„Algjörlega óviðráðanlegar aðstæður“ Samúel Karl Ólason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 13. janúar 2022 18:46 Á myndbandinu hér að neðan má sjá aðstæður á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði í gærkvöldi. Ökumaður stærðarinnar vöruflutningabíls lenti í miklu basli á Háreksstaðaleið seinni partinn í gær í gríðarlegu hvassviðri og hálku. Framkvæmdastjóri Smyril Line þakkar fyrir að ekki hafi farið illa en einn reyndasti bílstjóri fyrirtækisins var undir stýri. Á myndbandinu hér að neðan má sjá aðstæður á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu náði bílstjóri á kranabíl myndbandinu að neðan og fylgdist með því sem fram fór. Litlu munaði að árekstur yrði en fólksbílar komu úr hinni áttinni á sama tíma og flutningabíllinn rásaði á veginum. Linda B. Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line, segist hafa fengið myndbandið sent úr mörgum áttum í gær og um leið hafi verið farið í að gera greiningu á málinu. Flutningabíllinn hafi verið á negldum dekkjum og allt eins og það átti að vera. Vagninn hafi auk þess verið á keðjum. Veðuraðstæður hafi verið kannaðar fyrir brottför en svo hafi vindhviðurnar á leiðinni orðið svakalegar. „Það kemur svakaleg vindhviða ofan í mikla hálku og hann ræður ekkert við neitt. Það var enginn séns að rétta vagninn við,“ segir Linda. Um algjörlega óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða en sem betur fer hafi einn reyndasti bílstjóri landsins verið við stýri. Flutningabíllinn sé verulega stór og taki á sig mikinn vind. Hún þakkar fyrir að ekki hafi orðið nein slys á fólki. Smyril Line leggi mikið upp úr að skoða aðstæður fyrir flutninga og raunar sé legið yfir veðurspá á akstursdeildinni. „Við bíðum af okkur alls kyns veður,“ segir Linda. Þessar hviður hafi ekki gert boð á undan sér. Samgönguslys Múlaþing Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Á myndbandinu hér að neðan má sjá aðstæður á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu náði bílstjóri á kranabíl myndbandinu að neðan og fylgdist með því sem fram fór. Litlu munaði að árekstur yrði en fólksbílar komu úr hinni áttinni á sama tíma og flutningabíllinn rásaði á veginum. Linda B. Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line, segist hafa fengið myndbandið sent úr mörgum áttum í gær og um leið hafi verið farið í að gera greiningu á málinu. Flutningabíllinn hafi verið á negldum dekkjum og allt eins og það átti að vera. Vagninn hafi auk þess verið á keðjum. Veðuraðstæður hafi verið kannaðar fyrir brottför en svo hafi vindhviðurnar á leiðinni orðið svakalegar. „Það kemur svakaleg vindhviða ofan í mikla hálku og hann ræður ekkert við neitt. Það var enginn séns að rétta vagninn við,“ segir Linda. Um algjörlega óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða en sem betur fer hafi einn reyndasti bílstjóri landsins verið við stýri. Flutningabíllinn sé verulega stór og taki á sig mikinn vind. Hún þakkar fyrir að ekki hafi orðið nein slys á fólki. Smyril Line leggi mikið upp úr að skoða aðstæður fyrir flutninga og raunar sé legið yfir veðurspá á akstursdeildinni. „Við bíðum af okkur alls kyns veður,“ segir Linda. Þessar hviður hafi ekki gert boð á undan sér.
Samgönguslys Múlaþing Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira