Gerrard: „Auðvelt að kenna óheppni og dómurum um“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. janúar 2022 23:31 Tvö mörk voru dæmd af Aston Villa í kvöld en Steven Gerrard segist ekki ætla að kenna dómurunum um tapið. Martin Rickett/PA Images via Getty Images Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, segist ekki ætla að kenna dómurum leiksins um tap sinna manna gegn Manchester United í FA bikarnum í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Manchester United eftir að tvö mörk voru dæmd af Aston Villa. Það síðara var nokkuð augljóslega rangstaða, en myndbandsdómarar, og svo síðar dómari leiksins, tóku sér góðan tíma í að skoða hvað gerðist í því fyrra. Fyrst var skoðað hvort að boltinn hafi haft viðkomu í Ollie Watkins á leið sinni til Danny Ings, en það hefði gert þann síðarnefnda rangstæðan. Þegar búið var að ganga úr skugga um að svo var ekki þurfti að athuga hvort að Jacob Ramsey hafi hindrað Edinson Cavani í leið sinni að boltanum. Ramsey stóð í rangstöðu og þegar búið vr að ákvarða að hann hafi haft áhrif á Cavani var markið að lokum dæmt af. Steven Gerrard var spurður út í atvikið eftir leik og hann byrjaði á því að spyrja til baka hversu langan tíma blaðamaðurinn hefði áður en hann svaraði spurningunni. „Hversu langan tíma höfum við?“ spurði Gerrar. „Dómararnir tóku sér þrjár og hálfa mínútu í að skoða þetta og þeir skoðuðu tvo eða þrjá hluti.“ Gerrard vildi þó ekki kenna dómurunum um tapið í kvöld. „Þegar VAR er á svæðinu og þeir taka ákvörðun með því þá verður þú bara að sætta þig við það. Það er ekkert sem þú getur gert til að breyta því. Það er auðvelt að kenna óheppni og dómurunum um, en við ælum ekki að gera það.“ Aston Villa tekur á móti United aftur um helgina og Gerrard segir að það sé gullið tækifæri til að koma til baka eftir þennan leik. „Það er pínu sérstakt að spila við sama liðið tvisvar á fimm eða sex dögum. Leikmennirnir hafa núna tækifæri til að snúa þessu við. Ég er viss um að mínir menn eru pirraðir. Þeir spiluðu vel og yfirspiluðu United stóran hluta leiksins en voru ekki verðlaunaðir fyrir frammistöðuna þannig að nú er tækifæri til að taka á móti þeim á Villa Park og snúa þessu við.“ „Ég er ekki vonsvikinn með frammistöðuna í kvöld. Ég er vonsvikinn með það að við höfum ekki nýtt færin okkar og fengið á okkur klaufalegt mark,“ sagði Gerrard að lokum. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Golf Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Leikurinn endaði með 1-0 sigri Manchester United eftir að tvö mörk voru dæmd af Aston Villa. Það síðara var nokkuð augljóslega rangstaða, en myndbandsdómarar, og svo síðar dómari leiksins, tóku sér góðan tíma í að skoða hvað gerðist í því fyrra. Fyrst var skoðað hvort að boltinn hafi haft viðkomu í Ollie Watkins á leið sinni til Danny Ings, en það hefði gert þann síðarnefnda rangstæðan. Þegar búið var að ganga úr skugga um að svo var ekki þurfti að athuga hvort að Jacob Ramsey hafi hindrað Edinson Cavani í leið sinni að boltanum. Ramsey stóð í rangstöðu og þegar búið vr að ákvarða að hann hafi haft áhrif á Cavani var markið að lokum dæmt af. Steven Gerrard var spurður út í atvikið eftir leik og hann byrjaði á því að spyrja til baka hversu langan tíma blaðamaðurinn hefði áður en hann svaraði spurningunni. „Hversu langan tíma höfum við?“ spurði Gerrar. „Dómararnir tóku sér þrjár og hálfa mínútu í að skoða þetta og þeir skoðuðu tvo eða þrjá hluti.“ Gerrard vildi þó ekki kenna dómurunum um tapið í kvöld. „Þegar VAR er á svæðinu og þeir taka ákvörðun með því þá verður þú bara að sætta þig við það. Það er ekkert sem þú getur gert til að breyta því. Það er auðvelt að kenna óheppni og dómurunum um, en við ælum ekki að gera það.“ Aston Villa tekur á móti United aftur um helgina og Gerrard segir að það sé gullið tækifæri til að koma til baka eftir þennan leik. „Það er pínu sérstakt að spila við sama liðið tvisvar á fimm eða sex dögum. Leikmennirnir hafa núna tækifæri til að snúa þessu við. Ég er viss um að mínir menn eru pirraðir. Þeir spiluðu vel og yfirspiluðu United stóran hluta leiksins en voru ekki verðlaunaðir fyrir frammistöðuna þannig að nú er tækifæri til að taka á móti þeim á Villa Park og snúa þessu við.“ „Ég er ekki vonsvikinn með frammistöðuna í kvöld. Ég er vonsvikinn með það að við höfum ekki nýtt færin okkar og fengið á okkur klaufalegt mark,“ sagði Gerrard að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Golf Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira