Eðlileg krafa að ríkið greiði laun starfsmanna í einangrun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2022 13:02 Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Hertar sóttvarnaaðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kallar eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á takmörkunum og telur eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangun. Líkt og greint hefur verið frá voru samkomutakmarkanir hertar í gær og mega nú aðeins tíu koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hertar aðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. „Ég held að allir hafi orðið fyrir vonbrigðum með þessar hertu sóttvarnaaðgerðir og það er alveg ljóst að við höfum kallað eftir því að ríkisstjórnin stígi fram með trúverðugar efnahagsaðgerðir til þess að styðja við bakið á fyrirtækjum. Það blasir auðvitað við að fyrirtæki sem að hökta í þessum samkomutakmörkunum og geta varla haldið úti starfsemi sinni, en eru á sama tíma að greiða laun fyrir starfsfólk sem er í sóttkví og jafnvel einangrun,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangrun „Ríkisstjórnir flestra ríkja Norðurlanda. Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa stigið inn í þetta með afgerandi hætti og eru farin að greiða laun starfsmanna í einangrun að hluta til. Það er eðlileg krafa og ég vænti þess að ríkisstjórnin muni sýna á spilin strax í næstu viku hvað það áhrærir.“ Hann segir ríkisstjórnina verða að koma fram með trúverðugar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum samhliða hertum aðgerðum. „Þau hafa aðeins sýnt á spilin. Þetta er sannarlega skref í rétta átt en ef það á að viðhalda þessu ástandi. Tíu manna samkomutakmörkunum þá er ljóst að það þarf að ganga enn lengra. Við verðum að hafa í huga að ríkissjóður er ekki í sömu stöðu og í upphafi faraldursins og það þarf að fara að meta þessar sóttvarnaaðgerður út frá fleiri þáttum að mínu viti, þar á meðal þarf að taka tillit til efnahagslegrar stöðu bæði almennings og fyrirtækja í landinu.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.143 greindust innanlands í gær 1.143 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 57 á landamærum. Það gera 1.200 í heildina. 15. janúar 2022 10:42 Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá voru samkomutakmarkanir hertar í gær og mega nú aðeins tíu koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hertar aðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. „Ég held að allir hafi orðið fyrir vonbrigðum með þessar hertu sóttvarnaaðgerðir og það er alveg ljóst að við höfum kallað eftir því að ríkisstjórnin stígi fram með trúverðugar efnahagsaðgerðir til þess að styðja við bakið á fyrirtækjum. Það blasir auðvitað við að fyrirtæki sem að hökta í þessum samkomutakmörkunum og geta varla haldið úti starfsemi sinni, en eru á sama tíma að greiða laun fyrir starfsfólk sem er í sóttkví og jafnvel einangrun,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangrun „Ríkisstjórnir flestra ríkja Norðurlanda. Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa stigið inn í þetta með afgerandi hætti og eru farin að greiða laun starfsmanna í einangrun að hluta til. Það er eðlileg krafa og ég vænti þess að ríkisstjórnin muni sýna á spilin strax í næstu viku hvað það áhrærir.“ Hann segir ríkisstjórnina verða að koma fram með trúverðugar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum samhliða hertum aðgerðum. „Þau hafa aðeins sýnt á spilin. Þetta er sannarlega skref í rétta átt en ef það á að viðhalda þessu ástandi. Tíu manna samkomutakmörkunum þá er ljóst að það þarf að ganga enn lengra. Við verðum að hafa í huga að ríkissjóður er ekki í sömu stöðu og í upphafi faraldursins og það þarf að fara að meta þessar sóttvarnaaðgerður út frá fleiri þáttum að mínu viti, þar á meðal þarf að taka tillit til efnahagslegrar stöðu bæði almennings og fyrirtækja í landinu.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.143 greindust innanlands í gær 1.143 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 57 á landamærum. Það gera 1.200 í heildina. 15. janúar 2022 10:42 Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Sjá meira
1.143 greindust innanlands í gær 1.143 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 57 á landamærum. Það gera 1.200 í heildina. 15. janúar 2022 10:42
Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00
Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56