Bretar stytta einangrun úr sjö dögum í fimm Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2022 12:44 Sajid Javid er heilbrigðisráðherra Bretlands. Leon Neal/Getty Fólk sem greinist með Covid-19 á Englandi þarf einungis að sæta einangrun í fimm daga að lágmarki í stað sjö frá og með næsta mánudegi. Þetta tilkynnti Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Breta, í neðri málstofu breska þingsins í dag. Útskrift úr einangrun verður áfram háð því að einstaklingar geti framvísað tveimur neikvæðum hraðprófum við lok tímabilsins. Fram að þessu gat fólk losnað úr einangrun á áttunda degi ef það fékk neikvæða niðurstöðu á sjötta og sjöunda degi. Ráðherrar telja að stytting einangrunar muni draga úr umfangsmiklum starfsmannavanda í heilbrigðiskerfinu, samgöngum og skólum, þar sem mikill fjöldi starfsmanna í sóttkví og einangrun getur raskað mikilvægri grunnþjónustu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Javid sagði í skýrslu sem hann flutti á þinginu að gögn frá Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands bendi til að tveir af hverjum þremur einstaklingum sem greinist með Covid-19 séu ekki lengur smitandi eftir fimm daga í einangrun. Vonast stjórnvöld til þess að geta gripið aðra með notkun hraðprófa. Hraðprófin ná ekki öllum Heilbrigðisráðherrann sagði að markmiðið með breytingunni væri að hámarka virkni fólks í efnahagslífinu og menntakerfinu. Á sama tíma sé dregið úr hættunni á því að fólk útsetji aðra eftir að það losnar úr einangrun. Javid bætti við að 79% fullorðinna Breta sem hafi verið boðinn örvunarskammtur hafi nú fengið hann og yfir 91% í aldurshópnum 50 ára og eldri. Sérfræðingar hafa bent á að hraðpróf nái ekki öllum þeim sem séu enn smitandi að lokinni einangrun. Gögn benda til að mynda til að tveir af hverjum fimm sem hafi losnað úr einangrun eftir sjö daga að undangengnum hraðprófum hafi enn verið smitandi. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Útskrift úr einangrun verður áfram háð því að einstaklingar geti framvísað tveimur neikvæðum hraðprófum við lok tímabilsins. Fram að þessu gat fólk losnað úr einangrun á áttunda degi ef það fékk neikvæða niðurstöðu á sjötta og sjöunda degi. Ráðherrar telja að stytting einangrunar muni draga úr umfangsmiklum starfsmannavanda í heilbrigðiskerfinu, samgöngum og skólum, þar sem mikill fjöldi starfsmanna í sóttkví og einangrun getur raskað mikilvægri grunnþjónustu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Javid sagði í skýrslu sem hann flutti á þinginu að gögn frá Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands bendi til að tveir af hverjum þremur einstaklingum sem greinist með Covid-19 séu ekki lengur smitandi eftir fimm daga í einangrun. Vonast stjórnvöld til þess að geta gripið aðra með notkun hraðprófa. Hraðprófin ná ekki öllum Heilbrigðisráðherrann sagði að markmiðið með breytingunni væri að hámarka virkni fólks í efnahagslífinu og menntakerfinu. Á sama tíma sé dregið úr hættunni á því að fólk útsetji aðra eftir að það losnar úr einangrun. Javid bætti við að 79% fullorðinna Breta sem hafi verið boðinn örvunarskammtur hafi nú fengið hann og yfir 91% í aldurshópnum 50 ára og eldri. Sérfræðingar hafa bent á að hraðpróf nái ekki öllum þeim sem séu enn smitandi að lokinni einangrun. Gögn benda til að mynda til að tveir af hverjum fimm sem hafi losnað úr einangrun eftir sjö daga að undangengnum hraðprófum hafi enn verið smitandi.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira