Handbolti

Minntist látins fé­laga gegn Ís­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gustavo Capdeville í leiknum gegn Íslandi.
Gustavo Capdeville í leiknum gegn Íslandi. Sanjin Strukic/Getty Images

Hinn 24 ára gamli markvörður Gustavo Capdeville minntist góðs vinar síns og fyrrverandi liðsfélaga Aldredo Quintana í leik Íslands og Portúgal á Evrópumótinu í handbolta í gær.

Fyrir rétt rúmu ári lést portúgalski markvörðurinn Alfredo Quintana aðeins 32 ára að aldri. Hann fékk hjartastopp á æfingu með liði sínu Porto og lést skömmu síðar. 

Íslenskir handboltaunnendur fengu að kynnast Quintana vel á síðasta ári þar sem Ísland mætti Portúgal tvívegis í undankeppni EM og svo á HM í Egyptalandi.

Enn á ný mættust Ísland og Portúgal í gær, að þessu sinni í fyrsta leik riðlakeppni EM og hafði Ísland betur. Gustavo Capdeville, leikmaður Portúgals, minntist síns gamla félaga með því að klæðast bol með mynd af þeim félögum á innanundir keppnistreyju sinni.

„Alfredo Quintana hjálpaði mér mikið. Ég á honum mikið að þakka. Hann er alltaf með mér og á hlut í öllum mínum markvörslum, sigrum og töpum. Ég spila alltaf í þessum bol, hann er lukkugripurinn minn.“

„Það þýðir að ég er aldrei einn, ég er með honum. Hann féll alltof snemma frá og átti enn eftir að gefa mikið af sér til Portúgals, Porto og handboltaheimsins,“ sagði Capdeville um góðvin sinn Alfredo Quintana


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×