Sport

Hilmar Snær á sögulegt HM

Sindri Sverrisson skrifar
Hilmar Snær Örvarsson keppir fyrir Íslands hönd í brekknum í Noregi síðar í þessum mánuði.
Hilmar Snær Örvarsson keppir fyrir Íslands hönd í brekknum í Noregi síðar í þessum mánuði. hvatisport.is

Hilmar Snær Örvarsson verður eini fulltrúi Íslands á heimsmeistaramóti fatlaðra í skíðaíþróttum sem sett verður í Lillehammer í Noregi á morgun.

Mótið er sögulegt því í fyrsta sinn verður boðið upp á allar vetrargreinar fatlaðra á einu og sama heimsmeistaramótinu, samkvæmt frétt Íþróttasambands fatlaðra.

Hilmar verður í hópi tæplega 1.000 vetraríþróttamanna frá tæplega 50 löndum sem keppa á HM.

Hilmar keppir 19. janúar í stórsvigi og 21. janúar í svigi.

Mótið er um leið undirbúningur fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra sem fram fer 4.-13. mars í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×