Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðstjóri slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir útkallið hafa verið umfangsmikið. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út, en eldurinn var blessunarlega minni en talið var í upphafi.
„Það kviknar þarna í einhverju herbergi, ég veit ekki hvað það var mikill opinn eldur en það var allavega reykur. Það gekk svona tiltölulega fljótlega að ráða niðurlögum og það er bara reykræsting og svona eftir, ganga frá. Þetta fór vel,“ segir Jens í samtali við fréttastofu.
Eldsupptök eru ókunn en lögregla fer með rannsókn málsins.