Sara fékk hlýjar móttökur: „Súrrealískt að eiga núna barn“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2022 15:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og sjúkraþjálfari Lyon glaðbeitt á æfingu. Sara mun þurfa að verja miklum tíma í séræfingar til að geta byrjað að spila fyrir Lyon og íslenska landsliðið að nýju. Skjáskot/@olfeminin og @sarabjork90 Sara Björk Gunnarsdóttir hélt stutta tölu fyrir samherja sína í franska stórliðinu Lyon eftir að hún sneri aftur til félagsins úr barneignaleyfi. Hún er byrjuð að æfa að nýju og tilbúin að leggja hart að sér en þarf einnig að hlusta vandlega á líkamann. „Það tekur svolítinn tíma fyrir mig en ég get ekki beðið eftir því að snúa aftur á völlinn með ykkur,“ sagði Sara í ræðu sinni fyrir liðsfélagana, eins og sjá má á myndskeiði sem Lyon birti á samfélagsmiðlum. @sarabjork18 Plongez au c ur de la reprise de notre Islandaise et retrouvez ses premiers mots depuis son retour à Lyon ! Toutes les images exclusives sont sur @OLPLAY_Officiel https://t.co/6BIUBFos6p pic.twitter.com/li8wNHXhBb— OL Féminin (@OLfeminin) January 11, 2022 Sara fæddi soninn Ragnar Frank 16. nóvember og er nú, innan við tveimur mánuðum síðar, byrjuð að taka á því í sérþjálfun hjá Lyon. Þessi 31 árs gamla knattspyrnukona vonast til að geta keppt á EM í Englandi í sumar. „Ég er svakalega ánægð með að vera mætt aftur. Þetta var orðinn langur tími og ég hef saknað liðsins og þess að vera í kringum liðsfélagana í búningsklefanum. Það er mjög gott en ég veit að ég á langt í land. Vonandi ekki of langt. Ég mun leggja hart að mér og vonandi verð ég fljótlega aftur á vellinum með stelpunum,“ sagði Sara í myndbandinu sem Lyon birti. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) „Mikið hormónaflæði og mikið af tilfinningum“ Hún nýtur þess í botn að vera orðin móðir og kveðst afar þakklát fyrir að geta jafnframt haldið áfram að spila sem atvinnumaður, hjá einu albesta liði heims: „Það er mikið hormónaflæði og mikið af tilfinningum. Það er svolítið súrrealískt að eiga núna barn. En það er líka stórkostleg tilfinning – sú besta sem maður getur ímyndað sér. Ég held að aðeins mæður geti tengt við það. En ég er svo þakklát fyrir að geta verið móðir en samt haldið áfram að spila sem atvinnumaður. Við tökum stöðuna frá degi til dags og ég þarf að hlusta mjög vandlega á líkamann minn, og gæta þess hve hratt ég fer. Við tökum stöðuna dag frá degi, viku frá viku, og sjáum hvernig mér líður,“ sagði Sara og bætti við: „Það er dásamlegt að koma aftur og fá þessar móttökur frá öllum. Á vissan hátt var eins og að ég hefði aldrei farið neitt. Þegar maður er á Íslandi þá er maður svolítið fjarri félaginu og liðsfélögunum en ég fékk fullt af góðum skilaboðum frá þeim á meðgöngunni. En það er dásamlegt að fá þessar góðu móttökur og vita að allir hérna styðja við bakið á mér.“ Franski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Norska súperstjarnan tók mynd af Söru og syninum á æfingasvæði Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er komin aftur til Lyon eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. 10. janúar 2022 23:01 Sara Björk og Árni búin að gefa stráknum sínum nafn Knattspyrnufólkið Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson eru búin að nefna strákinn sem þau eignuðust fyrir aðeins viku síðan. 24. nóvember 2021 12:00 „Sé mig fyrir mér fá barnið í fangið eftir leik á EM“ Sara Björk Gunnarsdóttir stefnir ótrauð á að spila með íslenska landsliðinu á EM á Englandi næsta sumar. Hún á von á sínu fyrsta barni síðar í þessum mánuði. 5. nóvember 2021 09:01 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
„Það tekur svolítinn tíma fyrir mig en ég get ekki beðið eftir því að snúa aftur á völlinn með ykkur,“ sagði Sara í ræðu sinni fyrir liðsfélagana, eins og sjá má á myndskeiði sem Lyon birti á samfélagsmiðlum. @sarabjork18 Plongez au c ur de la reprise de notre Islandaise et retrouvez ses premiers mots depuis son retour à Lyon ! Toutes les images exclusives sont sur @OLPLAY_Officiel https://t.co/6BIUBFos6p pic.twitter.com/li8wNHXhBb— OL Féminin (@OLfeminin) January 11, 2022 Sara fæddi soninn Ragnar Frank 16. nóvember og er nú, innan við tveimur mánuðum síðar, byrjuð að taka á því í sérþjálfun hjá Lyon. Þessi 31 árs gamla knattspyrnukona vonast til að geta keppt á EM í Englandi í sumar. „Ég er svakalega ánægð með að vera mætt aftur. Þetta var orðinn langur tími og ég hef saknað liðsins og þess að vera í kringum liðsfélagana í búningsklefanum. Það er mjög gott en ég veit að ég á langt í land. Vonandi ekki of langt. Ég mun leggja hart að mér og vonandi verð ég fljótlega aftur á vellinum með stelpunum,“ sagði Sara í myndbandinu sem Lyon birti. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) „Mikið hormónaflæði og mikið af tilfinningum“ Hún nýtur þess í botn að vera orðin móðir og kveðst afar þakklát fyrir að geta jafnframt haldið áfram að spila sem atvinnumaður, hjá einu albesta liði heims: „Það er mikið hormónaflæði og mikið af tilfinningum. Það er svolítið súrrealískt að eiga núna barn. En það er líka stórkostleg tilfinning – sú besta sem maður getur ímyndað sér. Ég held að aðeins mæður geti tengt við það. En ég er svo þakklát fyrir að geta verið móðir en samt haldið áfram að spila sem atvinnumaður. Við tökum stöðuna frá degi til dags og ég þarf að hlusta mjög vandlega á líkamann minn, og gæta þess hve hratt ég fer. Við tökum stöðuna dag frá degi, viku frá viku, og sjáum hvernig mér líður,“ sagði Sara og bætti við: „Það er dásamlegt að koma aftur og fá þessar móttökur frá öllum. Á vissan hátt var eins og að ég hefði aldrei farið neitt. Þegar maður er á Íslandi þá er maður svolítið fjarri félaginu og liðsfélögunum en ég fékk fullt af góðum skilaboðum frá þeim á meðgöngunni. En það er dásamlegt að fá þessar góðu móttökur og vita að allir hérna styðja við bakið á mér.“
Franski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Norska súperstjarnan tók mynd af Söru og syninum á æfingasvæði Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er komin aftur til Lyon eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. 10. janúar 2022 23:01 Sara Björk og Árni búin að gefa stráknum sínum nafn Knattspyrnufólkið Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson eru búin að nefna strákinn sem þau eignuðust fyrir aðeins viku síðan. 24. nóvember 2021 12:00 „Sé mig fyrir mér fá barnið í fangið eftir leik á EM“ Sara Björk Gunnarsdóttir stefnir ótrauð á að spila með íslenska landsliðinu á EM á Englandi næsta sumar. Hún á von á sínu fyrsta barni síðar í þessum mánuði. 5. nóvember 2021 09:01 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Norska súperstjarnan tók mynd af Söru og syninum á æfingasvæði Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er komin aftur til Lyon eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. 10. janúar 2022 23:01
Sara Björk og Árni búin að gefa stráknum sínum nafn Knattspyrnufólkið Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson eru búin að nefna strákinn sem þau eignuðust fyrir aðeins viku síðan. 24. nóvember 2021 12:00
„Sé mig fyrir mér fá barnið í fangið eftir leik á EM“ Sara Björk Gunnarsdóttir stefnir ótrauð á að spila með íslenska landsliðinu á EM á Englandi næsta sumar. Hún á von á sínu fyrsta barni síðar í þessum mánuði. 5. nóvember 2021 09:01
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti