Leik Arsenal og Tottenham frestað vegna óleikfæra leikmanna Atli Arason skrifar 15. janúar 2022 18:30 Mikel Arteta ásamt Lokonga, Martinelli og Gabriel eftir jafnteflið við Liverpool. Leik Arsenal og Tottenham sem átti að fara fram á morgun, sunnudaginn 16. janúar, hefur verið frestað að beiðni Arsenal. Stjórn enska knattspyrnusambandsins staðfesti þetta fyrr í morgun. Nýr leiktími hefur ekki verið staðfestur. Ástæðan fyrir frestuninni er sögð vera sú að Arsenal er ekki með nógu marga leikmenn leikfæra fyrir leikinn en samkvæmt reglugerð úrvalsdeildarinnar geta lið fengið leikjum sínum frestað ef lið eru með færri en 13 útileikmenn og einn markvörð leikfæran. Í tilkynningu frá úrvalsdeildinni er sagt að blanda af Covid-19 smitum, meiðslum og fjarvera leikmanna vegna Afríkukeppnirnar valdi því að Arsenal hafi ekki úr nægilega mörgum leikmönnum að velja fyrir þennan nágrannaslag. Arsenal lánaði Ainsley Maitland-Niles til Róma fyrr í mánuðinum. Mohamed Elneny, Nicolas Pepe, Pierre-Emerick Aubameyang og Thomas Partey eru allir í afríkukeppninni á meðan Granit Xhaka er í leikbanni eftir rautt spjald sem hann fékk í leik gegn Liverpool í deildarbikarnum á fimmtudaginn. Emile Smith Rowe, Takehiro Tomiyasu, Bukayo Saka, Cédric Soares og Calum Chambers eru allir að glíma við meiðsli og Martin Ødegaard er sá leikmaður sem greindist með veiruna. Albert Sambi Lokonga var því eini miðjumaðurinn í leikmannahóp Arsenal sem var leikfær fyrir leikinn. Game off. What started out as postponements due to a pandemic has now become about clubs not having their best team . The Premier League must stop this now , draw a line in the sand and say all games go ahead unless you have an exceptional amount of CV cases . It’s wrong 👍— Gary Neville (@GNev2) January 15, 2022 Margir hafa gagnrýnt Arsenal á samfélagsmiðlum eftir að liðið sendi inn beiðni um að leiknum yrði frestað. Meðal þeirra er fjölmiðlamaðurinn og fyrrum knattspyrnuleikmaðurinn Gary Neville, sem veltir fyrir sér hvort lið geti frestað leikjum þegar þau hafa ekki úr sínu besta liði að velja. Enski boltinn Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Ástæðan fyrir frestuninni er sögð vera sú að Arsenal er ekki með nógu marga leikmenn leikfæra fyrir leikinn en samkvæmt reglugerð úrvalsdeildarinnar geta lið fengið leikjum sínum frestað ef lið eru með færri en 13 útileikmenn og einn markvörð leikfæran. Í tilkynningu frá úrvalsdeildinni er sagt að blanda af Covid-19 smitum, meiðslum og fjarvera leikmanna vegna Afríkukeppnirnar valdi því að Arsenal hafi ekki úr nægilega mörgum leikmönnum að velja fyrir þennan nágrannaslag. Arsenal lánaði Ainsley Maitland-Niles til Róma fyrr í mánuðinum. Mohamed Elneny, Nicolas Pepe, Pierre-Emerick Aubameyang og Thomas Partey eru allir í afríkukeppninni á meðan Granit Xhaka er í leikbanni eftir rautt spjald sem hann fékk í leik gegn Liverpool í deildarbikarnum á fimmtudaginn. Emile Smith Rowe, Takehiro Tomiyasu, Bukayo Saka, Cédric Soares og Calum Chambers eru allir að glíma við meiðsli og Martin Ødegaard er sá leikmaður sem greindist með veiruna. Albert Sambi Lokonga var því eini miðjumaðurinn í leikmannahóp Arsenal sem var leikfær fyrir leikinn. Game off. What started out as postponements due to a pandemic has now become about clubs not having their best team . The Premier League must stop this now , draw a line in the sand and say all games go ahead unless you have an exceptional amount of CV cases . It’s wrong 👍— Gary Neville (@GNev2) January 15, 2022 Margir hafa gagnrýnt Arsenal á samfélagsmiðlum eftir að liðið sendi inn beiðni um að leiknum yrði frestað. Meðal þeirra er fjölmiðlamaðurinn og fyrrum knattspyrnuleikmaðurinn Gary Neville, sem veltir fyrir sér hvort lið geti frestað leikjum þegar þau hafa ekki úr sínu besta liði að velja.
Enski boltinn Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira