Varaformaður Samfylkingarinnar vill annað sætið í Reykjavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2022 17:54 Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sækist eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Heiða skipaði annað sætið á lista Samfylkingarinnar í síðustu sveitarstjórnarkosningum á eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, sem hefur tilkynnt að hann muni gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hún tilkynnir þessa ákvörðun sína í færslu á Facebook og segir þar að Reykjavík sé stórkostleg borg á fleygiferð inn í framtíðina og sé því mikilvægt að „við“ villumst ekki af leið, höldum áfram að nútímavæða og byggja upp mannvæna og góða borg fyrir alla. „Við erum stödd í mesta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar þar sem verið er að fjölga alls konar íbúðum af því að fólk er allskonar. Við leggjum áherslu á hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk, félagslegt húsnæði og uppbyggingu leiguhúsnæðis sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða,“ skrifar Heiða í færslunni. Stefnan hafi verið sett á kolefnishlutlausa borg þar sem Borgarlínan verði megindrifkrafturinn, þar sem allir fái raunhæft val umvistvæna ferðamáta með aðgengilegum almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum. „Mannréttindi og velferðarmál þurfa að vera rauður þráður við stjórn borgarinnar, markmið okkar er að auka lífsgæði og lýðheilsu og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Við þurfum líka að klára uppbyggingu leikskólanna til að geta boðið öllum 12 til 18 mánaða börnum leikskólapláss og halda áfram að styrkja alla þjónustu við börn og barnafjölskyldur,“ skrifar Heiða. Hún segir þetta verða meginverkefni „Velferðarborgarinnar Reykjavíkur“ á næsta kjörtímabili og því mikilvægt að hennar mati að það verði undir traustri stjórn jafnaðarfólks. „Ég brenn fyrir samfélagi jafnaðar og jafnréttis, sjálfbærar þróunar og réttlætis, þar sem við öll getum átt gott og heilsusamlegt líf. Velferðarborgin Reykjavík er lykillinn að því að þannig samfélag fái að þróast og dafna á Íslandi. Að því vill ég áfram vinna,“ skrifar Heiða. „Ég óska því eftir stuðningi til að starfa áfram í forystusveit borgarstjórnar og býð mig fram í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.“ Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Tengdar fréttir Skúli vill þriðja sætið Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum. 11. janúar 2022 08:26 Stefnir í litla endurnýjun í forystu flokkanna í borginni Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri. 10. janúar 2022 22:34 Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Heiða skipaði annað sætið á lista Samfylkingarinnar í síðustu sveitarstjórnarkosningum á eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, sem hefur tilkynnt að hann muni gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hún tilkynnir þessa ákvörðun sína í færslu á Facebook og segir þar að Reykjavík sé stórkostleg borg á fleygiferð inn í framtíðina og sé því mikilvægt að „við“ villumst ekki af leið, höldum áfram að nútímavæða og byggja upp mannvæna og góða borg fyrir alla. „Við erum stödd í mesta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar þar sem verið er að fjölga alls konar íbúðum af því að fólk er allskonar. Við leggjum áherslu á hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk, félagslegt húsnæði og uppbyggingu leiguhúsnæðis sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða,“ skrifar Heiða í færslunni. Stefnan hafi verið sett á kolefnishlutlausa borg þar sem Borgarlínan verði megindrifkrafturinn, þar sem allir fái raunhæft val umvistvæna ferðamáta með aðgengilegum almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum. „Mannréttindi og velferðarmál þurfa að vera rauður þráður við stjórn borgarinnar, markmið okkar er að auka lífsgæði og lýðheilsu og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Við þurfum líka að klára uppbyggingu leikskólanna til að geta boðið öllum 12 til 18 mánaða börnum leikskólapláss og halda áfram að styrkja alla þjónustu við börn og barnafjölskyldur,“ skrifar Heiða. Hún segir þetta verða meginverkefni „Velferðarborgarinnar Reykjavíkur“ á næsta kjörtímabili og því mikilvægt að hennar mati að það verði undir traustri stjórn jafnaðarfólks. „Ég brenn fyrir samfélagi jafnaðar og jafnréttis, sjálfbærar þróunar og réttlætis, þar sem við öll getum átt gott og heilsusamlegt líf. Velferðarborgin Reykjavík er lykillinn að því að þannig samfélag fái að þróast og dafna á Íslandi. Að því vill ég áfram vinna,“ skrifar Heiða. „Ég óska því eftir stuðningi til að starfa áfram í forystusveit borgarstjórnar og býð mig fram í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.“
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Tengdar fréttir Skúli vill þriðja sætið Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum. 11. janúar 2022 08:26 Stefnir í litla endurnýjun í forystu flokkanna í borginni Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri. 10. janúar 2022 22:34 Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Skúli vill þriðja sætið Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum. 11. janúar 2022 08:26
Stefnir í litla endurnýjun í forystu flokkanna í borginni Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri. 10. janúar 2022 22:34
Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18