Bretar sem greinast jákvæðir í hraðprófi þurfa ekki lengur að fara í PCR próf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2022 10:27 Á Íslandi hafa þeir sem greinast jákvæðir í hrað- og heimaprófum verið skikkaðir til að fara í PCR-próf til að staðfesta niðurstöðuna. Getty/Danny Lawson Bretar með einkenni Covid-19 þurfa ekki lengur að gangast undir PCR próf eftir að hafa fengið jákvæða niðurstöðu úr hrað- eða heimaprófi. Bresk heilbrigðisyfirvöld segja breytinguna mega rekja til mikillar útbreiðslu og nákvæmni hraðprófanna. Yfirvöld vonast til þess að reglubreytingin verði meðal annars til þess að þeir sem eru með einkenni Covid-19 komist að í PCR-próf en margir hafa átt erfitt með að fá tíma eftir að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar kom af stað mikilli bylgju í samfélaginu. Samanlögð greiningargeta Breta eru um 800 þúsund á dag en 6. janúar síðastliðinn voru um það bil 698 þúsund próf framkvæmd og 613 þúsund próf 9. janúar. Þó hafa margir átt erfitt með að komast í próf en auk einstaklinga með einkenni hafa ýmsar starfstéttir verið skikkaðar í PCR-próf. Til dæmis hafa heilbrigðisstarfsmenn, starfsmenn í samgönguþjónustu og fleiri verið skikkaðir í reglulega sýnatöku. Í gær hófst síðan dagleg sýnataka hjá um það bil 100 þúsund starfsmönnum í mikilvægum störfum, svo sem í matvælaiðnaði og landamæragæslu. Um 218 þúsund greindust með Covid-19 á Bretlandseyjum fyrir viku síðan en 142 þúsund í gær. Samkvæmt breskum heilbrigðisyfirvöldum nema hraðprófin Covid-19 hjá meira en 80 prósent þeirra sem eru mikið smitandi. Af hverjum 10 þúsund prófum séu færri en þrjár ranglega jákvæðar niðurstöður. Þeir sem greinast jákvæðir í hraðprófi þurfa að einangra sig jafnvel þótt þeir sýni ekki einkenni. Þeir eru lausir úr einangrun ef þeir mælast neikvæðir í tveimur aðskildum prófum sem framkvæmd eru á dögum sex og sjö, með 24 klukkustunda millibili. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Yfirvöld vonast til þess að reglubreytingin verði meðal annars til þess að þeir sem eru með einkenni Covid-19 komist að í PCR-próf en margir hafa átt erfitt með að fá tíma eftir að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar kom af stað mikilli bylgju í samfélaginu. Samanlögð greiningargeta Breta eru um 800 þúsund á dag en 6. janúar síðastliðinn voru um það bil 698 þúsund próf framkvæmd og 613 þúsund próf 9. janúar. Þó hafa margir átt erfitt með að komast í próf en auk einstaklinga með einkenni hafa ýmsar starfstéttir verið skikkaðar í PCR-próf. Til dæmis hafa heilbrigðisstarfsmenn, starfsmenn í samgönguþjónustu og fleiri verið skikkaðir í reglulega sýnatöku. Í gær hófst síðan dagleg sýnataka hjá um það bil 100 þúsund starfsmönnum í mikilvægum störfum, svo sem í matvælaiðnaði og landamæragæslu. Um 218 þúsund greindust með Covid-19 á Bretlandseyjum fyrir viku síðan en 142 þúsund í gær. Samkvæmt breskum heilbrigðisyfirvöldum nema hraðprófin Covid-19 hjá meira en 80 prósent þeirra sem eru mikið smitandi. Af hverjum 10 þúsund prófum séu færri en þrjár ranglega jákvæðar niðurstöður. Þeir sem greinast jákvæðir í hraðprófi þurfa að einangra sig jafnvel þótt þeir sýni ekki einkenni. Þeir eru lausir úr einangrun ef þeir mælast neikvæðir í tveimur aðskildum prófum sem framkvæmd eru á dögum sex og sjö, með 24 klukkustunda millibili. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira