Svínshjartað marki tímamót en mögulega tímabundin lausn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2022 21:00 Svínshjarta var í fyrsta sinn í sögunni grætt í manneskju. Hjartaskurðlæknir segir aðgerðina marka tímamót í læknavísinunum en setur ákveðna varnagla við ígræðsluna sem gæti verið tímabundin lausn. Aðgerðin sem sést hér á skjánum er talin marka tímamót í læknavísindum. Ígræðslan var framkvæmd á föstudaginn en í gær var greint frá því að líðan sjúklingsins væri með ágætum. Ígræðslan er áhættusöm en líffæraþeginn Bennett ákvað að láta á hana reyna þegar hjartaskurðlæknirinn Griffith stakk upp á aðgerinni eftir að allar aðrar meðferðir voru fullreyndar og Bennett svo veikur að útilokað væri að hann fengi líffæri úr manni. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir segir að hjartað sem um ræðir sé úr erfðabreyttu svíni sem læknirinn hafi verið að þróa. „Þá er búið að slá út ákveðna mótefnisvaka til þess að auðvelda ónæmiskerfinu að sætta sig við þetta framandi líffæri.“ Sjúklingurinn þarf nú að fara á mjög kröftuga ónæmisbælandi meðferð, líkt og allir þeir sem fá ígrædd hjörtu. Áður hefur verið reynt að græða hjörtu úr svínum í apa en þá hafa komið upp vandræði tengd ónæmiskerfinu. „Það er það sem er kannski stærsta áskorunin frekar en skurðlæknishlutinn á þessu.“ Tímabundin lausn Nýja hjarta Bennett virkar og virðist gera allt sem það þarf til að viðhalda lífi. „Það verður svo að koma í ljós hversu lengi þetta dugar en flestir kollegar mínir sem ég hef talað við í dag, bæði vestan hafs og austan, þeir setja ákveðna varnagla auðvitað og kannski líta á þetta sem tímabundna lausn.“ Tómas segir að hugmyndin sé ekki ný. Doktor Griffins hefur unnið að þessu svo áratugum skiptir og hefur áður grætt í hjarta hluta af svínshjarta og búið til gáttir úr því. Þessi aðgerð sé þó mun flóknari þar sem hann græðir í manninn líffæri sem sláir og dælir. „Þetta eru gríðarleg afköst sem svona líffæri þarf að afkasta og það hefur honum tekist að sýna fram á að sé hægt á milli tegunda.“ Heilbrigðismál Vísindi Tímamót Tengdar fréttir Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Aðgerðin sem sést hér á skjánum er talin marka tímamót í læknavísindum. Ígræðslan var framkvæmd á föstudaginn en í gær var greint frá því að líðan sjúklingsins væri með ágætum. Ígræðslan er áhættusöm en líffæraþeginn Bennett ákvað að láta á hana reyna þegar hjartaskurðlæknirinn Griffith stakk upp á aðgerinni eftir að allar aðrar meðferðir voru fullreyndar og Bennett svo veikur að útilokað væri að hann fengi líffæri úr manni. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir segir að hjartað sem um ræðir sé úr erfðabreyttu svíni sem læknirinn hafi verið að þróa. „Þá er búið að slá út ákveðna mótefnisvaka til þess að auðvelda ónæmiskerfinu að sætta sig við þetta framandi líffæri.“ Sjúklingurinn þarf nú að fara á mjög kröftuga ónæmisbælandi meðferð, líkt og allir þeir sem fá ígrædd hjörtu. Áður hefur verið reynt að græða hjörtu úr svínum í apa en þá hafa komið upp vandræði tengd ónæmiskerfinu. „Það er það sem er kannski stærsta áskorunin frekar en skurðlæknishlutinn á þessu.“ Tímabundin lausn Nýja hjarta Bennett virkar og virðist gera allt sem það þarf til að viðhalda lífi. „Það verður svo að koma í ljós hversu lengi þetta dugar en flestir kollegar mínir sem ég hef talað við í dag, bæði vestan hafs og austan, þeir setja ákveðna varnagla auðvitað og kannski líta á þetta sem tímabundna lausn.“ Tómas segir að hugmyndin sé ekki ný. Doktor Griffins hefur unnið að þessu svo áratugum skiptir og hefur áður grætt í hjarta hluta af svínshjarta og búið til gáttir úr því. Þessi aðgerð sé þó mun flóknari þar sem hann græðir í manninn líffæri sem sláir og dælir. „Þetta eru gríðarleg afköst sem svona líffæri þarf að afkasta og það hefur honum tekist að sýna fram á að sé hægt á milli tegunda.“
Heilbrigðismál Vísindi Tímamót Tengdar fréttir Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14