Guðmundur: Liðið sýndi stórkostlegan karakter að klára þetta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2022 21:53 Guðmundur Guðmundsson var að mestu ánægður með frammistöðuna gegn Hollandi. epa/Tamas Kovacs Guðmundi Guðmundsson, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var létt eftir sigurinn á Hollandi, 29-28, í kvöld. Ísland er komið með fjögur stig í B-riðli Evrópumótsins og ef það vinnur heimalið Ungverjalands á þriðjudaginn fer það með tvö stig inn í milliriðla. „Ef ég tek þetta saman verð ég að hrósa liðinu. Ef við bíðum aðeins með sóknina gegn 5-1 var sóknarleikurinn okkar í þessum leik með því besta sem ég hef upplifað. Hann var algjörlega stórkostlegur,“ sagði Guðmundur við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Mér fannst vörnin halda megnið af leiknum og við spila hana mjög vel. Það er mjög erfitt að verjast þessu liði. Þeir eru gríðarlega hraðir og vel spilandi. Við fengum þrettán mörk á okkur í fyrri hálfleik sem var vel viðunandi. Þeir eru með gríðarlega mikla sóknargetu og ekkert auðvelt að verjast þeim.“ Klippa: Gummi Gumm eftir sigurinn gegn Hollandi Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13, og hóf seinni hálfleikinn af krafti og komst mest fimm mörkum yfir. En svo hallaði undan fæti. „Við byrjuðum þetta mjög vel í seinni hálfleik og byggðum upp forskot hægt og rólega. Svo breyttu þeir í 5-1 vörn. Við höfum æft sóknina gegn henni eins og kostur er. En eins og gerist stundum var eins og menn færu að verja forskotið að einhverju leyti,“ sagði Guðmundur. „Það vantaði áræðni en á sama tíma klikkuðum við á dauðafærum. Þetta gerðist á sama tíma og svo fóru þeir að keyra hraðaupphlaupin á okkur. Við þurftum að skipta tveimur mönnum milli varnar og sóknar, meðal annars Ómari [Inga Magnússyni] sem var með tvær brottvísanir. Við vildum hafa hann í sókninni. Þetta voru samverkandi þættir en ég er ánægður með sigurinn, hann var frábær, og liðið sýndi stórkostlegan karakter að klára þetta.“ Guðmundur var ansi líflegur á hliðarlínunni og ekki í rónni þegar Hollendingar sóttu á. „Í þessari stöðu þarf þjálfari að leita lausna. Mér fannst það hjálpa mjög mikið þegar Janus [Daði Smárason] kom inn á. Hann kom með nýja vídd í sóknina og það var gríðarlega mikilvæg ákvörðun. Við hefðum getað lokað þessu fyrr en fórum of illa með nokkur dauðafæri,“ sagði Guðmundur. „En við getum ekki kvartað. Við erum með tvo sigra og það er allt mögulegt gegn Ungverjum.“ EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Hollandi: Ískaldur Janus Daði afþýddi frostið í sókninni Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur í öðrum leiknum í röð og ískaldur Janus Daði Smárason skilaði fyrstu mínútum sínum á mótinu frábærlega í lokin. 16. janúar 2022 21:42 „Er ekki hvort sem er hundleiðinlegt að vera á Íslandi núna?“ „Þetta var drullusætt,“ sagði Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson sem naut þess í botn að spila fyrir framan háværa áhorfendur í Búdapest í kvöld, á EM í handbolta. 16. janúar 2022 21:40 Gísli Þorgeir: Sigur sem við hefðum ekkert endilega unnið fyrir þremur árum Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, var hæstánægður með sigurinn á Hollandi, 29-28, í B-riðli Evrópumótsins í kvöld. 16. janúar 2022 21:36 „Stemningin var þeirra megin og við áttum mjög erfitt með að komast í þennan gír í lokin“ „Það er ógeðslega gaman að vinna og sérstaklega fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem valinn var maður leiksins annan leikinn í röð, í sigri Íslands gegn Hollandi á EM í kvöld. 16. janúar 2022 21:29 Leik lokið: Ísland - Holland 29-28 | Sluppu með skrekkinn gegn strákunum hans Erlings Ísland vann Holland, 29-28, í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumóts karla í handbolta í kvöld. Íslendingar eru því með fjögur stig, fullt hús stiga, á meðan Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar eru með tvö stig. 16. janúar 2022 21:10 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
„Ef ég tek þetta saman verð ég að hrósa liðinu. Ef við bíðum aðeins með sóknina gegn 5-1 var sóknarleikurinn okkar í þessum leik með því besta sem ég hef upplifað. Hann var algjörlega stórkostlegur,“ sagði Guðmundur við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Mér fannst vörnin halda megnið af leiknum og við spila hana mjög vel. Það er mjög erfitt að verjast þessu liði. Þeir eru gríðarlega hraðir og vel spilandi. Við fengum þrettán mörk á okkur í fyrri hálfleik sem var vel viðunandi. Þeir eru með gríðarlega mikla sóknargetu og ekkert auðvelt að verjast þeim.“ Klippa: Gummi Gumm eftir sigurinn gegn Hollandi Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13, og hóf seinni hálfleikinn af krafti og komst mest fimm mörkum yfir. En svo hallaði undan fæti. „Við byrjuðum þetta mjög vel í seinni hálfleik og byggðum upp forskot hægt og rólega. Svo breyttu þeir í 5-1 vörn. Við höfum æft sóknina gegn henni eins og kostur er. En eins og gerist stundum var eins og menn færu að verja forskotið að einhverju leyti,“ sagði Guðmundur. „Það vantaði áræðni en á sama tíma klikkuðum við á dauðafærum. Þetta gerðist á sama tíma og svo fóru þeir að keyra hraðaupphlaupin á okkur. Við þurftum að skipta tveimur mönnum milli varnar og sóknar, meðal annars Ómari [Inga Magnússyni] sem var með tvær brottvísanir. Við vildum hafa hann í sókninni. Þetta voru samverkandi þættir en ég er ánægður með sigurinn, hann var frábær, og liðið sýndi stórkostlegan karakter að klára þetta.“ Guðmundur var ansi líflegur á hliðarlínunni og ekki í rónni þegar Hollendingar sóttu á. „Í þessari stöðu þarf þjálfari að leita lausna. Mér fannst það hjálpa mjög mikið þegar Janus [Daði Smárason] kom inn á. Hann kom með nýja vídd í sóknina og það var gríðarlega mikilvæg ákvörðun. Við hefðum getað lokað þessu fyrr en fórum of illa með nokkur dauðafæri,“ sagði Guðmundur. „En við getum ekki kvartað. Við erum með tvo sigra og það er allt mögulegt gegn Ungverjum.“
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Hollandi: Ískaldur Janus Daði afþýddi frostið í sókninni Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur í öðrum leiknum í röð og ískaldur Janus Daði Smárason skilaði fyrstu mínútum sínum á mótinu frábærlega í lokin. 16. janúar 2022 21:42 „Er ekki hvort sem er hundleiðinlegt að vera á Íslandi núna?“ „Þetta var drullusætt,“ sagði Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson sem naut þess í botn að spila fyrir framan háværa áhorfendur í Búdapest í kvöld, á EM í handbolta. 16. janúar 2022 21:40 Gísli Þorgeir: Sigur sem við hefðum ekkert endilega unnið fyrir þremur árum Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, var hæstánægður með sigurinn á Hollandi, 29-28, í B-riðli Evrópumótsins í kvöld. 16. janúar 2022 21:36 „Stemningin var þeirra megin og við áttum mjög erfitt með að komast í þennan gír í lokin“ „Það er ógeðslega gaman að vinna og sérstaklega fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem valinn var maður leiksins annan leikinn í röð, í sigri Íslands gegn Hollandi á EM í kvöld. 16. janúar 2022 21:29 Leik lokið: Ísland - Holland 29-28 | Sluppu með skrekkinn gegn strákunum hans Erlings Ísland vann Holland, 29-28, í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumóts karla í handbolta í kvöld. Íslendingar eru því með fjögur stig, fullt hús stiga, á meðan Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar eru með tvö stig. 16. janúar 2022 21:10 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Tölfræðin á móti Hollandi: Ískaldur Janus Daði afþýddi frostið í sókninni Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur í öðrum leiknum í röð og ískaldur Janus Daði Smárason skilaði fyrstu mínútum sínum á mótinu frábærlega í lokin. 16. janúar 2022 21:42
„Er ekki hvort sem er hundleiðinlegt að vera á Íslandi núna?“ „Þetta var drullusætt,“ sagði Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson sem naut þess í botn að spila fyrir framan háværa áhorfendur í Búdapest í kvöld, á EM í handbolta. 16. janúar 2022 21:40
Gísli Þorgeir: Sigur sem við hefðum ekkert endilega unnið fyrir þremur árum Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, var hæstánægður með sigurinn á Hollandi, 29-28, í B-riðli Evrópumótsins í kvöld. 16. janúar 2022 21:36
„Stemningin var þeirra megin og við áttum mjög erfitt með að komast í þennan gír í lokin“ „Það er ógeðslega gaman að vinna og sérstaklega fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem valinn var maður leiksins annan leikinn í röð, í sigri Íslands gegn Hollandi á EM í kvöld. 16. janúar 2022 21:29
Leik lokið: Ísland - Holland 29-28 | Sluppu með skrekkinn gegn strákunum hans Erlings Ísland vann Holland, 29-28, í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumóts karla í handbolta í kvöld. Íslendingar eru því með fjögur stig, fullt hús stiga, á meðan Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar eru með tvö stig. 16. janúar 2022 21:10