Þjást í reykvískri náttúru en fjölga sér eins og kanínurnar sem þær eru Snorri Másson skrifar 12. janúar 2022 22:31 Gífurlegur fjöldi hálfvilltra kanína í Elliðaárdal er ekki á allra vitorði. Vandinn ágerist og nú á að grípa til mannúðlegra aðgerða. Dýrahjálp Íslands Gælukanínur sem látnar eru lausar í Elliðaárdal hljóta oft grimmileg örlög eftir stutta dvöl í náttúrunni. Nú á samstillt átak að koma þeim í skjól, enda stofninn að stækka of hratt. Kanínur eru ekki hluti af íslenskri náttúru en maður sem ætti leið niður í Elliðaárdal gæti alveg eins dregið þá ályktun. Hér er kominn myndarlegur stofn af allavega 2-300 villtum kanínum, sem eru sumar sorglega umkomulausar, ekki síst nú þegar frost er í jörðu. Fréttastofa leit við í Elliðaárdalnum og spjallaði við kanínur og sérfræðinga: Dýrin ekki hönnuð fyrir íslenskar aðstæður Nokkuð er um að kanínum sé sleppt í Elliðaárdalinn þegar eigendur sjá sér ekki lengur fært að sjá um þær. Þeim gengur eflaust gott eitt til, enda hljóta margir þeirra að sjá kanínur á fleti fyrir og hugsa, já, hér virðast þær hafa það gott. Sannleikurinn er þó sá að mikill munur er á þeim kanínum sem verða til hér í náttúrunni, það eru komnar tvær þrjár kynslóðir sem hafa alist upp við þessar aðstæður, og á gælukanínum sem eru allt í einu settar í þær aðstæður að þurfa að bjarga sér. Þær verða oft mjög illa úti. Kanínurnar flykktust að fréttamanni þegar boðið var upp á fábrotinn kálhaus - sem mun til marks um að þær taka öllu matarkyns fegins hendi.Vísir/Sigurjón Lífaldur kanína sem fæðast og lifa á þessu svæði er allajafna ekki talinn vera nema í kringum tvö ár, á meðan ekki er óeðlilegt fyrir gælukanínur að verða allt að 10-12 ára. „Það er mjög mikið dýravelferðarmál að dýr sem eru ekki hönnuð fyrir íslenskar aðstæður séu ekki skilin ein eftir við íslenskar aðstæður að vetri til,“ segir Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar. „Það er ekki að ástæðulausu sem er talað um að einhverjir fjölgi sér eins og kanínur. Það varð hrun hérna í stofninum fyrir örfáum árum vegna skæðrar veirusýkingar sem kom upp í stofninum. Nú er hann byrjaður að jafna sig og við viljum gjarnan ná aðeins utan um þetta áður en stofninn verður risastór eins og hann var orðinn hérna fyrir nokkrum árum,“ segir Þorkell. Dýrahjálp og Villikanínur hafa tekið höndum saman um að veiða kanínurnar og koma þeim í skjól með hjálp sjálfboðaliða. Kanínustofninn í Elliðaárdal er í örum vexti, sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að kanínur eiga í raun alls ekki heima í íslenskri náttúru. Þetta er manngerður vandi.Vísir/Sigurjón Það ætti að koma böndum á stofninn, sem veldur þegar töluverðum vandræðum í borgarlandinu - og það skal gert á mannúðlegan hátt, því að ella kynni borgin að þurfa að grípa til þess að skjóta kanínur. Að komast inn í hlýju og stöðuga næringu er ákjósanlegra. „Núna í janúar ætla félögin, í samvinnu við Dýraþjónustu Reykjavíkur, að ná inn litlum hóp af kanínum úr Elliðárdalnum, er það gert til þess að meta stöðu og heilbrigði stofnsins. Ef verkefnið gengur vel er jafnvel ætlunin að reyna ná öllum þeim kanínum sem halda til á þessu svæði og koma þeim í skjól,“ segir í færslu Dýrahjálpar. Dýr Reykjavík Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði áður verið brotið gegn ítrekað Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Kanínur eru ekki hluti af íslenskri náttúru en maður sem ætti leið niður í Elliðaárdal gæti alveg eins dregið þá ályktun. Hér er kominn myndarlegur stofn af allavega 2-300 villtum kanínum, sem eru sumar sorglega umkomulausar, ekki síst nú þegar frost er í jörðu. Fréttastofa leit við í Elliðaárdalnum og spjallaði við kanínur og sérfræðinga: Dýrin ekki hönnuð fyrir íslenskar aðstæður Nokkuð er um að kanínum sé sleppt í Elliðaárdalinn þegar eigendur sjá sér ekki lengur fært að sjá um þær. Þeim gengur eflaust gott eitt til, enda hljóta margir þeirra að sjá kanínur á fleti fyrir og hugsa, já, hér virðast þær hafa það gott. Sannleikurinn er þó sá að mikill munur er á þeim kanínum sem verða til hér í náttúrunni, það eru komnar tvær þrjár kynslóðir sem hafa alist upp við þessar aðstæður, og á gælukanínum sem eru allt í einu settar í þær aðstæður að þurfa að bjarga sér. Þær verða oft mjög illa úti. Kanínurnar flykktust að fréttamanni þegar boðið var upp á fábrotinn kálhaus - sem mun til marks um að þær taka öllu matarkyns fegins hendi.Vísir/Sigurjón Lífaldur kanína sem fæðast og lifa á þessu svæði er allajafna ekki talinn vera nema í kringum tvö ár, á meðan ekki er óeðlilegt fyrir gælukanínur að verða allt að 10-12 ára. „Það er mjög mikið dýravelferðarmál að dýr sem eru ekki hönnuð fyrir íslenskar aðstæður séu ekki skilin ein eftir við íslenskar aðstæður að vetri til,“ segir Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar. „Það er ekki að ástæðulausu sem er talað um að einhverjir fjölgi sér eins og kanínur. Það varð hrun hérna í stofninum fyrir örfáum árum vegna skæðrar veirusýkingar sem kom upp í stofninum. Nú er hann byrjaður að jafna sig og við viljum gjarnan ná aðeins utan um þetta áður en stofninn verður risastór eins og hann var orðinn hérna fyrir nokkrum árum,“ segir Þorkell. Dýrahjálp og Villikanínur hafa tekið höndum saman um að veiða kanínurnar og koma þeim í skjól með hjálp sjálfboðaliða. Kanínustofninn í Elliðaárdal er í örum vexti, sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að kanínur eiga í raun alls ekki heima í íslenskri náttúru. Þetta er manngerður vandi.Vísir/Sigurjón Það ætti að koma böndum á stofninn, sem veldur þegar töluverðum vandræðum í borgarlandinu - og það skal gert á mannúðlegan hátt, því að ella kynni borgin að þurfa að grípa til þess að skjóta kanínur. Að komast inn í hlýju og stöðuga næringu er ákjósanlegra. „Núna í janúar ætla félögin, í samvinnu við Dýraþjónustu Reykjavíkur, að ná inn litlum hóp af kanínum úr Elliðárdalnum, er það gert til þess að meta stöðu og heilbrigði stofnsins. Ef verkefnið gengur vel er jafnvel ætlunin að reyna ná öllum þeim kanínum sem halda til á þessu svæði og koma þeim í skjól,“ segir í færslu Dýrahjálpar.
Dýr Reykjavík Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði áður verið brotið gegn ítrekað Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum