Bretar stytta einangrun úr sjö dögum í fimm Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2022 12:44 Sajid Javid er heilbrigðisráðherra Bretlands. Leon Neal/Getty Fólk sem greinist með Covid-19 á Englandi þarf einungis að sæta einangrun í fimm daga að lágmarki í stað sjö frá og með næsta mánudegi. Þetta tilkynnti Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Breta, í neðri málstofu breska þingsins í dag. Útskrift úr einangrun verður áfram háð því að einstaklingar geti framvísað tveimur neikvæðum hraðprófum við lok tímabilsins. Fram að þessu gat fólk losnað úr einangrun á áttunda degi ef það fékk neikvæða niðurstöðu á sjötta og sjöunda degi. Ráðherrar telja að stytting einangrunar muni draga úr umfangsmiklum starfsmannavanda í heilbrigðiskerfinu, samgöngum og skólum, þar sem mikill fjöldi starfsmanna í sóttkví og einangrun getur raskað mikilvægri grunnþjónustu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Javid sagði í skýrslu sem hann flutti á þinginu að gögn frá Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands bendi til að tveir af hverjum þremur einstaklingum sem greinist með Covid-19 séu ekki lengur smitandi eftir fimm daga í einangrun. Vonast stjórnvöld til þess að geta gripið aðra með notkun hraðprófa. Hraðprófin ná ekki öllum Heilbrigðisráðherrann sagði að markmiðið með breytingunni væri að hámarka virkni fólks í efnahagslífinu og menntakerfinu. Á sama tíma sé dregið úr hættunni á því að fólk útsetji aðra eftir að það losnar úr einangrun. Javid bætti við að 79% fullorðinna Breta sem hafi verið boðinn örvunarskammtur hafi nú fengið hann og yfir 91% í aldurshópnum 50 ára og eldri. Sérfræðingar hafa bent á að hraðpróf nái ekki öllum þeim sem séu enn smitandi að lokinni einangrun. Gögn benda til að mynda til að tveir af hverjum fimm sem hafi losnað úr einangrun eftir sjö daga að undangengnum hraðprófum hafi enn verið smitandi. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Útskrift úr einangrun verður áfram háð því að einstaklingar geti framvísað tveimur neikvæðum hraðprófum við lok tímabilsins. Fram að þessu gat fólk losnað úr einangrun á áttunda degi ef það fékk neikvæða niðurstöðu á sjötta og sjöunda degi. Ráðherrar telja að stytting einangrunar muni draga úr umfangsmiklum starfsmannavanda í heilbrigðiskerfinu, samgöngum og skólum, þar sem mikill fjöldi starfsmanna í sóttkví og einangrun getur raskað mikilvægri grunnþjónustu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Javid sagði í skýrslu sem hann flutti á þinginu að gögn frá Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands bendi til að tveir af hverjum þremur einstaklingum sem greinist með Covid-19 séu ekki lengur smitandi eftir fimm daga í einangrun. Vonast stjórnvöld til þess að geta gripið aðra með notkun hraðprófa. Hraðprófin ná ekki öllum Heilbrigðisráðherrann sagði að markmiðið með breytingunni væri að hámarka virkni fólks í efnahagslífinu og menntakerfinu. Á sama tíma sé dregið úr hættunni á því að fólk útsetji aðra eftir að það losnar úr einangrun. Javid bætti við að 79% fullorðinna Breta sem hafi verið boðinn örvunarskammtur hafi nú fengið hann og yfir 91% í aldurshópnum 50 ára og eldri. Sérfræðingar hafa bent á að hraðpróf nái ekki öllum þeim sem séu enn smitandi að lokinni einangrun. Gögn benda til að mynda til að tveir af hverjum fimm sem hafi losnað úr einangrun eftir sjö daga að undangengnum hraðprófum hafi enn verið smitandi.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira