Pallborðið: Hvíslað um kynferðisbrot Hólmfríður Gísladóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 12. janúar 2022 12:59 Hvað má og hvað má ekki segja þegar fjallað er um kynferðisbrot? Vísir/Vilhelm Hvað mega þolendur og fjölmiðlar segja þegar kemur að kynferðisbrotamálum? Má nafngreina meinta gerendur og hvað gerist þegar enginn vill segja neitt? Um þetta og fleira var rætt í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi sem Hólmfríður Gísladóttir stjórnaði. Gestir þáttarins voru Edda Falak, fjármálafræðingur og stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður og Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum. Vítalía Lazareva steig fram á dögunum og sagði frá því að fimm menn hefðu farið gróflega yfir mörk sín og brotið gegn sér í tveimur aðskildum tilvikum. Umræddir menn voru nafngreindir á samfélagsmiðlum í haust, í færslu sem var tekin út stuttu síðar, og málið lá í dvala þar til nú þar sem fjölmiðlar náðu ekki í neinn til að tjá sig um ásakanirnar. Þolendur sem hafa tjáð sig um reynslu sína hafa mátt sæta hótunum um lögsóknir og fjölmiðlamenn verið dæmdir fyrir meiðyrði þegar þeir hafa haft eftir viðmælendum. Eru teikn á lofti um að mörkin um hvað er ásættanlegt í þessu samhengi séu að færast til? Að rétturinn og frelsið til að segja frá sé að færast ofar í forgangsröðina heldur en réttur manna til að vera nafnlausir þar til þeir hafa verið dæmdir sekir af dómstólum? Þetta og fleira í Pallborðinu, sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Þá má finna helstu umræðuefni þáttarins í textalýsingu í vaktinni hér að neðan.
Gestir þáttarins voru Edda Falak, fjármálafræðingur og stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður og Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum. Vítalía Lazareva steig fram á dögunum og sagði frá því að fimm menn hefðu farið gróflega yfir mörk sín og brotið gegn sér í tveimur aðskildum tilvikum. Umræddir menn voru nafngreindir á samfélagsmiðlum í haust, í færslu sem var tekin út stuttu síðar, og málið lá í dvala þar til nú þar sem fjölmiðlar náðu ekki í neinn til að tjá sig um ásakanirnar. Þolendur sem hafa tjáð sig um reynslu sína hafa mátt sæta hótunum um lögsóknir og fjölmiðlamenn verið dæmdir fyrir meiðyrði þegar þeir hafa haft eftir viðmælendum. Eru teikn á lofti um að mörkin um hvað er ásættanlegt í þessu samhengi séu að færast til? Að rétturinn og frelsið til að segja frá sé að færast ofar í forgangsröðina heldur en réttur manna til að vera nafnlausir þar til þeir hafa verið dæmdir sekir af dómstólum? Þetta og fleira í Pallborðinu, sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Þá má finna helstu umræðuefni þáttarins í textalýsingu í vaktinni hér að neðan.
MeToo Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Pallborðið Mál Vítalíu Lazarevu Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira