Ronnie Spector söngkona Ronettes er dáin Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2022 23:50 Ronnie Spector árið 2010. AP/Peter Kramer Söngkonan Ronnie Spector, sem leiddi hljómsveitina The Ronettes og er hvað þekktust fyrir lög eins og Be My Baby og Baby I Love You, er dáin. Hún var 78 ára gömul. Í tilkynningu frá fjölskyldu hennar segir að Spector hafi glímt við krabbamein og hún hafi látist í faðmi fjölskyldu hennar. Þar segir einnig að Spector hafi ávallt verið með bros á vör og full ástar og þakklætis. Hún er einnig þekkt fyrir ofbeldisfullt hjónaband hennar við morðingjann Phil Spector sem beitti hana ofbeldi. Hann var framleiðandi Ronettes en dó í janúar i fyrra. Spector fæddist í New York árið 1943. Hún stofnaði Ronettes árið 1957 og söng með Estelle Bennett, eldri systur sinni, og Nedra Talley, frænku sinni. Samkvæmt frétt Guardian gekk þeim þó ekki vel í fyrstu. Það var svo eftir þær byrjuðu að vinna með Phil Spector sem þær gáfu út lagið Be My Baby. Það varð fyrsti slagarinn þeirra og náði í annað sæti á listum Bandaríkjanna árið 1963. „Við vorum ekki hræddar við að sýna kynþokka,“ hefur AP fréttaveitan eftir Spector. Árið 1966 fylgdu þær Bítlunum á ferð um Bandaríkin og sömuleiðis Rolling Stones. Samstarfi hljómsveitarinnar var svo slitið árið 1967 og reyndi Spector að feta eigin slóðir. Hún gaf áfram út mikið af lögum en þau náðu aldrei sömu hæðum og lög Ronettes. Þá reyndi hún einnig að endurvekja Ronettes á áttunda áratugnum með nýjum söngkonum en það gekk ekki heldur. Það var árið 1963 sem hún hóf samband við Phil Spector, sem þá var giftur. Hann skildi við eiginkonu sína árið 1965 og giftist henni árið 1968. Á næstu árum beitti hann hana ofbeldi og hélt hennar meðal annars fanginni á heimili þeirra og hótaði að myrða hana. Árið 1972 tókst henni að flýja af heimilinu, berfætt, en Phil Spector leyfði henni ekki að eiga skó, samkvæmt frétt Guardian. Eftir það stóð hún og hinar söngkonur Ronettes í fimmtán ára baráttu gegn Phil Spector fyrir dómstólum um stefgjöld vegna laga hljómsveitarinnar. Árið 2000 komst dómari að þeirri niðurstöðu að Phil Spector skuldaði þeim 2,6 milljónir dala. Þeim úrskurði var þó snúið árið 2002 þegar ljóst varð að þær höfðu skrifað undir skjal og veitt Phil Spector réttinn að lögum þeirra. Hæstiréttur New York úrskurðaði svo árið 2006 að þær ættu að fá peninga frá Phil Spector og hann ætti að greiða þeim stefgjöld árlega. Spector giftist Jonathan Greenfield árið 1982 og eignaðist með honum tvo syni. Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Þar segir einnig að Spector hafi ávallt verið með bros á vör og full ástar og þakklætis. Hún er einnig þekkt fyrir ofbeldisfullt hjónaband hennar við morðingjann Phil Spector sem beitti hana ofbeldi. Hann var framleiðandi Ronettes en dó í janúar i fyrra. Spector fæddist í New York árið 1943. Hún stofnaði Ronettes árið 1957 og söng með Estelle Bennett, eldri systur sinni, og Nedra Talley, frænku sinni. Samkvæmt frétt Guardian gekk þeim þó ekki vel í fyrstu. Það var svo eftir þær byrjuðu að vinna með Phil Spector sem þær gáfu út lagið Be My Baby. Það varð fyrsti slagarinn þeirra og náði í annað sæti á listum Bandaríkjanna árið 1963. „Við vorum ekki hræddar við að sýna kynþokka,“ hefur AP fréttaveitan eftir Spector. Árið 1966 fylgdu þær Bítlunum á ferð um Bandaríkin og sömuleiðis Rolling Stones. Samstarfi hljómsveitarinnar var svo slitið árið 1967 og reyndi Spector að feta eigin slóðir. Hún gaf áfram út mikið af lögum en þau náðu aldrei sömu hæðum og lög Ronettes. Þá reyndi hún einnig að endurvekja Ronettes á áttunda áratugnum með nýjum söngkonum en það gekk ekki heldur. Það var árið 1963 sem hún hóf samband við Phil Spector, sem þá var giftur. Hann skildi við eiginkonu sína árið 1965 og giftist henni árið 1968. Á næstu árum beitti hann hana ofbeldi og hélt hennar meðal annars fanginni á heimili þeirra og hótaði að myrða hana. Árið 1972 tókst henni að flýja af heimilinu, berfætt, en Phil Spector leyfði henni ekki að eiga skó, samkvæmt frétt Guardian. Eftir það stóð hún og hinar söngkonur Ronettes í fimmtán ára baráttu gegn Phil Spector fyrir dómstólum um stefgjöld vegna laga hljómsveitarinnar. Árið 2000 komst dómari að þeirri niðurstöðu að Phil Spector skuldaði þeim 2,6 milljónir dala. Þeim úrskurði var þó snúið árið 2002 þegar ljóst varð að þær höfðu skrifað undir skjal og veitt Phil Spector réttinn að lögum þeirra. Hæstiréttur New York úrskurðaði svo árið 2006 að þær ættu að fá peninga frá Phil Spector og hann ætti að greiða þeim stefgjöld árlega. Spector giftist Jonathan Greenfield árið 1982 og eignaðist með honum tvo syni.
Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira