindi frá því eftir sigur liðsins gegn Shrewsburi í FA bikarnum að öll jákvæði prófin nema eitt hefðu verið fölsk. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Enski deildarbikarinn heyrir undir Ensku deildarkeppnina, EFL, en nú hafa samtökunum borist kvartanir eftir að Liverpool fékk fyrri undanúrslitaleik sínum gegn Arsenal síðastliðinn fimmtudag frestað. Ástæða frestunarinnar var fjöldi kórónuveirusmita innan herbúða Liverpool, en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, segir að allar jákvæðu niðurstöðurnar nema ein hafi verið falskar. Samkvæmt heimildum The Athletic hafa samtökunum borist kvartanir frá nokkrum félögum innan samtakana og að EFL sé undir pressu að rannsaka hvað varð til þess að svo margir leikmenn Liverpool hafi greinst jákvæðir þegar þeir voru í raun neikvæðir. Þá er talið að þau félög sem hafa sent in kvartanir vilji fá að vita hvenær starfsfólk og leikmenn Liverpool hafi vitað að jákvæðu sýnin hafi í raun verið flest neikvæð. Hvort að það hafi verið áður en undanúrslitaleikurinn gegn Arsenal átti að fara fram, og þá hvort að liðið hefði í raun getað spilað leikinn. Mörg þeirra félaga sem hafa sent inn kvörtun eru verulega ósátt þar sem að beiðnum þeirra um frestanir vegna kórónuveirusmita innan herbúða liðanna hafi oft á tíðum verið hafnað. NEWS | The EFL is under pressure from some of its clubs to investigate the circumstances around the the #LFC vs #AFC postponement following Jurgen Klopp’s ‘false positives’ admission.More from @Simon_Hughes__ https://t.co/S3tCEHX5UJ— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 10, 2022 Þá segja heimildarmenn The Athletic einnig að leikmenn og starfsfólk Liverpool hafi farið í tvær sýnatökur fyrir leikinn gegn Arsenal. Sú fyrri var gerð með svokölluðum Lateral Flow Device (LFD) þar sem margir greindust jákvæðir, og sú síðari var gerð með PCR-prófum, en þar greindust einnig mörg jákvæð sýni. Þriðja sýnatakan sem var tekin eftir að leikurinn gegn Arsenal átti að fara fram hafi hins vegar sýnt fram á að aðeins einn leikmaður var með virkt smit. Samkvæmt bresku heilbrigðisstofnuninni NHS eru LFD prófin mjög nákvæm og gefa rétta niðurstöðu í 99,97 prósent tilfella. Líkurnar á því að fá tvö fölsk jákvæð próf í röð eru því nánast hverfandi. Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Ástæða frestunarinnar var fjöldi kórónuveirusmita innan herbúða Liverpool, en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, segir að allar jákvæðu niðurstöðurnar nema ein hafi verið falskar. Samkvæmt heimildum The Athletic hafa samtökunum borist kvartanir frá nokkrum félögum innan samtakana og að EFL sé undir pressu að rannsaka hvað varð til þess að svo margir leikmenn Liverpool hafi greinst jákvæðir þegar þeir voru í raun neikvæðir. Þá er talið að þau félög sem hafa sent in kvartanir vilji fá að vita hvenær starfsfólk og leikmenn Liverpool hafi vitað að jákvæðu sýnin hafi í raun verið flest neikvæð. Hvort að það hafi verið áður en undanúrslitaleikurinn gegn Arsenal átti að fara fram, og þá hvort að liðið hefði í raun getað spilað leikinn. Mörg þeirra félaga sem hafa sent inn kvörtun eru verulega ósátt þar sem að beiðnum þeirra um frestanir vegna kórónuveirusmita innan herbúða liðanna hafi oft á tíðum verið hafnað. NEWS | The EFL is under pressure from some of its clubs to investigate the circumstances around the the #LFC vs #AFC postponement following Jurgen Klopp’s ‘false positives’ admission.More from @Simon_Hughes__ https://t.co/S3tCEHX5UJ— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 10, 2022 Þá segja heimildarmenn The Athletic einnig að leikmenn og starfsfólk Liverpool hafi farið í tvær sýnatökur fyrir leikinn gegn Arsenal. Sú fyrri var gerð með svokölluðum Lateral Flow Device (LFD) þar sem margir greindust jákvæðir, og sú síðari var gerð með PCR-prófum, en þar greindust einnig mörg jákvæð sýni. Þriðja sýnatakan sem var tekin eftir að leikurinn gegn Arsenal átti að fara fram hafi hins vegar sýnt fram á að aðeins einn leikmaður var með virkt smit. Samkvæmt bresku heilbrigðisstofnuninni NHS eru LFD prófin mjög nákvæm og gefa rétta niðurstöðu í 99,97 prósent tilfella. Líkurnar á því að fá tvö fölsk jákvæð próf í röð eru því nánast hverfandi.
Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira