Fyrri hugmyndir um Janssen löngu úreltar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. janúar 2022 08:52 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í svari til heilbrigðisráðuneytisins að í delta-bylgjunni hafi fólk með einn skammt af Janssen verið þrisvar sinnum líklegra til að smitast en þeir sem voru með tvo skammta af öðru bóluefni. vísir/vilhelm Allar hugmyndir um góða virkni eins skammts af bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni úreltust um leið og ný afbrigði veirunnar, delta og ómíkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Janssen alveg eins og hin bóluefnin; einn skammtur af Janssen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heilbrigðisráðuneytið að líta það sömu augum og hin bóluefnin þegar það breytti reglum um sóttkví þríbólusettra. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis sem óskaði í vikunni eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um það hvers vegna breytingar á reglum um sóttkví næðu ekki til þeirra sem hefðu aðeins fengið einn örvunarskammt í kjölfar bólusetningar með bóluefni Janssen. Með breytingunum er einstaklingum sem eru þríbólusettir minnst fjórtán dögum áður en þeir eru útsettir fyrir smiti meðal annars heimilt að sækja vinnu, skóla og matvöruverslanir á meðan þeir eru í sóttkví. Margir þeir sem höfðu þegið einn örvunarskammt eftir að hafa hlotið grunnbólusetningu með Janssen undruðust að reglurnar næðu ekki til þeirra nema þeir hefðu einnig fengið þriðju sprautu. Þrefalt líklegri til að smitast Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis segir að við gerð nýju reglnanna hafi verið ákveðið að fylgja nýjustu læknisfræðilegu þekkingu á Covid-19 og þeim bóluefnum sem notuð hafa verið gegn sjúkdómnum. Þannig sé tekið mið af því „hversu vel ætla megi að einstaklingar séu varðir gegn COVID-19 í reynd en ekki endilega hvort markaðsleyfi bóluefnisins miði grunnbólusetningu við einn eða tvo skammta,“ eins og segir í svarinu. Við gerð þess ráðfærði heilbrigðisráðuneytið sig við sóttvarnalækni sem bendir meðal annars á að í ljós hafi komið, síðasta sumar þegar delta-afbrigðið tók yfir hér á landi, að smittíðni þeirra sem höfðu fengið einn skammt af Janssen væri þreföld miðað við smittíðni þeirra sem höfðu fengið tvo skammta af öðrum bóluefnum. Allar rannsóknir nú bendi þá til þess að einn skammtur af Janssen veiti sambærilega vernd og einn skammtur af öðrum bóluefnum og að grunnbólusetning með Janssen og einn örvunarskammtur með öðru bóluefni verndi eins vel og tveir skammtar af öðrum efnum. Því ætti að líta á það sem grunnbólusetningu við gerð sóttvarnareglna í framtíðinni þrátt fyrir að markaðsleyfi Janssen geri ráð fyrir að einn skammtur veiti grunnbólusetningu. Sóttvarnalæknir bendir á að einn skammtur af Janssen hafi virkað eins vel og til var ætlast gegn upprunalega afbrigði veirunnar en um leið og meira smitandi afbrigði hafi skotið upp kollinum hafi þetta misræmi komið fram. Því virðist sem svo að allar fyrri hugmyndir um Janssen séu fyrir bí í augum heilbrigðisyfirvalda og ef þeir sem fengu upprunalega Janssen vilja sleppa við ströngustu sóttkvíarreglur verða þeir að fá sér þriðja skammtinn af bóluefni. Þeir geta átt von á að fá boð í hann frá janúarlokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis sem óskaði í vikunni eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um það hvers vegna breytingar á reglum um sóttkví næðu ekki til þeirra sem hefðu aðeins fengið einn örvunarskammt í kjölfar bólusetningar með bóluefni Janssen. Með breytingunum er einstaklingum sem eru þríbólusettir minnst fjórtán dögum áður en þeir eru útsettir fyrir smiti meðal annars heimilt að sækja vinnu, skóla og matvöruverslanir á meðan þeir eru í sóttkví. Margir þeir sem höfðu þegið einn örvunarskammt eftir að hafa hlotið grunnbólusetningu með Janssen undruðust að reglurnar næðu ekki til þeirra nema þeir hefðu einnig fengið þriðju sprautu. Þrefalt líklegri til að smitast Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis segir að við gerð nýju reglnanna hafi verið ákveðið að fylgja nýjustu læknisfræðilegu þekkingu á Covid-19 og þeim bóluefnum sem notuð hafa verið gegn sjúkdómnum. Þannig sé tekið mið af því „hversu vel ætla megi að einstaklingar séu varðir gegn COVID-19 í reynd en ekki endilega hvort markaðsleyfi bóluefnisins miði grunnbólusetningu við einn eða tvo skammta,“ eins og segir í svarinu. Við gerð þess ráðfærði heilbrigðisráðuneytið sig við sóttvarnalækni sem bendir meðal annars á að í ljós hafi komið, síðasta sumar þegar delta-afbrigðið tók yfir hér á landi, að smittíðni þeirra sem höfðu fengið einn skammt af Janssen væri þreföld miðað við smittíðni þeirra sem höfðu fengið tvo skammta af öðrum bóluefnum. Allar rannsóknir nú bendi þá til þess að einn skammtur af Janssen veiti sambærilega vernd og einn skammtur af öðrum bóluefnum og að grunnbólusetning með Janssen og einn örvunarskammtur með öðru bóluefni verndi eins vel og tveir skammtar af öðrum efnum. Því ætti að líta á það sem grunnbólusetningu við gerð sóttvarnareglna í framtíðinni þrátt fyrir að markaðsleyfi Janssen geri ráð fyrir að einn skammtur veiti grunnbólusetningu. Sóttvarnalæknir bendir á að einn skammtur af Janssen hafi virkað eins vel og til var ætlast gegn upprunalega afbrigði veirunnar en um leið og meira smitandi afbrigði hafi skotið upp kollinum hafi þetta misræmi komið fram. Því virðist sem svo að allar fyrri hugmyndir um Janssen séu fyrir bí í augum heilbrigðisyfirvalda og ef þeir sem fengu upprunalega Janssen vilja sleppa við ströngustu sóttkvíarreglur verða þeir að fá sér þriðja skammtinn af bóluefni. Þeir geta átt von á að fá boð í hann frá janúarlokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira