Djokovic sendur úr landi: Fær ekki að verja titilinn í Ástralíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2022 10:58 Djokovic hefur verið vísað úr landi. AP Tenniskappinn Novak Djokovic hefur tapað dómsmáli sínu í Ástralíu og verður sendur úr landi. Hann fær því ekki tækifæri til að verja titil sinn en hann hefur unnið Opna ástralska undanfarin þrjú ár. Novak Djokovic hefur verið á sóttvarnarhóteli síðan hann kom til Ástralíu þar sem hann er óbólusettur og mistök urðu á vegabréfsáritun hans. Eftir á skýringar hans voru þær að hann hefði fengið Covid-19 seint á síðasta ári en það hefði gleymst að skrá það svo það kom ekki fram er pappírar hans voru skoðaðir í Ástralíu. Fyrir tveimur dögum var tilkynnt að Djokovic yrði vísað úr landi en hann áfrýjaði dómnum. Sá dómur hefur nú verið staðfestur. Djokovic er í efsta sæti heimslistans og gerði sér vonir um að vinna Opna ástralska í tíunda skipti, þar af fjórða árið í röð. Hann er „mjög vonsvikinn“ með niðurstöðu dómara en ætlar að virða dóminn og yfirgefa landið segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. „Ég mun vinna með yfirvöldum varðandi brottför mína frá landinu,“ sagði hann í yfirlýsingu en óvíst er hvenær hann mun yfirgefa Ástralíu. Novak Djokovic says he is "extremely disappointed" after losing his court bid to stay in Australia.The 20-time Grand Slam said he won't appeal the ruling.— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2022 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, fagnaði ákvörðuninni. „Við viljum að landamæri okkar séu sterk til að halda Áströlum öruggum. Við höfum fórnað mörgu á tímum veirunnar og fólk landsins ætlast til að þær fórnir séu ekki til einskis,“ sagði Morrison. Novak Djokovic er 34 ára gamall Serbi. Hann er í efsta sæti heimslistans í tennis, hann hefur unnið 989 tennisleiki á ferlinum og aðeins tapað 199, það gerir 83,2 prósent sigurhlutfall. Hann hefur unnið 20 risamót á ferlinum, þar af Opna ástralska níu sinnum. Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Serbía Tengdar fréttir Ástralar vísa Djokovic úr landi Yfirvöld í Ástralíu hafa tekið þá ákvörðun að fella vegabréfsáritun serbnesku tennisstjörnunnar Novak Djokovic úr gildi öðru sinni. 14. janúar 2022 07:31 Djokovic braut sóttvarnarreglur: Baðst afsökunar en talar um mannleg mistök Novak Djokovic viðurkenndi mistök við skráningu upplýsinga við komu sína til Ástralíu en í gær kom það fram í áströlskum fjölmiðlum að hann hafði ekki sagt rétt frá um ferðalag sitt til Spánar fyrir komu sína til Ástralíu. 12. janúar 2022 08:30 Áströlsk stjórnvöld kanna hvort Djokovic hafi verið að ljúga Ástralska ríkisstjórnin er ekki búin að gefast upp í baráttunni sinni við að koma tennisstjörnunni Novak Djokovic úr landi. 11. janúar 2022 08:00 Djokovic vann málið og má koma inn í Ástralíu Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic hefur fengið leyfi til að koma inn í Ástralíu eftir að hafa unnið áfrýjun sína um brottvísun úr landi vegna brota á reglu um bólusetningaskyldu. 10. janúar 2022 07:00 Segja að Djokovic hafi fengið undanþágu frá bóluefni vegna kórónuveirusýkingar Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic hafði fengið undanþágu frá bóluefni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna þann 16. desember síðastliðinn segja lögfræðingar hans. 8. janúar 2022 11:15 Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. 5. janúar 2022 21:51 Undanþága Djokovic veldur reiði: „Höfum verið höfð að fíflum“ Ástralir eru bæði reiðir og undrandi yfir því að tennisstjarnan Novak Djokovic hafi fengið undanþágu til að koma til landsins og spila á opna ástralska mótinu sem hefst í Melbourne 17. janúar. 5. janúar 2022 09:31 Djokovic fær undanþágu og getur varið titilinn í Ástralíu Tenniskappinn Novak Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Það stefndi þátttöku hans á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í hættu en nú hefur Serbinn staðfest að hann verði meðal keppenda á mótinu. 4. janúar 2022 19:30 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
Novak Djokovic hefur verið á sóttvarnarhóteli síðan hann kom til Ástralíu þar sem hann er óbólusettur og mistök urðu á vegabréfsáritun hans. Eftir á skýringar hans voru þær að hann hefði fengið Covid-19 seint á síðasta ári en það hefði gleymst að skrá það svo það kom ekki fram er pappírar hans voru skoðaðir í Ástralíu. Fyrir tveimur dögum var tilkynnt að Djokovic yrði vísað úr landi en hann áfrýjaði dómnum. Sá dómur hefur nú verið staðfestur. Djokovic er í efsta sæti heimslistans og gerði sér vonir um að vinna Opna ástralska í tíunda skipti, þar af fjórða árið í röð. Hann er „mjög vonsvikinn“ með niðurstöðu dómara en ætlar að virða dóminn og yfirgefa landið segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. „Ég mun vinna með yfirvöldum varðandi brottför mína frá landinu,“ sagði hann í yfirlýsingu en óvíst er hvenær hann mun yfirgefa Ástralíu. Novak Djokovic says he is "extremely disappointed" after losing his court bid to stay in Australia.The 20-time Grand Slam said he won't appeal the ruling.— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2022 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, fagnaði ákvörðuninni. „Við viljum að landamæri okkar séu sterk til að halda Áströlum öruggum. Við höfum fórnað mörgu á tímum veirunnar og fólk landsins ætlast til að þær fórnir séu ekki til einskis,“ sagði Morrison. Novak Djokovic er 34 ára gamall Serbi. Hann er í efsta sæti heimslistans í tennis, hann hefur unnið 989 tennisleiki á ferlinum og aðeins tapað 199, það gerir 83,2 prósent sigurhlutfall. Hann hefur unnið 20 risamót á ferlinum, þar af Opna ástralska níu sinnum.
Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Serbía Tengdar fréttir Ástralar vísa Djokovic úr landi Yfirvöld í Ástralíu hafa tekið þá ákvörðun að fella vegabréfsáritun serbnesku tennisstjörnunnar Novak Djokovic úr gildi öðru sinni. 14. janúar 2022 07:31 Djokovic braut sóttvarnarreglur: Baðst afsökunar en talar um mannleg mistök Novak Djokovic viðurkenndi mistök við skráningu upplýsinga við komu sína til Ástralíu en í gær kom það fram í áströlskum fjölmiðlum að hann hafði ekki sagt rétt frá um ferðalag sitt til Spánar fyrir komu sína til Ástralíu. 12. janúar 2022 08:30 Áströlsk stjórnvöld kanna hvort Djokovic hafi verið að ljúga Ástralska ríkisstjórnin er ekki búin að gefast upp í baráttunni sinni við að koma tennisstjörnunni Novak Djokovic úr landi. 11. janúar 2022 08:00 Djokovic vann málið og má koma inn í Ástralíu Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic hefur fengið leyfi til að koma inn í Ástralíu eftir að hafa unnið áfrýjun sína um brottvísun úr landi vegna brota á reglu um bólusetningaskyldu. 10. janúar 2022 07:00 Segja að Djokovic hafi fengið undanþágu frá bóluefni vegna kórónuveirusýkingar Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic hafði fengið undanþágu frá bóluefni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna þann 16. desember síðastliðinn segja lögfræðingar hans. 8. janúar 2022 11:15 Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. 5. janúar 2022 21:51 Undanþága Djokovic veldur reiði: „Höfum verið höfð að fíflum“ Ástralir eru bæði reiðir og undrandi yfir því að tennisstjarnan Novak Djokovic hafi fengið undanþágu til að koma til landsins og spila á opna ástralska mótinu sem hefst í Melbourne 17. janúar. 5. janúar 2022 09:31 Djokovic fær undanþágu og getur varið titilinn í Ástralíu Tenniskappinn Novak Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Það stefndi þátttöku hans á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í hættu en nú hefur Serbinn staðfest að hann verði meðal keppenda á mótinu. 4. janúar 2022 19:30 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
Ástralar vísa Djokovic úr landi Yfirvöld í Ástralíu hafa tekið þá ákvörðun að fella vegabréfsáritun serbnesku tennisstjörnunnar Novak Djokovic úr gildi öðru sinni. 14. janúar 2022 07:31
Djokovic braut sóttvarnarreglur: Baðst afsökunar en talar um mannleg mistök Novak Djokovic viðurkenndi mistök við skráningu upplýsinga við komu sína til Ástralíu en í gær kom það fram í áströlskum fjölmiðlum að hann hafði ekki sagt rétt frá um ferðalag sitt til Spánar fyrir komu sína til Ástralíu. 12. janúar 2022 08:30
Áströlsk stjórnvöld kanna hvort Djokovic hafi verið að ljúga Ástralska ríkisstjórnin er ekki búin að gefast upp í baráttunni sinni við að koma tennisstjörnunni Novak Djokovic úr landi. 11. janúar 2022 08:00
Djokovic vann málið og má koma inn í Ástralíu Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic hefur fengið leyfi til að koma inn í Ástralíu eftir að hafa unnið áfrýjun sína um brottvísun úr landi vegna brota á reglu um bólusetningaskyldu. 10. janúar 2022 07:00
Segja að Djokovic hafi fengið undanþágu frá bóluefni vegna kórónuveirusýkingar Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic hafði fengið undanþágu frá bóluefni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna þann 16. desember síðastliðinn segja lögfræðingar hans. 8. janúar 2022 11:15
Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. 5. janúar 2022 21:51
Undanþága Djokovic veldur reiði: „Höfum verið höfð að fíflum“ Ástralir eru bæði reiðir og undrandi yfir því að tennisstjarnan Novak Djokovic hafi fengið undanþágu til að koma til landsins og spila á opna ástralska mótinu sem hefst í Melbourne 17. janúar. 5. janúar 2022 09:31
Djokovic fær undanþágu og getur varið titilinn í Ástralíu Tenniskappinn Novak Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Það stefndi þátttöku hans á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í hættu en nú hefur Serbinn staðfest að hann verði meðal keppenda á mótinu. 4. janúar 2022 19:30